Ytri-Rangá: Helgin gaf 57 laxa 1. október 2012 16:23 Veiðimaður stendur úti í miðri á rétt fyrir ofan Rangárflúðir sem eru á svæði 6. Það svæði gaf engan fisk í gær. Mynd / Trausti Enn er ágætis veiði í Ytri-Rangá og sem dæmi veiddust 23 laxar í ánni í gær en 34 á laugardaginn. Á vefnum lax-a.is segir að veiðin síðustu daga sé svipuð og hún hafi verið á sama tíma síðustu ár. Gera megi ráð fyrir því að október gefi 500 laxa í heildina. "Veiðin hefur dreifst nokkuð vel á milli svæða nú í haust, bestu svæðin eru 1, 3, 4, 7 og 8 en svæði 2, 5 og 9 hafa verið lökust. Þetta er þó mjög breytilegt á milli daga," segir á vef lax-a.is. Af þeim 23 löxum sem veiddust í Ytri Rangá í gær komu flestir á land á svæðum 3 og 4 eða sex á hvoru svæði. Það er athyglisvert að allir sex laxarnir sem veiddust á svæði 3 veiddust á flugu en bara einn af þeim sex sem komu á land á svæði 4 tók flugu. Hinir fimm tóku maðk. Svæði 1 gaf fimm laxa í gær, þar af tóku tveir flugu. Svæði 7 gaf 4 laxa sem allir tóku maðk og svæði 8 gaf 3 laxa, einn af þeim tók flugu. Af þeim 23 löxum sem komu á land í gær tóku því 10 flugu og 13 maðk.trausti@frettabladid.is Stangveiði Mest lesið 22 útskrifaðir úr námi í veiðileiðsögn Veiði Sumarið gert upp í Víðidalsá Veiði Haustfagnaður SVFR haldinn 19. október Veiði Mikil fjöldi erlendra gæsaveiðimanna Veiði Norðurá að gefa fleiri tveggja ára laxa Veiði 206 laxar á svæðum SVFR í Soginu Veiði 176 laxa holl í Haffjarðará Veiði Fyrstu laxarnir á land úr Mýrarkvísl Veiði Sportveiðiblaðið er komið út Veiði Teljaraniðurstöður úr Gljúfurá Veiði
Enn er ágætis veiði í Ytri-Rangá og sem dæmi veiddust 23 laxar í ánni í gær en 34 á laugardaginn. Á vefnum lax-a.is segir að veiðin síðustu daga sé svipuð og hún hafi verið á sama tíma síðustu ár. Gera megi ráð fyrir því að október gefi 500 laxa í heildina. "Veiðin hefur dreifst nokkuð vel á milli svæða nú í haust, bestu svæðin eru 1, 3, 4, 7 og 8 en svæði 2, 5 og 9 hafa verið lökust. Þetta er þó mjög breytilegt á milli daga," segir á vef lax-a.is. Af þeim 23 löxum sem veiddust í Ytri Rangá í gær komu flestir á land á svæðum 3 og 4 eða sex á hvoru svæði. Það er athyglisvert að allir sex laxarnir sem veiddust á svæði 3 veiddust á flugu en bara einn af þeim sex sem komu á land á svæði 4 tók flugu. Hinir fimm tóku maðk. Svæði 1 gaf fimm laxa í gær, þar af tóku tveir flugu. Svæði 7 gaf 4 laxa sem allir tóku maðk og svæði 8 gaf 3 laxa, einn af þeim tók flugu. Af þeim 23 löxum sem komu á land í gær tóku því 10 flugu og 13 maðk.trausti@frettabladid.is
Stangveiði Mest lesið 22 útskrifaðir úr námi í veiðileiðsögn Veiði Sumarið gert upp í Víðidalsá Veiði Haustfagnaður SVFR haldinn 19. október Veiði Mikil fjöldi erlendra gæsaveiðimanna Veiði Norðurá að gefa fleiri tveggja ára laxa Veiði 206 laxar á svæðum SVFR í Soginu Veiði 176 laxa holl í Haffjarðará Veiði Fyrstu laxarnir á land úr Mýrarkvísl Veiði Sportveiðiblaðið er komið út Veiði Teljaraniðurstöður úr Gljúfurá Veiði