Harpa og hin húsin Guðmundur Andri Thorsson skrifar 3. september 2012 06:00 Þegar Björn S. Blöndal aðstoðarmaður borgarstjóra réttlætti hér í blaðinu síðastliðinn mánudag hin glórulausu fasteignagjöld sem Hörpu er gert að greiða – milljón á dag – sagði hann orðrétt: ?Það gengur eitt yfir alla. Harpa er mjög stórt hús sem borgar fasteignagjöld í samræmi við það.? Og stór er Harpa, það er alveg rétt, tæpir 29.000 m², en þó er hún ekki jafn stór og Kringlan sem er tæplega 41.000 m². Hún er heldur ekki jafn stór og Smáralind sem er rúmlega 62.000 m². Samt borgar tónlistarhúsið Harpa meira í fasteignagjöld en verslunarmiðstöðvarnar tvær – samanlagt. Eitt látið yfir (eiginlega) alla gangaNú er ekki auðvelt að ráða í hvaða skilning Björn leggur í orðtakið að eitt skuli yfir alla ganga – en því virðist einmitt þveröfugt farið þar sem Harpa er annars vegar og öll hin húsin hins vegar. Í vel unninni frétt Fréttablaðsins kom fram að fasteignagjöldin sem lögð eru á Hörpu væru ekki bara hærri en af hinum miklu mammonshöllum. Þau eru líka hærri en af Laugardalshöll, Egilshöll, Hofi á Akureyri, Háskólabíói, Borgarleikhúsinu, Þjóðleikhúsinu, Þjóðarbókhlöðunni, Listasafni Reykjavíkur, Kjarvalsstöðum, Listasafni Íslands, Salnum í Kópavogi og Gerðarsafni – samanlagt. Þau eru hærri en af nokkurri kirkju; tilbeiðsluhús raunar undanþegin slíkum gjöldum. Teitur Atlason hefur bent á að líta megi hæglega á Hörpu sem slíkt hús; eða hvað á að kalla þær kenndir sem fylla hugi fólks á meðan það situr í yfirfullum Eldborgarsal og hlýðir á fagra tóna líða þar um hvelfingarnar? Þær kenndir eru að minnsta kosti ekki þess eðlis að ástæða sé til að skattleggja þær sérstaklega eins og yfirvöld virðast vilja. Fasteignagjöldin af Hörpu eru hærri en af nokkru menningarhúsi nokkurs staðar á landinu – og þau eru meiri baggi á húsinu en vitað er til að sambærileg hús nokkurs staðar þurfi að burðast með. Þessi stjarnfræðilegu fasteignagjöld eru reiknuð út frá stofnkostnaði en ekki rekstrarvirði sem einhver rök hljóta þó að hníga til og gildir almennt um hús sem hýsa atvinnustarfsemi. Talsmaður borgaryfirvalda lætur eins og hér sé ákvörðun sem nánast taki sig sjálf – sé næstum af guðlegum toga eða tekin af einhverri ótilgreindri vél, kannski hinni frægu computer-says-no. Þannig var það ekki. Að yfirveguðu ráði var tekin sú ákvörðun að allt það fé sem kæmi inn í þetta hús, sem er yfirfullt næstum alla daga af listþyrstu fólki, skyldi renna í fasteignagjöld. Ráðamenn hjá ríki og borg geta þráttað um það hvort og hvenær, hver og hvernig þetta hafi verið fyrirséð – í augum þeirra sem taka þátt er sú umræða kannski bráðskemmtileg en slíkt þras breytir hins vegar engu um þær skyldur sem þessir eigendur hússins hafa gagnvart því: að sjá til þess að hægt sé að reka húsið en það standi ekki bara þarna eins og jólatré frá því í fyrra. Syndagjöld?Þessi gjöld skella á starfsemi hússins af fullum þunga áður en hún er komin almennilega í gang, áður en það er fullgert eða fullnýtt, áður en farið er að reyna á það sem ráðstefnuhús – engu er líkara en að til standi að kæfa reksturinn í fæðingu. Byggingarsaga Hörpu er svo sem skrautleg og hefur jafnvel orðið til þess að sumt fólk hefur hálfgerðan ímugust á húsinu; finnst það vera tákn um óráðsíu og oflæti og ógöngur einkavæðingarinnar. Gætu hin glórulausu fasteignagjöld nokkuð verið til vitnis um slík viðhorf? Þau endurspegla byggingarkostnaðinn – fortíðina – fjárausturinn þá sem rann til verktaka – en ekki nútíðina, þá þróttmiklu liststarfsemi sem þar er þegar hafin við gríðarlega jákvæðar undirtektir almennings. Það er nánast eins og hér sé um að ræða einhvers konar syndagjöld – góðærisskatt. Listamennirnir látnir púla til að borga fyrir góðærisgreifana. Nú hefur það lengi verið mikill plagsiður á Íslandi að miða húsbyggingar fremur við ?þarfir atvinnulífsins? en eiginlega þörf fyrir viðkomandi hús eins og áformin um Landspítalann eru til vitnis um. Þau virðast reist fyrir verktaka – allur stórhugurinn fer í vöxtinn og svo látið skeika að sköpuðu um reksturinn. Verði ekki breyting á viðhorfum stjórnvalda til Hörpu gæti hún orðið enn eitt dæmið um þetta fyrirhyggjuleysi og bráðlæti. Það hafa ekki allir ímugust á Hörpu. Mörgum hefur hún einmitt orðið tákn endurreisnar og breyttra vinnubragða og viðhorfa, raunsæis, metnaðar og stolts án þess oflætis sem er systir vanmetakenndarinnar. Húsið á hvað sem öðru líður að geta orðið þjóðinni – og borginni – til mikils sóma í framtíðinni. En þá þarf að gefa starfseminni þar einhvern möguleika á því að vaxa og dafna; stjórnvöld mega ekki leggjast eins og sauðkindur á nýgræðinginn undir eins og glittir í hann og naga hann ofan í rót svo að álfahöllin mikla breytist í óhrjálegt moldarbarð Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðmundur Andri Thorsson Mest lesið Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson Skoðun Þarf alltaf að vera svín? Harpa Kristbergsdóttir Skoðun Forréttindablinda strákanna í Viðskiptaráði Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir Skoðun Þegar Trölli stal atkvæðum Eyjólfur Ingvi Bjarnason Skoðun Svar við hótunum Eflingar Sigurður G. Guðjónsson Skoðun
Þegar Björn S. Blöndal aðstoðarmaður borgarstjóra réttlætti hér í blaðinu síðastliðinn mánudag hin glórulausu fasteignagjöld sem Hörpu er gert að greiða – milljón á dag – sagði hann orðrétt: ?Það gengur eitt yfir alla. Harpa er mjög stórt hús sem borgar fasteignagjöld í samræmi við það.? Og stór er Harpa, það er alveg rétt, tæpir 29.000 m², en þó er hún ekki jafn stór og Kringlan sem er tæplega 41.000 m². Hún er heldur ekki jafn stór og Smáralind sem er rúmlega 62.000 m². Samt borgar tónlistarhúsið Harpa meira í fasteignagjöld en verslunarmiðstöðvarnar tvær – samanlagt. Eitt látið yfir (eiginlega) alla gangaNú er ekki auðvelt að ráða í hvaða skilning Björn leggur í orðtakið að eitt skuli yfir alla ganga – en því virðist einmitt þveröfugt farið þar sem Harpa er annars vegar og öll hin húsin hins vegar. Í vel unninni frétt Fréttablaðsins kom fram að fasteignagjöldin sem lögð eru á Hörpu væru ekki bara hærri en af hinum miklu mammonshöllum. Þau eru líka hærri en af Laugardalshöll, Egilshöll, Hofi á Akureyri, Háskólabíói, Borgarleikhúsinu, Þjóðleikhúsinu, Þjóðarbókhlöðunni, Listasafni Reykjavíkur, Kjarvalsstöðum, Listasafni Íslands, Salnum í Kópavogi og Gerðarsafni – samanlagt. Þau eru hærri en af nokkurri kirkju; tilbeiðsluhús raunar undanþegin slíkum gjöldum. Teitur Atlason hefur bent á að líta megi hæglega á Hörpu sem slíkt hús; eða hvað á að kalla þær kenndir sem fylla hugi fólks á meðan það situr í yfirfullum Eldborgarsal og hlýðir á fagra tóna líða þar um hvelfingarnar? Þær kenndir eru að minnsta kosti ekki þess eðlis að ástæða sé til að skattleggja þær sérstaklega eins og yfirvöld virðast vilja. Fasteignagjöldin af Hörpu eru hærri en af nokkru menningarhúsi nokkurs staðar á landinu – og þau eru meiri baggi á húsinu en vitað er til að sambærileg hús nokkurs staðar þurfi að burðast með. Þessi stjarnfræðilegu fasteignagjöld eru reiknuð út frá stofnkostnaði en ekki rekstrarvirði sem einhver rök hljóta þó að hníga til og gildir almennt um hús sem hýsa atvinnustarfsemi. Talsmaður borgaryfirvalda lætur eins og hér sé ákvörðun sem nánast taki sig sjálf – sé næstum af guðlegum toga eða tekin af einhverri ótilgreindri vél, kannski hinni frægu computer-says-no. Þannig var það ekki. Að yfirveguðu ráði var tekin sú ákvörðun að allt það fé sem kæmi inn í þetta hús, sem er yfirfullt næstum alla daga af listþyrstu fólki, skyldi renna í fasteignagjöld. Ráðamenn hjá ríki og borg geta þráttað um það hvort og hvenær, hver og hvernig þetta hafi verið fyrirséð – í augum þeirra sem taka þátt er sú umræða kannski bráðskemmtileg en slíkt þras breytir hins vegar engu um þær skyldur sem þessir eigendur hússins hafa gagnvart því: að sjá til þess að hægt sé að reka húsið en það standi ekki bara þarna eins og jólatré frá því í fyrra. Syndagjöld?Þessi gjöld skella á starfsemi hússins af fullum þunga áður en hún er komin almennilega í gang, áður en það er fullgert eða fullnýtt, áður en farið er að reyna á það sem ráðstefnuhús – engu er líkara en að til standi að kæfa reksturinn í fæðingu. Byggingarsaga Hörpu er svo sem skrautleg og hefur jafnvel orðið til þess að sumt fólk hefur hálfgerðan ímugust á húsinu; finnst það vera tákn um óráðsíu og oflæti og ógöngur einkavæðingarinnar. Gætu hin glórulausu fasteignagjöld nokkuð verið til vitnis um slík viðhorf? Þau endurspegla byggingarkostnaðinn – fortíðina – fjárausturinn þá sem rann til verktaka – en ekki nútíðina, þá þróttmiklu liststarfsemi sem þar er þegar hafin við gríðarlega jákvæðar undirtektir almennings. Það er nánast eins og hér sé um að ræða einhvers konar syndagjöld – góðærisskatt. Listamennirnir látnir púla til að borga fyrir góðærisgreifana. Nú hefur það lengi verið mikill plagsiður á Íslandi að miða húsbyggingar fremur við ?þarfir atvinnulífsins? en eiginlega þörf fyrir viðkomandi hús eins og áformin um Landspítalann eru til vitnis um. Þau virðast reist fyrir verktaka – allur stórhugurinn fer í vöxtinn og svo látið skeika að sköpuðu um reksturinn. Verði ekki breyting á viðhorfum stjórnvalda til Hörpu gæti hún orðið enn eitt dæmið um þetta fyrirhyggjuleysi og bráðlæti. Það hafa ekki allir ímugust á Hörpu. Mörgum hefur hún einmitt orðið tákn endurreisnar og breyttra vinnubragða og viðhorfa, raunsæis, metnaðar og stolts án þess oflætis sem er systir vanmetakenndarinnar. Húsið á hvað sem öðru líður að geta orðið þjóðinni – og borginni – til mikils sóma í framtíðinni. En þá þarf að gefa starfseminni þar einhvern möguleika á því að vaxa og dafna; stjórnvöld mega ekki leggjast eins og sauðkindur á nýgræðinginn undir eins og glittir í hann og naga hann ofan í rót svo að álfahöllin mikla breytist í óhrjálegt moldarbarð
Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson Skoðun
Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson Skoðun