Helgarviðtal: Flugan sat pikkföst í vörum eiginkonunnar 26. maí 2012 08:00 Hjálmar Árnason með 16 punda lax sem fór í klakkistuna við Rimahyl í Eystri - Rangá. Hjálmar Árnason, framkvæmdarstjóri Keilis - miðstöðvar vísinda, fræða og atvinnulífs, er forfallinn veiðimaður. Hann steig sín fyrstu skref í veiðinni á bryggjunni í Klakksvík í Færeyjum. Hann lagði þó stöngina frá sér í smástund en veiddi maríulaxinn þegar hann var 25 ára. Hvenær byrjaðir þú að veiða á stöng og hvað varð þess valdandi að þú byrjaðir að veiða? Ég var mikill bryggjuveiðimaður í Færeyjum í æsku. Síðan hefur þessi baktería líklega blundað í manni. Ég hafði farið í nokkra veiðitúra með tengdaföður mínum og mágum án árangurs. Varð alltaf svo svekktur að ég var eiginlega búinn að gefa laxveiði frá mér - er ekki fíkill í svekkelsi. Svo var það árið 1987 að Stefán Sigurðsson, stórveiðimaður á Akureyri, spurði mig hvort ég stundaði laxveiðar. „Nei, hættur enda bara svekkelsi." „Það var leitt – ég ætlaði að bjóða þér í veiði meðan þú værir fyrir norðan." Svo veiklundaður var ég að ég lét fallerast og fór með Stebba sem í raun græjaði allt fyrir mig. Og fékk maríulaxinn ógleymanlega. Man þetta enn í smáatriðum. Síðan hefur dellan bara versnað.Hvað var fyrsta veiðivatnið sem þú stundaðir? Þetta var í Djúpá sem rennur úr Ljósavatni í Skjálfandafljót. Á hvað veiddir þú og á hvað veiðir þú? Þetta var á maðk með floti og flottheitum. Man enn þegar flotið byrjaði að kippast undir yfirborðið. Titraði. Hvenær byrjaðir þú að veiða á flugu? Árið 1991. Reif út úr þeim fyrsta sem tók fluguna hjá mér af æsingi einum saman.Fyrsti flugufiskurinn? Það var árið 1992 – 4 pundari úr Formanni í Flóku. Green Highlander nr. 10.Lax, urriði, bleikja, sjóbirtingur? Allt kvikt en laxinn í efsta sæti.Eftirminnilegasti fiskurinn? Sá sem er á hverju sinni. Held skrá yfir alla fiska sem ég hef veitt og get ornað mér við minninguna af hverjum fiski við að skoða skrána.Straumvatn eða stöðuvötn? Stöðuvatnaveiði finnst mér letijobb.Uppáhalds áin/vatnið? Sú sem ég veiði í hverju sinni en.....Flóka, Flekka, Laxá í Leir., Rangárnar, Vatnsá, Skógá (heitin), Affallið.......Uppáhalds veiðistaðirnir. Af hverju? Erfitt. Allir sem gefa fisk. En Miðfellsfljótið í Laxá í Leir. telst ofarlega fyrir fjölbreytileika, fiskmergð og stöðug ný ævintýri. Undir rörinu í Flóku vegna margra „fyrstu sumarlaxa" og tilheyrandi skjálfta. Þá er Torfunesfoss í Flekku sígildur vegna margra fjölskylduveislna þar.Veiða/sleppa? Fyrst og fremst að fá töku....hitt skiptir minna máli.Uppáhalds flugurnar? Ég hef einfaldan smekk. Rauð Frances nr. 12 á gullkrók fer vel á stöng.Á hvað veiðir þú? Nota tvær Loop stangir – nr. 8 og nr. 9. önnur fyrir hitchið (flot allt) en hin með sökkdóti.Áttu þér fasta punkta í veiðinni? Byrja alltaf í kringum 26. júní í Flóku með nokkuð föstum hópi. Makar vorir hafa gert ítrekaðar tilraunir til að komast þar inn í afleysingar en við verjum þetta eina vígi karlmennskunnar. Þá er alltaf góður hópur saman á haustin í Laxá í Leir. Teljast allir núverandi, fyrrverandi eða verðandi Framsóknarmenn meðan þeir eru í veiðihúsi. Svo hefur verið að fæðast feðgahópur á síðustu árum. Synirnir báðir eru að koma til en eiga samt langt í land ennþá.Álit á þróun stangveiði á Íslandi; verð á veiðileyfum, menning á veiðistað (sögur)? Verðið er orðið „kriminelt". Þar er hins vegar bara við okkur vitleysingana sjálfa að ræða því alltaf erum við tilbúnir að láta undan fíkninni. Þetta heitir víst bara framboð og eftirspurn og við sköpum eftirspurnina. Ég fagna sérstaklega framtaki dugmikilla einstaklinga, s.s. þeirra feðga Einars Lúðvíkssonar og pabba hans Gissurarsonar, Árna Baldurs og Þrastar Elliða sem hafa sannarlega bætt inn í veiðiveröldina og þar með létt mikilli spennu af vaxandi fjölda veiðimanna. Við þurfum að vera stöðug á varðbergi og viðhalda þessari vinsælu iðju sem er eitt af sérkennum í menningu okkar.Eftir hverju ertu fyrst og fremst að sækjast þegar þú ferð að veiða? Útivera, tengslin við ána, spennan við tökuna og ekki síst jákvæður félagsskapur. Slaka hvergi jafn vel á. Himinn og jörð gætu farist meðan ég er í veiði án þess að ég yrði var við það.Einhverjar sérstakar hefðir sem þú hefur lært á þinni veiðiævi? Ég hef veitt í Flóku í yfir 20 ár og alltaf haft sama herbergi og sama rúm. Í gamla kofanum hafði ég alltaf neðri koju í fyrsta herbergi til vinstri. Einhverju sinni var stórfjölskyldan með og er enn talað um hvernig pabbi lét mömmu og litla barnið sofa á lélegri dýnu á gólfinu en hraut sjálfur í rúminu. Maður ögraði ekki veiðigyðjunni í þá dag en með aldrinum hefur hjátrúin minnkað. Þó kveð ég alltaf í veiði fyrir sjálfan mig „Ísland farsælda Frón" frá upphafi til enda með góðum árangri.Áttu þér fastan hóp veiðifélaga? Vorhópurinn í Flóku, Laxárhópurinn, fjölskylduferðin, feðgaferðin og svo er Óli vinur minn að koma á gamals aldri brjálaður inn í veiðina en Maggi, góður og yfirvegaður veiðifélagi að koma draga sig í hlé því miður. Lengst hef ég líklega veitt með Gesti Jónssyni og dr. Jóni Gunnari Ottóssyni. Sá síðarnefndi er allur að koma til eftir áratuga tilburði.Veiðisagan...? Erfitt að velja. Sá fyrsti? Sá stærsti? Þeir sem ég missti (man þá best)? Lengsta viðureign? Eða bara þegar við þrjú komum að veiði á sama fiski. Setti í ágætan fisk í Torfunesfossi í Flekki. Rimma mikil og skemmtileg. Hnútur á taumnum og hann sleit. Skömmu síðar setur Ingvar, sonur minn í fisk, réttir Evu, konu sinni, stöngina og segir henni að landa honum. Mikil barátta enda sprækur fiskur. Eftir nokkrar rokur og góðan æsing var fiskinum landað. Fluga Ingvars reyndist krækt í Red Frances frá mér! Því má segja að við höfum þrjú veitt þennan fisk. Stærsti fengur minn er þó líklega um 100 punda hrygna sem var ekki alveg nýgengin. Landaði henni, rotaði ekki né blóðgaði heldur tók hana heim til að hafa gagn og gaman af. Þetta var nefnilega hún Valgerður, kona mín. Hún stóð spennt fyrir aftan mig meðan ég var að þreyta fisk. Skyndilega stökk fiskurinn, flugan losnaði, spýttist að okkur og sat pikk föst í vörum Valgerðar sem var eins og pönkari á að horfa. Kostaði ferð í Búðardal til læknis og hlaut enginn varanlegan skaða af. Fyrstu viðbrögð mín voru reyndar þó að taka mynd af henni með fluguna. Með okkur voru tveir dýralæknar að veiðum. Þegar við komum til að leita hjálpar hjá læknunum svöruðu þeir báðir: skjóta hana. Ég valdi að fara til alvöru læknis með frú mína þó úr tökustuði úr ánni væri. Stangveiði Mest lesið Vikuveiðin í Veiðivötnum 1.906 fiskar Veiði 22 útskrifaðir úr námi í veiðileiðsögn Veiði Haustfagnaður SVFR haldinn 19. október Veiði Sumarið gert upp í Víðidalsá Veiði 94 sm hængur úr Laxá í Kjós Veiði Norðurá að gefa fleiri tveggja ára laxa Veiði Mikil fjöldi erlendra gæsaveiðimanna Veiði 206 laxar á svæðum SVFR í Soginu Veiði 176 laxa holl í Haffjarðará Veiði Fyrstu laxarnir á land úr Mýrarkvísl Veiði
Hjálmar Árnason, framkvæmdarstjóri Keilis - miðstöðvar vísinda, fræða og atvinnulífs, er forfallinn veiðimaður. Hann steig sín fyrstu skref í veiðinni á bryggjunni í Klakksvík í Færeyjum. Hann lagði þó stöngina frá sér í smástund en veiddi maríulaxinn þegar hann var 25 ára. Hvenær byrjaðir þú að veiða á stöng og hvað varð þess valdandi að þú byrjaðir að veiða? Ég var mikill bryggjuveiðimaður í Færeyjum í æsku. Síðan hefur þessi baktería líklega blundað í manni. Ég hafði farið í nokkra veiðitúra með tengdaföður mínum og mágum án árangurs. Varð alltaf svo svekktur að ég var eiginlega búinn að gefa laxveiði frá mér - er ekki fíkill í svekkelsi. Svo var það árið 1987 að Stefán Sigurðsson, stórveiðimaður á Akureyri, spurði mig hvort ég stundaði laxveiðar. „Nei, hættur enda bara svekkelsi." „Það var leitt – ég ætlaði að bjóða þér í veiði meðan þú værir fyrir norðan." Svo veiklundaður var ég að ég lét fallerast og fór með Stebba sem í raun græjaði allt fyrir mig. Og fékk maríulaxinn ógleymanlega. Man þetta enn í smáatriðum. Síðan hefur dellan bara versnað.Hvað var fyrsta veiðivatnið sem þú stundaðir? Þetta var í Djúpá sem rennur úr Ljósavatni í Skjálfandafljót. Á hvað veiddir þú og á hvað veiðir þú? Þetta var á maðk með floti og flottheitum. Man enn þegar flotið byrjaði að kippast undir yfirborðið. Titraði. Hvenær byrjaðir þú að veiða á flugu? Árið 1991. Reif út úr þeim fyrsta sem tók fluguna hjá mér af æsingi einum saman.Fyrsti flugufiskurinn? Það var árið 1992 – 4 pundari úr Formanni í Flóku. Green Highlander nr. 10.Lax, urriði, bleikja, sjóbirtingur? Allt kvikt en laxinn í efsta sæti.Eftirminnilegasti fiskurinn? Sá sem er á hverju sinni. Held skrá yfir alla fiska sem ég hef veitt og get ornað mér við minninguna af hverjum fiski við að skoða skrána.Straumvatn eða stöðuvötn? Stöðuvatnaveiði finnst mér letijobb.Uppáhalds áin/vatnið? Sú sem ég veiði í hverju sinni en.....Flóka, Flekka, Laxá í Leir., Rangárnar, Vatnsá, Skógá (heitin), Affallið.......Uppáhalds veiðistaðirnir. Af hverju? Erfitt. Allir sem gefa fisk. En Miðfellsfljótið í Laxá í Leir. telst ofarlega fyrir fjölbreytileika, fiskmergð og stöðug ný ævintýri. Undir rörinu í Flóku vegna margra „fyrstu sumarlaxa" og tilheyrandi skjálfta. Þá er Torfunesfoss í Flekku sígildur vegna margra fjölskylduveislna þar.Veiða/sleppa? Fyrst og fremst að fá töku....hitt skiptir minna máli.Uppáhalds flugurnar? Ég hef einfaldan smekk. Rauð Frances nr. 12 á gullkrók fer vel á stöng.Á hvað veiðir þú? Nota tvær Loop stangir – nr. 8 og nr. 9. önnur fyrir hitchið (flot allt) en hin með sökkdóti.Áttu þér fasta punkta í veiðinni? Byrja alltaf í kringum 26. júní í Flóku með nokkuð föstum hópi. Makar vorir hafa gert ítrekaðar tilraunir til að komast þar inn í afleysingar en við verjum þetta eina vígi karlmennskunnar. Þá er alltaf góður hópur saman á haustin í Laxá í Leir. Teljast allir núverandi, fyrrverandi eða verðandi Framsóknarmenn meðan þeir eru í veiðihúsi. Svo hefur verið að fæðast feðgahópur á síðustu árum. Synirnir báðir eru að koma til en eiga samt langt í land ennþá.Álit á þróun stangveiði á Íslandi; verð á veiðileyfum, menning á veiðistað (sögur)? Verðið er orðið „kriminelt". Þar er hins vegar bara við okkur vitleysingana sjálfa að ræða því alltaf erum við tilbúnir að láta undan fíkninni. Þetta heitir víst bara framboð og eftirspurn og við sköpum eftirspurnina. Ég fagna sérstaklega framtaki dugmikilla einstaklinga, s.s. þeirra feðga Einars Lúðvíkssonar og pabba hans Gissurarsonar, Árna Baldurs og Þrastar Elliða sem hafa sannarlega bætt inn í veiðiveröldina og þar með létt mikilli spennu af vaxandi fjölda veiðimanna. Við þurfum að vera stöðug á varðbergi og viðhalda þessari vinsælu iðju sem er eitt af sérkennum í menningu okkar.Eftir hverju ertu fyrst og fremst að sækjast þegar þú ferð að veiða? Útivera, tengslin við ána, spennan við tökuna og ekki síst jákvæður félagsskapur. Slaka hvergi jafn vel á. Himinn og jörð gætu farist meðan ég er í veiði án þess að ég yrði var við það.Einhverjar sérstakar hefðir sem þú hefur lært á þinni veiðiævi? Ég hef veitt í Flóku í yfir 20 ár og alltaf haft sama herbergi og sama rúm. Í gamla kofanum hafði ég alltaf neðri koju í fyrsta herbergi til vinstri. Einhverju sinni var stórfjölskyldan með og er enn talað um hvernig pabbi lét mömmu og litla barnið sofa á lélegri dýnu á gólfinu en hraut sjálfur í rúminu. Maður ögraði ekki veiðigyðjunni í þá dag en með aldrinum hefur hjátrúin minnkað. Þó kveð ég alltaf í veiði fyrir sjálfan mig „Ísland farsælda Frón" frá upphafi til enda með góðum árangri.Áttu þér fastan hóp veiðifélaga? Vorhópurinn í Flóku, Laxárhópurinn, fjölskylduferðin, feðgaferðin og svo er Óli vinur minn að koma á gamals aldri brjálaður inn í veiðina en Maggi, góður og yfirvegaður veiðifélagi að koma draga sig í hlé því miður. Lengst hef ég líklega veitt með Gesti Jónssyni og dr. Jóni Gunnari Ottóssyni. Sá síðarnefndi er allur að koma til eftir áratuga tilburði.Veiðisagan...? Erfitt að velja. Sá fyrsti? Sá stærsti? Þeir sem ég missti (man þá best)? Lengsta viðureign? Eða bara þegar við þrjú komum að veiði á sama fiski. Setti í ágætan fisk í Torfunesfossi í Flekki. Rimma mikil og skemmtileg. Hnútur á taumnum og hann sleit. Skömmu síðar setur Ingvar, sonur minn í fisk, réttir Evu, konu sinni, stöngina og segir henni að landa honum. Mikil barátta enda sprækur fiskur. Eftir nokkrar rokur og góðan æsing var fiskinum landað. Fluga Ingvars reyndist krækt í Red Frances frá mér! Því má segja að við höfum þrjú veitt þennan fisk. Stærsti fengur minn er þó líklega um 100 punda hrygna sem var ekki alveg nýgengin. Landaði henni, rotaði ekki né blóðgaði heldur tók hana heim til að hafa gagn og gaman af. Þetta var nefnilega hún Valgerður, kona mín. Hún stóð spennt fyrir aftan mig meðan ég var að þreyta fisk. Skyndilega stökk fiskurinn, flugan losnaði, spýttist að okkur og sat pikk föst í vörum Valgerðar sem var eins og pönkari á að horfa. Kostaði ferð í Búðardal til læknis og hlaut enginn varanlegan skaða af. Fyrstu viðbrögð mín voru reyndar þó að taka mynd af henni með fluguna. Með okkur voru tveir dýralæknar að veiðum. Þegar við komum til að leita hjálpar hjá læknunum svöruðu þeir báðir: skjóta hana. Ég valdi að fara til alvöru læknis með frú mína þó úr tökustuði úr ánni væri.
Stangveiði Mest lesið Vikuveiðin í Veiðivötnum 1.906 fiskar Veiði 22 útskrifaðir úr námi í veiðileiðsögn Veiði Haustfagnaður SVFR haldinn 19. október Veiði Sumarið gert upp í Víðidalsá Veiði 94 sm hængur úr Laxá í Kjós Veiði Norðurá að gefa fleiri tveggja ára laxa Veiði Mikil fjöldi erlendra gæsaveiðimanna Veiði 206 laxar á svæðum SVFR í Soginu Veiði 176 laxa holl í Haffjarðará Veiði Fyrstu laxarnir á land úr Mýrarkvísl Veiði