Sport

Skammvinnur fögnuður hjá móður Michael Phelps

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Michael, Debbie, Hilary og Whitney á góðri stundu í London.
Michael, Debbie, Hilary og Whitney á góðri stundu í London. Nordicphotos/getty
Debbie Phelps, móðir Michael Phelps sigursælasta Ólympíufara allra tíma, fagnaði ógurlega því sem hún taldi vera glæsilegan sigur sonar síns í 200 metra flugsundi á Ólympíuleikunum í gær. Phelps hafnaði hins vegar í öðru sæti.

Fátt benti til annars en að Phelps myndi landa gullverðlaunum í grein sem hann hafði ekki beðið lægri hlut í á stórmóti frá árinu 2001. Þegar 15 metrar lifðu af sundinu var forskotið gott en á ótrúlegan hátt tókst Suður-Afríkumanninum Chad le Clos að teygja sig í vegginn á undan Phelps.

Systur Phelps, sem fylgdust með gangi mála við hlið móður sinnar, áttuðu sig þó strax á því að Phelps hefði orðið annar í sundinu og létu móður sína vita. Eins og sannri móður sæmir jafnaði frú Phelps sig á atvikinu um leið og klappaði sundköppunum lof í lófa.



Viðbrögð Debbie má sjá hér.



Tengdar fréttir

Phelps með fleiri Ólympíuverðlaun en 148 lönd heimsins

Bandaríski sundmaðurinn Michael Phelps endurskrifaði Ólympíusöguna í gærkvöldi þegar hann vann sín 18. og 19. verðlaun á Ólympíuleikum. Phelps vann fyrst silfur í 200 metra flugsundi og svo gull í 4 x 200 metra skriðsundi. Hann er búin að vinna 15 gull, 2 silfur og 2 brons.

Phelps sá sigursælasti allra tíma á Ólympíuleikum

Bandaríkjamaðurinn Michael Phelps nældi í sín 19 verðlaun á Ólympíuleikum þegar hann og boðsundsveit Bandaríkjanna kom fyrst í mark í 4x200 metra skriðsundi karla. Fyrr í dag hlaut Phelps silfurverðlaun í 200 metra flugsundi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×