Hrafnhildur Lúthersdóttir, sundkona úr SH, var langt frá sínu besta í undanrásum í 200 metra bringusundi á Ólympíuleikunum í London. Hrafnhildur hefur verið að glíma við meiðsli og það hafði augljóslega áhrif á hana í sundinu í morgun.
Hrafnhildur varð þriðja sæti í sínum riðli en hún synti á 2:29,60 mínútum sem er meira en tveimur sekúndum lakara en Íslandsmet hennar frá því á Mare Nostrum í vor. Hrafnhildur synti þá á 2:27,11 mínútum.
Hrafnhildur byrjaði sundið vel og var í forystu fyrstu hundrað metranna en gaf mikið eftir á seinni hlutanum.
Hrafnhildur átti möguleika á undanúrslitunum ef hún hefði verið heil en hún varð sem dæmi að hætta við keppni í 100 metra bringusundi vegna meiðslanna.
