Lífið

Aftur í Eurovision 2014

Jógvan Hansen.
Jógvan Hansen.
Hreimur Örn keppti í Eurovision fyrir Íslands hönd árið 2011 þegar Vinir Sjonna fóru til Þýskalands með lagið Aftur heim, eða Coming Home. Auk þess hefur hann tekið þátt í undankeppninni hérna heima nokkrum sinnum. Færeyingurinn Jógvan Hansen er keppninni ekki ókunnur heldur og tók þátt í undankeppninni árin 2010 og 2011. Þeir hafa nú ákveðið að sameina krafta sína og hyggjast senda inn tvö lög fyrir keppnina 2014. "Við ákváðum að láta Svíþjóð eiga sig en ætlum upp í sumarbústað eftir áramót og leggja drög að tveimur lögum til að senda til keppni 2014. Við erum búnir að handsala þetta og allt saman. Það er samt nokkuð ljóst að við gerum ekki neitt án þess að hafa Vigni Snæ með okkur," segir Hreimur og hlær. "Eurovision er yndislegt fyrir íslenskt samfélag. Sama hvort þú elskar eða hatar keppnina gefur hún öllum tækifæri til að hittast í góðu partíi tvisvar sinnum á ári," bætir hann við.


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.