Límdu fyrir öryggismyndavélar Hilton hótels Nordica 12. júlí 2012 13:00 Falin vandræði? Óvíst er hvers vegna Tom Cruise lét líma yfir öryggismyndavélar Hilton hótelsins í Reykjavík, en ýmsar getgátur eru um málið. Tom Cruise lét líma fyrir öryggismyndavélar á Hilton hótel Nordica til að koma í veg fyrir að hjónabandsvandræði yrðu opinber. Blaðamaður götublaðs kom hingað til lands og fann myndavélarnar huldar. Öryggisverðir Tom Cruise komu límbandi fyrir á linsum öryggismyndavéla á Hilton hótel Nordica í Reykjavík á meðan stórstjarnan dvaldi hér á landi. Límt var fyrir öryggismyndavélar á gangi níundu hæðar hótelsins, þeirrar sömu og svítan sem Cruise gisti í er á. Þetta kemur fram á fréttavefnum Radar Online. Fullyrt er á vefnum að þetta hafi verið gert til að koma í veg fyrir að brestir í hjónabandi Tom Cruise og Katie Holmes myndu fréttast en hún dvaldi með leikaranum ásamt dóttur þeirra í nokkra daga í júní. Holmes sótti um skilnað skömmu eftir að hún yfirgaf landið. Blaðamaður götublaðsins National Enquirer kom til landsins á dögunum og var límbandið enn þá yfir öryggismyndavélunum á ganginum fyrir utan svítu Cruise. Heimildamaður blaðsins segir að Cruise hafi látið líma yfir myndavélarnar til að sporna við því að myndbandi af hjónunum þáverandi yrði lekið á netið, en blaðið hefur eftir vini að leikarinn hafi viljað koma í veg fyrir að það myndi fréttast að þau gistu ekki saman. „Hvorki Tom né Katie vildu sýna að þau ættu í vandræðum. Ef hún hefði beðið um annað herbergi hefði allt orðið vitlaust," sagði vinurinn í viðtali við götublaðið. „Þannig að enginn veit hvort þau gistu í sama rúmi síðustu nóttina sem hjón, eða hvort Tom svaf annars staðar í svítunni." atlifannar@frettabladid.is Lífið Mest lesið Segir að gengið hafi verið nærri hjónabandinu, gögnum stolið og allt túlkað á versta veg Lífið Frægar í fantaformi Lífið Lára og lyfjaprinsinn opinbera kynið Lífið Auður einhleypur og skýtur á yfirvöld vegna Yazans Tónlist „Mig langar að prófa nýja villtari hluti en konan ekki“ Lífið Draumaherbergi hjá fimmtugri og fabjúlöss Lífið Tilfinningar þvælast fyrir tiltektinni Lífið Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Lífið Kynbomba og reynsluboltar í Melodifestivalen Lífið Framandi en fljótlegir smáréttir um jólin Jól Fleiri fréttir „Mig langar að prófa nýja villtari hluti en konan ekki“ Draumaherbergi hjá fimmtugri og fabjúlöss Kynbomba og reynsluboltar í Melodifestivalen Söfnunarþáttur UNICEF í beinni útsendingu á þremur stöðvum í einu Segir að gengið hafi verið nærri hjónabandinu, gögnum stolið og allt túlkað á versta veg Lyftu barninu upp eins og hann væri Simbi Lára og lyfjaprinsinn opinbera kynið Tilfinningar þvælast fyrir tiltektinni Frægar í fantaformi Ofurpar úr tennisheiminum á Íslandi Gervigreindin stýrði ferðinni Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Gervigreindin heillar Ólaf Ragnar upp úr skónum Reykti pabba sinn Er ESB og Sameinuðu þjóðunum stjórnað af valdaklíku? Dóttir Anítu og Hafþórs komin í heiminn Sér lífið í nýju ljósi eftir móðurmissinn Ragga Sveins snýr aftur til Íslands Má gæi úr Húsasmiðjunni vera á listanum þínum? Tara Sif og Elfar selja íbúðina Innlit í nýuppgerða íbúð Kára Sverris Stjörnulífið: Sjóðheitar stjörnur í fimbulkulda Ísak og Karítas orðin foreldrar eftir bráðakeisara Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Khalid kemur út úr skápnum Sjá meira
Tom Cruise lét líma fyrir öryggismyndavélar á Hilton hótel Nordica til að koma í veg fyrir að hjónabandsvandræði yrðu opinber. Blaðamaður götublaðs kom hingað til lands og fann myndavélarnar huldar. Öryggisverðir Tom Cruise komu límbandi fyrir á linsum öryggismyndavéla á Hilton hótel Nordica í Reykjavík á meðan stórstjarnan dvaldi hér á landi. Límt var fyrir öryggismyndavélar á gangi níundu hæðar hótelsins, þeirrar sömu og svítan sem Cruise gisti í er á. Þetta kemur fram á fréttavefnum Radar Online. Fullyrt er á vefnum að þetta hafi verið gert til að koma í veg fyrir að brestir í hjónabandi Tom Cruise og Katie Holmes myndu fréttast en hún dvaldi með leikaranum ásamt dóttur þeirra í nokkra daga í júní. Holmes sótti um skilnað skömmu eftir að hún yfirgaf landið. Blaðamaður götublaðsins National Enquirer kom til landsins á dögunum og var límbandið enn þá yfir öryggismyndavélunum á ganginum fyrir utan svítu Cruise. Heimildamaður blaðsins segir að Cruise hafi látið líma yfir myndavélarnar til að sporna við því að myndbandi af hjónunum þáverandi yrði lekið á netið, en blaðið hefur eftir vini að leikarinn hafi viljað koma í veg fyrir að það myndi fréttast að þau gistu ekki saman. „Hvorki Tom né Katie vildu sýna að þau ættu í vandræðum. Ef hún hefði beðið um annað herbergi hefði allt orðið vitlaust," sagði vinurinn í viðtali við götublaðið. „Þannig að enginn veit hvort þau gistu í sama rúmi síðustu nóttina sem hjón, eða hvort Tom svaf annars staðar í svítunni." atlifannar@frettabladid.is
Lífið Mest lesið Segir að gengið hafi verið nærri hjónabandinu, gögnum stolið og allt túlkað á versta veg Lífið Frægar í fantaformi Lífið Lára og lyfjaprinsinn opinbera kynið Lífið Auður einhleypur og skýtur á yfirvöld vegna Yazans Tónlist „Mig langar að prófa nýja villtari hluti en konan ekki“ Lífið Draumaherbergi hjá fimmtugri og fabjúlöss Lífið Tilfinningar þvælast fyrir tiltektinni Lífið Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Lífið Kynbomba og reynsluboltar í Melodifestivalen Lífið Framandi en fljótlegir smáréttir um jólin Jól Fleiri fréttir „Mig langar að prófa nýja villtari hluti en konan ekki“ Draumaherbergi hjá fimmtugri og fabjúlöss Kynbomba og reynsluboltar í Melodifestivalen Söfnunarþáttur UNICEF í beinni útsendingu á þremur stöðvum í einu Segir að gengið hafi verið nærri hjónabandinu, gögnum stolið og allt túlkað á versta veg Lyftu barninu upp eins og hann væri Simbi Lára og lyfjaprinsinn opinbera kynið Tilfinningar þvælast fyrir tiltektinni Frægar í fantaformi Ofurpar úr tennisheiminum á Íslandi Gervigreindin stýrði ferðinni Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Gervigreindin heillar Ólaf Ragnar upp úr skónum Reykti pabba sinn Er ESB og Sameinuðu þjóðunum stjórnað af valdaklíku? Dóttir Anítu og Hafþórs komin í heiminn Sér lífið í nýju ljósi eftir móðurmissinn Ragga Sveins snýr aftur til Íslands Má gæi úr Húsasmiðjunni vera á listanum þínum? Tara Sif og Elfar selja íbúðina Innlit í nýuppgerða íbúð Kára Sverris Stjörnulífið: Sjóðheitar stjörnur í fimbulkulda Ísak og Karítas orðin foreldrar eftir bráðakeisara Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Khalid kemur út úr skápnum Sjá meira