Límdu fyrir öryggismyndavélar Hilton hótels Nordica 12. júlí 2012 13:00 Falin vandræði? Óvíst er hvers vegna Tom Cruise lét líma yfir öryggismyndavélar Hilton hótelsins í Reykjavík, en ýmsar getgátur eru um málið. Tom Cruise lét líma fyrir öryggismyndavélar á Hilton hótel Nordica til að koma í veg fyrir að hjónabandsvandræði yrðu opinber. Blaðamaður götublaðs kom hingað til lands og fann myndavélarnar huldar. Öryggisverðir Tom Cruise komu límbandi fyrir á linsum öryggismyndavéla á Hilton hótel Nordica í Reykjavík á meðan stórstjarnan dvaldi hér á landi. Límt var fyrir öryggismyndavélar á gangi níundu hæðar hótelsins, þeirrar sömu og svítan sem Cruise gisti í er á. Þetta kemur fram á fréttavefnum Radar Online. Fullyrt er á vefnum að þetta hafi verið gert til að koma í veg fyrir að brestir í hjónabandi Tom Cruise og Katie Holmes myndu fréttast en hún dvaldi með leikaranum ásamt dóttur þeirra í nokkra daga í júní. Holmes sótti um skilnað skömmu eftir að hún yfirgaf landið. Blaðamaður götublaðsins National Enquirer kom til landsins á dögunum og var límbandið enn þá yfir öryggismyndavélunum á ganginum fyrir utan svítu Cruise. Heimildamaður blaðsins segir að Cruise hafi látið líma yfir myndavélarnar til að sporna við því að myndbandi af hjónunum þáverandi yrði lekið á netið, en blaðið hefur eftir vini að leikarinn hafi viljað koma í veg fyrir að það myndi fréttast að þau gistu ekki saman. „Hvorki Tom né Katie vildu sýna að þau ættu í vandræðum. Ef hún hefði beðið um annað herbergi hefði allt orðið vitlaust," sagði vinurinn í viðtali við götublaðið. „Þannig að enginn veit hvort þau gistu í sama rúmi síðustu nóttina sem hjón, eða hvort Tom svaf annars staðar í svítunni." atlifannar@frettabladid.is Lífið Mest lesið Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Lífið Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Menning Breytt útlit Daða Freys vekur athygli Lífið Kærastan vill bara stunda kynlíf í bol Lífið Horfði á vin sinn fara í snjóflóði Lífið Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Lífið Falleg sérhæð í Hlíðunum Lífið Uppfyllti hinstu ósk ömmu sinnar Lífið Páskaleg og fersk marengsbomba Lífið Matargleði Evu: Dýrindis páskalamb Matur Fleiri fréttir Breytt útlit Daða Freys vekur athygli Horfði á vin sinn fara í snjóflóði Falleg sérhæð í Hlíðunum Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Kærastan vill bara stunda kynlíf í bol Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Unnur Eggerts afhjúpar nafn dótturinnar Skuggavaldið: Dýrð og dauði dansa saman í blóði og bjarma Sexfaldur Íslandsmeistari fékk ráð frá rándýru teymi og fór heim með eina milljón Geimferðin gagnrýnd: „Mér býður við þessu“ Kastaði Pétri og Sveppa fram og til baka í indverskri glímu Páskaleg og fersk marengsbomba Alls ekki öll von úti fyrir Væb-bræður Uppfyllti hinstu ósk ömmu sinnar „Afhverju myndi maður ekki vilja fara alla leið?“ Tilkynna leikara fyrir nýja Harry Potter þáttaröð Logi Þorvalds, Timothée Chalamet og Kylie í stuði á Coachella Bein útsending: Katy Perry fer út í geim Skandall sigraði í Söngkeppni framhaldsskólanna Blómin í veisluskreytingunni fara svo út í garð og blómstra áfram Stóra stundin runnin upp hjá Sigrúnu Ósk Stjörnulífið: Skvísurnar stálu senunni Sendi syninum stöðugt óbein skilaboð um að hann elskaði hann ekki Fékk afsökunarbeiðni frá SNL eftir „illkvittinn og ófyndinn“ skets Ítalskur heilafúi dreifir sér um heimsbyggðina Laufey tróð upp á Coachella Sjóðheit stemning og fróunarklefinn frumsýndur Bein útsending: Páskabingó Blökastsins Greiddi niður 16 milljón króna skuldir á tæpu ári Krakkatían: Gaulverjabær, páskaegg og hljóðfæri Sjá meira
Tom Cruise lét líma fyrir öryggismyndavélar á Hilton hótel Nordica til að koma í veg fyrir að hjónabandsvandræði yrðu opinber. Blaðamaður götublaðs kom hingað til lands og fann myndavélarnar huldar. Öryggisverðir Tom Cruise komu límbandi fyrir á linsum öryggismyndavéla á Hilton hótel Nordica í Reykjavík á meðan stórstjarnan dvaldi hér á landi. Límt var fyrir öryggismyndavélar á gangi níundu hæðar hótelsins, þeirrar sömu og svítan sem Cruise gisti í er á. Þetta kemur fram á fréttavefnum Radar Online. Fullyrt er á vefnum að þetta hafi verið gert til að koma í veg fyrir að brestir í hjónabandi Tom Cruise og Katie Holmes myndu fréttast en hún dvaldi með leikaranum ásamt dóttur þeirra í nokkra daga í júní. Holmes sótti um skilnað skömmu eftir að hún yfirgaf landið. Blaðamaður götublaðsins National Enquirer kom til landsins á dögunum og var límbandið enn þá yfir öryggismyndavélunum á ganginum fyrir utan svítu Cruise. Heimildamaður blaðsins segir að Cruise hafi látið líma yfir myndavélarnar til að sporna við því að myndbandi af hjónunum þáverandi yrði lekið á netið, en blaðið hefur eftir vini að leikarinn hafi viljað koma í veg fyrir að það myndi fréttast að þau gistu ekki saman. „Hvorki Tom né Katie vildu sýna að þau ættu í vandræðum. Ef hún hefði beðið um annað herbergi hefði allt orðið vitlaust," sagði vinurinn í viðtali við götublaðið. „Þannig að enginn veit hvort þau gistu í sama rúmi síðustu nóttina sem hjón, eða hvort Tom svaf annars staðar í svítunni." atlifannar@frettabladid.is
Lífið Mest lesið Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Lífið Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Menning Breytt útlit Daða Freys vekur athygli Lífið Kærastan vill bara stunda kynlíf í bol Lífið Horfði á vin sinn fara í snjóflóði Lífið Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Lífið Falleg sérhæð í Hlíðunum Lífið Uppfyllti hinstu ósk ömmu sinnar Lífið Páskaleg og fersk marengsbomba Lífið Matargleði Evu: Dýrindis páskalamb Matur Fleiri fréttir Breytt útlit Daða Freys vekur athygli Horfði á vin sinn fara í snjóflóði Falleg sérhæð í Hlíðunum Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Kærastan vill bara stunda kynlíf í bol Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Unnur Eggerts afhjúpar nafn dótturinnar Skuggavaldið: Dýrð og dauði dansa saman í blóði og bjarma Sexfaldur Íslandsmeistari fékk ráð frá rándýru teymi og fór heim með eina milljón Geimferðin gagnrýnd: „Mér býður við þessu“ Kastaði Pétri og Sveppa fram og til baka í indverskri glímu Páskaleg og fersk marengsbomba Alls ekki öll von úti fyrir Væb-bræður Uppfyllti hinstu ósk ömmu sinnar „Afhverju myndi maður ekki vilja fara alla leið?“ Tilkynna leikara fyrir nýja Harry Potter þáttaröð Logi Þorvalds, Timothée Chalamet og Kylie í stuði á Coachella Bein útsending: Katy Perry fer út í geim Skandall sigraði í Söngkeppni framhaldsskólanna Blómin í veisluskreytingunni fara svo út í garð og blómstra áfram Stóra stundin runnin upp hjá Sigrúnu Ósk Stjörnulífið: Skvísurnar stálu senunni Sendi syninum stöðugt óbein skilaboð um að hann elskaði hann ekki Fékk afsökunarbeiðni frá SNL eftir „illkvittinn og ófyndinn“ skets Ítalskur heilafúi dreifir sér um heimsbyggðina Laufey tróð upp á Coachella Sjóðheit stemning og fróunarklefinn frumsýndur Bein útsending: Páskabingó Blökastsins Greiddi niður 16 milljón króna skuldir á tæpu ári Krakkatían: Gaulverjabær, páskaegg og hljóðfæri Sjá meira