Atli Hilmarsson sleit tvisvar hásin á ferlinum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 19. nóvember 2012 12:30 Atli Hilmarsson Mynd/Anton Atli Hilmarsson, faðir landsliðsmannsins Arnórs Atlasonar, veit vel hvað sonur hans er að ganga í gegnum um en Arnór sleit hásin í Meistaradeildarleik Flensburg og HSV Hamburg í gær. Atli Hilmarsson var í viðtali hjá Hirti Hjartarsyni í Boltanum á X-inu í dag þar sem Atli ræddi meðal annars um sín kynni af því að slíta hásin sem gerðist tvisvar sinnum á hans ferli. „Þetta var frekar ömurlegt að horfa á en sem betur fer voru ekki margar endursýningar. Það kom fljótlega í ljós hvað þetta var og við vitum því hvað tekur við," sagði Atli Hilmarsson. „Það var ágætt að fá að vita hvað þetta var strax því það gat verið margt sem var að. Það var líka gott að geta heyrt í honum sem fyrst og fá að vita hvað þetta var," sagði Atli sem sleit sjálfur hásin tvisvar sinnum ferlinum. „Í öðru hásinarslitinu hjá mér þá gerði þetta boð á undan sér vikuna á undan en í hinni gerðist ekki neitt. Ég var þá búin að vera að spila á HM í Sviss 1986 og kom beint í leik eftir það. Sennilega hefur það verið álag," sagði Atli. „Þetta er voðalega skrítið og það er eins og einhver sparki aftan í kálfann á manni svo snýr maður sér við og þá er þar enginn. Það var nákvæmlega sama upplifun og Arnór sagði mér frá í gær. Hann hoppar bara upp og misstígur sig ekki neitt. Þetta var uppstökk eins og hann gerir þúsund sinnum á viku. Hann snéri sér við og það var enginn þannig að hann vissi hvað var að gerast," sagði Atli sem ræddi við Arnór fljótlega eftir leikinn í gær. „Hann kvartaði yfir því að ég skyldi hafa gefið honum þessi gen. Hann er með brjósklos í baki eins og ég var með og nú er önnur hásinin farin. Ég hefði nú viljað gefa honum eitthvað annað en þetta," sagði Atli í léttum tón en það fer þó ekkert á milli mála að Arnór fékk líka handboltagenin frá pabba sínum. „Hann var farinn að grínast með þetta í gær. Hann fór með liðinu í rútunni heim frá Hamburg í gær og var bara kominn með einhverja þrýstiumbúðir. Þeir sáu þetta strax í sónar í klefanum því þeir voru með tæki með sér. Hann svaf heima hjá sér í nótt og svo fór hann til læknis í morgun. Ég hef ekkert heyrt í honum en sennilega verður hann bara skorinn strax," sagði Atli. „Það er spurning hvað þarf að sauma mikið og hvað þarf að gera. Ég held samt með þessi meiðsli og þegar er búið að gera við þau þá eru þau bara góð og maður getur bara byrjað aftur. Þetta er ekki eins og með hnémeiðsli þar sem er tæpt að menn komist aftur á lappir. Þetta tekur rosalegan tíma og þú þarf að vera lengi í gipsi. Endurhæfingin er mjög erfið en það má reikna með einhverjum sex mánuðum. Ég tala bara eins og læknir en ég hef ekkert fyrir mér í þessum nema bara mína reynslu," sagði Atli. Íslenski handboltinn Handbolti Mest lesið Hópurinn gegn Grikkjum: Nítján ára nýliði í markinu Handbolti Ung skíðaskotfimikona lömuð eftir slys á æfingu Sport Svona var blaðamannafundur Snorra Handbolti Jón Otti körfuboltadómari fallinn frá Körfubolti Dóttirin líkamssmánuð: „Þetta eru meiri trúðarnir“ Sport Draumaprinsinn Benoný: „Kannski sá besti hérna í að klára færin“ Enski boltinn Littler var reiður: „Tap Man. Utd kveikti á mér“ Sport Bjóða skaðabætur vegna þess að hitt liðið var án Messi Fótbolti Einn sá allra besti á Íslandi samdi við sænsku meistarana Handbolti Man. United má ekki nota unga framherjann sinn í Evrópudeildinni Enski boltinn Fleiri fréttir Erlingur tekur aftur við Eyjaliðinu Hópurinn gegn Grikkjum: Nítján ára nýliði í markinu Svona var blaðamannafundur Snorra Einn sá allra besti á Íslandi samdi við sænsku meistarana Frábær leikur Andra dugði ekki til Myndasyrpa frá fögnuði Fram Tilkynnti að hún væri hætt í hjartnæmu viðtali Myndasyrpa frá fögnuðu Hauka „Hvort við segjum núna titilinn eða tittlinginn, ég veit það ekki“ „Við vorum ógeðslega flottir í þessum tveimur leikjum“ „Þegar menn uppskera er það stórkostlegt“ „Ég er bara klökkur“ „Grimmd og gleði“ skilaði sannfærandi sigri Uppgjörið: Stjarnan - Fram 25-31 | Fram bikarmeistari Uppgjörið: Fram - Haukar 20-25 | Haukar bikarmeistarar í fyrsta sinn í átján ár Hafa tapað ellefu af tólf úrslitaleikjum en eini sigurinn kom gegn Stjörnunni „Fór að hugsa hvað ég væri eiginlega að gera“ „Settum í sjötta gír í seinni hálfleik“ „Getum gengið stoltar frá borði“ Uppgjörið: Grótta - Haukar 21-31 | Haukar munu etja keppi við Fram í úrslitum Aron og Bjarki Már gerðu sitt í París Magnaður Sigvaldi sökkti Magdeburg „Viðurkenni að maður fékk fiðring í magann” Elliði Snær og Andri Már í sigurliðum Uppgjörið: Fram - Valur 22-20 | Fram í bikarúrslit Fyrrverandi þingmaður tekur við formennsku hjá FH Hetja heimsmeistaranna handleggsbrotnaði „Litla höggið í sjálfstraustið“ Hægt að hlusta frítt á Þóri Hergeirs segja frá leyndarmálunum Lyftu bikarnum fyrir framan þær en hafa síðan ekki unnið Val í þúsund daga Sjá meira
Atli Hilmarsson, faðir landsliðsmannsins Arnórs Atlasonar, veit vel hvað sonur hans er að ganga í gegnum um en Arnór sleit hásin í Meistaradeildarleik Flensburg og HSV Hamburg í gær. Atli Hilmarsson var í viðtali hjá Hirti Hjartarsyni í Boltanum á X-inu í dag þar sem Atli ræddi meðal annars um sín kynni af því að slíta hásin sem gerðist tvisvar sinnum á hans ferli. „Þetta var frekar ömurlegt að horfa á en sem betur fer voru ekki margar endursýningar. Það kom fljótlega í ljós hvað þetta var og við vitum því hvað tekur við," sagði Atli Hilmarsson. „Það var ágætt að fá að vita hvað þetta var strax því það gat verið margt sem var að. Það var líka gott að geta heyrt í honum sem fyrst og fá að vita hvað þetta var," sagði Atli sem sleit sjálfur hásin tvisvar sinnum ferlinum. „Í öðru hásinarslitinu hjá mér þá gerði þetta boð á undan sér vikuna á undan en í hinni gerðist ekki neitt. Ég var þá búin að vera að spila á HM í Sviss 1986 og kom beint í leik eftir það. Sennilega hefur það verið álag," sagði Atli. „Þetta er voðalega skrítið og það er eins og einhver sparki aftan í kálfann á manni svo snýr maður sér við og þá er þar enginn. Það var nákvæmlega sama upplifun og Arnór sagði mér frá í gær. Hann hoppar bara upp og misstígur sig ekki neitt. Þetta var uppstökk eins og hann gerir þúsund sinnum á viku. Hann snéri sér við og það var enginn þannig að hann vissi hvað var að gerast," sagði Atli sem ræddi við Arnór fljótlega eftir leikinn í gær. „Hann kvartaði yfir því að ég skyldi hafa gefið honum þessi gen. Hann er með brjósklos í baki eins og ég var með og nú er önnur hásinin farin. Ég hefði nú viljað gefa honum eitthvað annað en þetta," sagði Atli í léttum tón en það fer þó ekkert á milli mála að Arnór fékk líka handboltagenin frá pabba sínum. „Hann var farinn að grínast með þetta í gær. Hann fór með liðinu í rútunni heim frá Hamburg í gær og var bara kominn með einhverja þrýstiumbúðir. Þeir sáu þetta strax í sónar í klefanum því þeir voru með tæki með sér. Hann svaf heima hjá sér í nótt og svo fór hann til læknis í morgun. Ég hef ekkert heyrt í honum en sennilega verður hann bara skorinn strax," sagði Atli. „Það er spurning hvað þarf að sauma mikið og hvað þarf að gera. Ég held samt með þessi meiðsli og þegar er búið að gera við þau þá eru þau bara góð og maður getur bara byrjað aftur. Þetta er ekki eins og með hnémeiðsli þar sem er tæpt að menn komist aftur á lappir. Þetta tekur rosalegan tíma og þú þarf að vera lengi í gipsi. Endurhæfingin er mjög erfið en það má reikna með einhverjum sex mánuðum. Ég tala bara eins og læknir en ég hef ekkert fyrir mér í þessum nema bara mína reynslu," sagði Atli.
Íslenski handboltinn Handbolti Mest lesið Hópurinn gegn Grikkjum: Nítján ára nýliði í markinu Handbolti Ung skíðaskotfimikona lömuð eftir slys á æfingu Sport Svona var blaðamannafundur Snorra Handbolti Jón Otti körfuboltadómari fallinn frá Körfubolti Dóttirin líkamssmánuð: „Þetta eru meiri trúðarnir“ Sport Draumaprinsinn Benoný: „Kannski sá besti hérna í að klára færin“ Enski boltinn Littler var reiður: „Tap Man. Utd kveikti á mér“ Sport Bjóða skaðabætur vegna þess að hitt liðið var án Messi Fótbolti Einn sá allra besti á Íslandi samdi við sænsku meistarana Handbolti Man. United má ekki nota unga framherjann sinn í Evrópudeildinni Enski boltinn Fleiri fréttir Erlingur tekur aftur við Eyjaliðinu Hópurinn gegn Grikkjum: Nítján ára nýliði í markinu Svona var blaðamannafundur Snorra Einn sá allra besti á Íslandi samdi við sænsku meistarana Frábær leikur Andra dugði ekki til Myndasyrpa frá fögnuði Fram Tilkynnti að hún væri hætt í hjartnæmu viðtali Myndasyrpa frá fögnuðu Hauka „Hvort við segjum núna titilinn eða tittlinginn, ég veit það ekki“ „Við vorum ógeðslega flottir í þessum tveimur leikjum“ „Þegar menn uppskera er það stórkostlegt“ „Ég er bara klökkur“ „Grimmd og gleði“ skilaði sannfærandi sigri Uppgjörið: Stjarnan - Fram 25-31 | Fram bikarmeistari Uppgjörið: Fram - Haukar 20-25 | Haukar bikarmeistarar í fyrsta sinn í átján ár Hafa tapað ellefu af tólf úrslitaleikjum en eini sigurinn kom gegn Stjörnunni „Fór að hugsa hvað ég væri eiginlega að gera“ „Settum í sjötta gír í seinni hálfleik“ „Getum gengið stoltar frá borði“ Uppgjörið: Grótta - Haukar 21-31 | Haukar munu etja keppi við Fram í úrslitum Aron og Bjarki Már gerðu sitt í París Magnaður Sigvaldi sökkti Magdeburg „Viðurkenni að maður fékk fiðring í magann” Elliði Snær og Andri Már í sigurliðum Uppgjörið: Fram - Valur 22-20 | Fram í bikarúrslit Fyrrverandi þingmaður tekur við formennsku hjá FH Hetja heimsmeistaranna handleggsbrotnaði „Litla höggið í sjálfstraustið“ Hægt að hlusta frítt á Þóri Hergeirs segja frá leyndarmálunum Lyftu bikarnum fyrir framan þær en hafa síðan ekki unnið Val í þúsund daga Sjá meira