Björk Guðmundsdóttir hefur beðist afsökunar á því að hafa þurft af aflýsa tónleikum sínum á fjórum tónlistarhátíðum á Spáni, í Portúgal, Ungverjalandi og Rússlandi. Hún segir að læknir hennar hafi fyrirskipað sex vikna hvíld til viðbótar vegna hnúðs sem hún er með á raddböndunum.
„Góðu fréttirnar eru þær að við erum bjartsýn á að ég geti byrjað að syngja á fullu um miðjan júní,“ sagði hún. „Mér þykir það mjög leitt að hafa þurft að aflýsa tónleikunum og að geta ekki staðið við loforð mín.“ Hún hefur áður aflýst nokkrum tónleikum sem hún ætlaði að halda í Suður-Ameríku.
Þór Þorl.
Valur