Gjaldeyrishöftin eru skjól Magnús Halldórsson skrifar 10. júní 2012 20:41 Ísland er að mörgu leyti í vari innan gjaldeyrishafta, segir Sigríður Benediktsdóttir, nýr framkvæmdastjóri fjármálastöðugleika hjá Seðlabanka Íslands. Höftin séu lán í óláni í þeim alþjóðlegu erfiðleikum sem nú einkenni alþjóðamarkaði. Fjármálastöðugleiki hefur styrkst nokkuð frá því síðasta skýrsla bankans kom út í desember sl., en þar vegur ekki síst þungt að bankakerfið hefur styrkst, m.a vegna lægri skulda heimila og fyrirtækja og minni vanskila. Sigríður segir að fjárhagsleg staða heimila hafi batnað nokkuð hratt, en eins og sést á myndinni í meðfylgjandi myndbandi hafa skuldir sem hlutfall af landsframleiðslunni lækkað stöðugt að undanförnu. „Í aðdraganda hrunsins og svona fyrstu tvö árin eftir það þegar gengið féll voru skuldir íslenskra heimila á Íslandi mjög háar. Það var meira að segja þannig að árið 2010 voru Íslendingar með hæstu skuldir heimila í Evrópu miðað við ráðstöfunartekjur. Miðað við tölur 2011 og spá fyrir árið 2012 frá Seðlabankanum sjáum við fram á að skuldir heimila eru að verða meira viðráðanlegar," segir Sigríður. Ein helsta áhættan sem snýr að íslenska hagkerfinu eru gjaldeyrishöftin, en uppsafnaður aflandskrónuvandi, þ.e. fjármagn sem líklegt er til þess að fara úr hagkerfinu við afnám hafta, er nú yfir 400 milljarðar króna hið minnsta, auk þess sem íslenskir lífeyris- og verðbréfasjóðir eiga um 200 milljarða á bankareikningum sem gætu viljað út. Sigríður segir þó að höftin séu um margt skjól nú, sökum erfiðrar stöðu erlendis. „Það er líka alveg augljós áhætta núna erlendis á evrusvæðinu. Grikkland, Spánn og Kýpur er að koma inn núna þó það sé lítið. Það getur haft einhver áhrif á okkur. En við erum náttúrlega í vari í höftum," segir Sigríður. Mest lesið Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Viðskipti innlent Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Viðskipti innlent Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Viðskipti innlent Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Viðskipti innlent Að tilkynna vinnufélaga til lögreglu Atvinnulíf Danskir seðlar teknir úr umferð og verða ógildir Neytendur Andstæðingar Carbfix í Hafnarfirði reyna að hafa áhrif á Húsvíkinga Viðskipti innlent Gervigreindin: Reksturinn á svaka flugi og fjörið þó rétt að byrja Atvinnulíf Reiknivél sem sýnir áhrif breytingar á samsköttun Neytendur Börn fá gefins Barnabónus með helstu nauðsynjun Viðskipti innlent Fleiri fréttir Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Kauphöllin réttir við sér Spá aukinni verðbólgu Andstæðingar Carbfix í Hafnarfirði reyna að hafa áhrif á Húsvíkinga Tollahækkanirnar geti þjappað Evrópu og Kína betur saman Börn fá gefins Barnabónus með helstu nauðsynjun Árni Oddur tekur við formennsku Starfsmenn ríkisins þiggja boð ríkisins Bein útsending: SFF dagurinn - Breyttur heimur ÍL-sjóður: LV gengur að tilboði ríkisins Ísland brotlegt í pitsaostamálinu Hitastigið í hagkerfinu hærra en áður var talið Enn ein eldrauð opnun Fjögur ráðin í nýtt gagna- og gervigreindarteymi Varist Sjá meira
Ísland er að mörgu leyti í vari innan gjaldeyrishafta, segir Sigríður Benediktsdóttir, nýr framkvæmdastjóri fjármálastöðugleika hjá Seðlabanka Íslands. Höftin séu lán í óláni í þeim alþjóðlegu erfiðleikum sem nú einkenni alþjóðamarkaði. Fjármálastöðugleiki hefur styrkst nokkuð frá því síðasta skýrsla bankans kom út í desember sl., en þar vegur ekki síst þungt að bankakerfið hefur styrkst, m.a vegna lægri skulda heimila og fyrirtækja og minni vanskila. Sigríður segir að fjárhagsleg staða heimila hafi batnað nokkuð hratt, en eins og sést á myndinni í meðfylgjandi myndbandi hafa skuldir sem hlutfall af landsframleiðslunni lækkað stöðugt að undanförnu. „Í aðdraganda hrunsins og svona fyrstu tvö árin eftir það þegar gengið féll voru skuldir íslenskra heimila á Íslandi mjög háar. Það var meira að segja þannig að árið 2010 voru Íslendingar með hæstu skuldir heimila í Evrópu miðað við ráðstöfunartekjur. Miðað við tölur 2011 og spá fyrir árið 2012 frá Seðlabankanum sjáum við fram á að skuldir heimila eru að verða meira viðráðanlegar," segir Sigríður. Ein helsta áhættan sem snýr að íslenska hagkerfinu eru gjaldeyrishöftin, en uppsafnaður aflandskrónuvandi, þ.e. fjármagn sem líklegt er til þess að fara úr hagkerfinu við afnám hafta, er nú yfir 400 milljarðar króna hið minnsta, auk þess sem íslenskir lífeyris- og verðbréfasjóðir eiga um 200 milljarða á bankareikningum sem gætu viljað út. Sigríður segir þó að höftin séu um margt skjól nú, sökum erfiðrar stöðu erlendis. „Það er líka alveg augljós áhætta núna erlendis á evrusvæðinu. Grikkland, Spánn og Kýpur er að koma inn núna þó það sé lítið. Það getur haft einhver áhrif á okkur. En við erum náttúrlega í vari í höftum," segir Sigríður.
Mest lesið Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Viðskipti innlent Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Viðskipti innlent Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Viðskipti innlent Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Viðskipti innlent Að tilkynna vinnufélaga til lögreglu Atvinnulíf Danskir seðlar teknir úr umferð og verða ógildir Neytendur Andstæðingar Carbfix í Hafnarfirði reyna að hafa áhrif á Húsvíkinga Viðskipti innlent Gervigreindin: Reksturinn á svaka flugi og fjörið þó rétt að byrja Atvinnulíf Reiknivél sem sýnir áhrif breytingar á samsköttun Neytendur Börn fá gefins Barnabónus með helstu nauðsynjun Viðskipti innlent Fleiri fréttir Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Kauphöllin réttir við sér Spá aukinni verðbólgu Andstæðingar Carbfix í Hafnarfirði reyna að hafa áhrif á Húsvíkinga Tollahækkanirnar geti þjappað Evrópu og Kína betur saman Börn fá gefins Barnabónus með helstu nauðsynjun Árni Oddur tekur við formennsku Starfsmenn ríkisins þiggja boð ríkisins Bein útsending: SFF dagurinn - Breyttur heimur ÍL-sjóður: LV gengur að tilboði ríkisins Ísland brotlegt í pitsaostamálinu Hitastigið í hagkerfinu hærra en áður var talið Enn ein eldrauð opnun Fjögur ráðin í nýtt gagna- og gervigreindarteymi Varist Sjá meira