Risaurriði veiddist í Varmá 10. júní 2012 18:41 Við Varmá. Risaurriði veiddist í Varmá í Hveragerði nýlega. Á vef Stangaveiðifélags Reykjavíkur (SVFR) er sagt frá því að fiskurinn hafi keyrt silungavigt, sem bar 6,5 kíló, í botn. "Það voru erlendi veiðimenn sem veiddu fiskinn stóra í Varmánni," segir á vef SVFR. "Fengu þeir á annan tug urriða og sjóbirtinga á einum degi, en um var að ræða nokkuð vana menn sem voru hér á vegum veiðibúða þar fyrir viku síðan. Líkt og áður segir náðist einn staðbundinn urriði sem vóg að minnsta kosti þrettán pund. Eitthvað var af geldsjóbirtingi í aflanum." Fín veiði í Laxárdalnum Á vef SVFR er ennfremur sag frá góðri veiði í Laxá í Laxárdal. "Norður í Laxárdal er meðalþyngd urriða ansi góð um þessar mundir," segir á vef SVFR. "Í gærkveldi komu sex urriðar á land, sá minnsti var 40 cm, sá næst minnsti var 58 cm og hinir 60,62,63,65 cm - en það er um sjö punda urriði." "Neðar í Laxá, á svæðunum kenndum Múlatorfu, Staðartorfu og Presthvamm hafa verið góð skot það sem af er sumri. Sem dæmi var þar við veiðar Gústaf Gústafsson í fyrradag og náði hann 25 urriðum á morgunvaktinni á Múlatorfu." Hægt er að sjá myndband frá Gústaf hér. Þá má geta þess að Veiðivísir birti fyrir nokkrum dögum ítarlegt viðtal við Gústaf sem má lesa hér. Stangveiði Mest lesið 100% meiri laxveiði en í fyrra Veiði SVFR: Vefsalan hafin Veiði Góð rjúpnaveiði um allt land í gær Veiði Sjóbirtingurinn er mættur í Varmá Veiði Blanda komin í 3561 lax Veiði Vatnsleysi gerir laxveiðina erfiða Veiði RISE fluguveiði- hátíðin fer fram 14. apríl Veiði Dræmt á efstu svæðum Blöndu Veiði Vegaskytterí stundað þrátt fyrir augljós lögbrot Veiði Breiðdalsá með augum Nils Jörgensen Veiði
Risaurriði veiddist í Varmá í Hveragerði nýlega. Á vef Stangaveiðifélags Reykjavíkur (SVFR) er sagt frá því að fiskurinn hafi keyrt silungavigt, sem bar 6,5 kíló, í botn. "Það voru erlendi veiðimenn sem veiddu fiskinn stóra í Varmánni," segir á vef SVFR. "Fengu þeir á annan tug urriða og sjóbirtinga á einum degi, en um var að ræða nokkuð vana menn sem voru hér á vegum veiðibúða þar fyrir viku síðan. Líkt og áður segir náðist einn staðbundinn urriði sem vóg að minnsta kosti þrettán pund. Eitthvað var af geldsjóbirtingi í aflanum." Fín veiði í Laxárdalnum Á vef SVFR er ennfremur sag frá góðri veiði í Laxá í Laxárdal. "Norður í Laxárdal er meðalþyngd urriða ansi góð um þessar mundir," segir á vef SVFR. "Í gærkveldi komu sex urriðar á land, sá minnsti var 40 cm, sá næst minnsti var 58 cm og hinir 60,62,63,65 cm - en það er um sjö punda urriði." "Neðar í Laxá, á svæðunum kenndum Múlatorfu, Staðartorfu og Presthvamm hafa verið góð skot það sem af er sumri. Sem dæmi var þar við veiðar Gústaf Gústafsson í fyrradag og náði hann 25 urriðum á morgunvaktinni á Múlatorfu." Hægt er að sjá myndband frá Gústaf hér. Þá má geta þess að Veiðivísir birti fyrir nokkrum dögum ítarlegt viðtal við Gústaf sem má lesa hér.
Stangveiði Mest lesið 100% meiri laxveiði en í fyrra Veiði SVFR: Vefsalan hafin Veiði Góð rjúpnaveiði um allt land í gær Veiði Sjóbirtingurinn er mættur í Varmá Veiði Blanda komin í 3561 lax Veiði Vatnsleysi gerir laxveiðina erfiða Veiði RISE fluguveiði- hátíðin fer fram 14. apríl Veiði Dræmt á efstu svæðum Blöndu Veiði Vegaskytterí stundað þrátt fyrir augljós lögbrot Veiði Breiðdalsá með augum Nils Jörgensen Veiði