Köstum krónunni Magnús Þorlákur Lúðvíksson skrifar 10. apríl 2012 06:00 Það þarf væntanlega ekki að segja mörgum Íslendingum að verðbólgan hafi verið til viðvarandi vandræða í hagkerfinu enda nægar áminningar að fá í verslunum landsins. Enn ein barst svo á dögunum þegar Seðlabankinn tilkynnti að til stæði að hefja útgáfu á 10.000 króna seðlum. Seðlarnir munu bera mynd af Jónasi Hallgrímssyni, sem er vel valið, auk lóunnar. Sumir kunna að spyrja af hverju Seðlabankinn stígur þetta skref, skortur á 10.000 króna seðlum er jú varla aðkallandi vandamál í lífi margra. Þeir sömu mega þó hafa í huga að verðlag hefur næstum því sexfaldast frá því að 5.000 króna seðilinn var gefinn út árið 1986. Verðbólga er vitaskuld ekki séríslenskt vandamál og Ísland þar af leiðandi ekki eina landið sem gerir stundum breytingar á seðlum og myntum í umferð. Þannig bárust slíkar fregnir frá Kanada í lok síðasta mánaðar en ólíkt okkur Íslendingum byrjuðu Kanadabúar á hinum endanum. Seðlabankinn þar í landi ákvað sem sagt að hætta að framleiða 1 sents myntir. Jim Flaherty, fjármálaráðherra landsins, greindi þjóð sinni frá þessum tíðindum og sagði ástæðunaeinfaldlega þá að kostnaður við að slá 1 sents mynt væri 1,5 sent. Það þarf ekki doktorspróf í stærðfræði til að sjá að það er ekki voðalega skynsamleg ráðstöfun á peningum. Í ljósi þessara tíðinda og staðreyndarinnar að það kostar rúmar 3 krónur að slá 1 krónu mynt má velta fyrir sér hvort íslenski seðlabankinn hefði ekki heldur átt að beina sjónum sínum að 1 krónu myntinni en að 10.000 króna seðli. Það þarf núna rúmar 38 krónur til að kaupa það sem fékkst fyrir 1 krónu þegar útgáfa myntarinnar hófst árið 1981. Þá er fátt ef nokkurt til sölu sem kostar einungis 1 krónu. Samt sem áður hefur Seðlabankinn fjölgað 1 krónu myntum í umferð um næstum 20 milljónir á síðustu fimm árum en alls eru nú um 99 milljón 1 krónu myntir í umferð á Íslandi. Seðlabankinn hefur síðustu ár því bókstaflega keypt 20 milljónir króna á 60 milljónir og þar með kastað 40 milljónum út um gluggann. Vissulega er það ekki há upphæð í samhengi við umfang ríkisrekstrarins, raunar smámunir. Það að hætta að slá 1 krónu myntir er því að sjálfsögðu engin lausn á fjárlagahalla íslenska ríkisins né nokkuð slíkt. Að mati þess sem hér skrifar er það þó ágætis regla í hvaða rekstri sem er að kasta ekki peningum út um gluggann. Og það er einmitt það sem hið opinbera gerir með því að kaupa 1 krónu myntir á 3 krónur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Magnús Þorlákur Lúðvíksson Mest lesið Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson Skoðun „Við andlát manns lýkur skattskyldu hans“ Þórður Gunnarsson Skoðun Nýtanleg verðmætasköpun um allt land Jóhann Frímann Arinbjarnarson Skoðun Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir Skoðun Gerum betur Hilmar Björnsson Skoðun Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir Skoðun
Það þarf væntanlega ekki að segja mörgum Íslendingum að verðbólgan hafi verið til viðvarandi vandræða í hagkerfinu enda nægar áminningar að fá í verslunum landsins. Enn ein barst svo á dögunum þegar Seðlabankinn tilkynnti að til stæði að hefja útgáfu á 10.000 króna seðlum. Seðlarnir munu bera mynd af Jónasi Hallgrímssyni, sem er vel valið, auk lóunnar. Sumir kunna að spyrja af hverju Seðlabankinn stígur þetta skref, skortur á 10.000 króna seðlum er jú varla aðkallandi vandamál í lífi margra. Þeir sömu mega þó hafa í huga að verðlag hefur næstum því sexfaldast frá því að 5.000 króna seðilinn var gefinn út árið 1986. Verðbólga er vitaskuld ekki séríslenskt vandamál og Ísland þar af leiðandi ekki eina landið sem gerir stundum breytingar á seðlum og myntum í umferð. Þannig bárust slíkar fregnir frá Kanada í lok síðasta mánaðar en ólíkt okkur Íslendingum byrjuðu Kanadabúar á hinum endanum. Seðlabankinn þar í landi ákvað sem sagt að hætta að framleiða 1 sents myntir. Jim Flaherty, fjármálaráðherra landsins, greindi þjóð sinni frá þessum tíðindum og sagði ástæðunaeinfaldlega þá að kostnaður við að slá 1 sents mynt væri 1,5 sent. Það þarf ekki doktorspróf í stærðfræði til að sjá að það er ekki voðalega skynsamleg ráðstöfun á peningum. Í ljósi þessara tíðinda og staðreyndarinnar að það kostar rúmar 3 krónur að slá 1 krónu mynt má velta fyrir sér hvort íslenski seðlabankinn hefði ekki heldur átt að beina sjónum sínum að 1 krónu myntinni en að 10.000 króna seðli. Það þarf núna rúmar 38 krónur til að kaupa það sem fékkst fyrir 1 krónu þegar útgáfa myntarinnar hófst árið 1981. Þá er fátt ef nokkurt til sölu sem kostar einungis 1 krónu. Samt sem áður hefur Seðlabankinn fjölgað 1 krónu myntum í umferð um næstum 20 milljónir á síðustu fimm árum en alls eru nú um 99 milljón 1 krónu myntir í umferð á Íslandi. Seðlabankinn hefur síðustu ár því bókstaflega keypt 20 milljónir króna á 60 milljónir og þar með kastað 40 milljónum út um gluggann. Vissulega er það ekki há upphæð í samhengi við umfang ríkisrekstrarins, raunar smámunir. Það að hætta að slá 1 krónu myntir er því að sjálfsögðu engin lausn á fjárlagahalla íslenska ríkisins né nokkuð slíkt. Að mati þess sem hér skrifar er það þó ágætis regla í hvaða rekstri sem er að kasta ekki peningum út um gluggann. Og það er einmitt það sem hið opinbera gerir með því að kaupa 1 krónu myntir á 3 krónur.
Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir Skoðun
Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir Skoðun