Gegn lögum og vísindum Pawel Bartoszek skrifar 6. janúar 2012 06:00 Sumir segja að Jón Bjarnason hafi verið rekinn úr embætti vegna andstöðu sinnar við ESB. Það má vel vera, en barátta hans fyrir óvandaðri stjórnsýslu og andstaðan við vísindaleg vinnubrögð í landbúnaði og sjávarútvegi hefðu vel mátt duga til brottreksturs, án þess að fleira kæmi til. Slagurinn um vonda stjórnsýsluJón Bjarnason réð sér til aðstoðar mann sem hafði þurft að segja af sér þingmennsku fyrir að ráðast að fólki með nafnlausum tölvupóstum. Ráðningin var kærð til umboðsmanns Alþingis. Umboðsmaður taldi að margt hefði mátt bæta til að ráðningin hefði verið í betra samræmi við góða stjórnsýsluhætti. Þó taldi hann sig ekki geta fullyrt að svokölluð „rannsóknarregla" stjórnsýslulaga hefði ekki verið brotin „með tilliti til þess að vikið var að huglægum sjónarmiðum í auglýsingu um starfið". Sem sagt: hæfniskröfurnar voru of loðnar til að hægt væri að sjá hvort þeim hafi verið fylgt. Eins komst umboðsmaður að því að ákvarðanir ráðherrans í tollamálum stæðust ekki lög. Við hvorugu álitinu var brugðist. Það er erfitt að losna við þá tilfinningu að ráðherranum hafi ekki þótt þessi álit vera stórmál. Þrátt fyrir að þau gæfu til kynna stjórnarskrárbrot af hans hálfu. Vondri stjórnsýslu og stjórnarskrárbrotum á ekki að kyngja. En það er ekki síður alvarlegt þegar stjórnmálamenn fara að skipta sér af því hvað vísindamenn megi rannsaka og hver niðurstaða þeirra rannsókna eigi að vera. Slagurinn um fáviskuNýlega ákvað MATÍS að falla frá því að sækja um styrk til ESB í þágu bættra rannsókna á gæðum íslenskra matvæla. Ljóst þótti að afstaða Jóns til ESB hafi skipt miklu þar um, fyrst mátti skilja sem beint inngrip hans hafi komið í veg fyrir umsóknina en svo var eitthvað reynt að milda þá sögu. Það er algjörlega fáránlegt að menn vilji ekki vita sem mest um gæði og heilbrigði matvara. Hvað óttast menn? Færri matareitranir? Í áraraðir hafa íslenskir stjórnmálamenn fleygt fram fullyrðingum um yfirburði íslenskra matvæla. Hvenær hefur einhver sett fram gögn þessu til stuðnings? Hvenær hefur einhver verið krafinn um slíkt? Spurningin um gæði matar er vísindaleg. Þetta er ekki eins og með „fallegasta landið". Það er næstum því hægt að fá það á tilfinninguna að verið sé að segja: „Við þurfum engin vísindi til að segja okkur að íslensk matvæli eru best. Við vitum það með hjartanu!" Slagurinn um ofveiðiEitt síðasta embættisverk Jóns var að reka stjórnarformann Hafrannsóknastofnunar. Fráfarandi stjórnarformaður hafði doktorspróf í tölfræði og hagnýtri líkindafræði. Sú sem látin var taka við er með meistarapróf í viðskiptafræði og er forstjóri fiskvinnslufyrirtækis. Hér skal ekki níða skó af þeirri konu. En að velja fólk til að stýra vísindastofnun með þessum hætti er fráleitt: Maður rekinn án ástæðu og eftirmaður, hagsmunaaðili sem gagnrýnt hafði niðurstöður stofnunarinnar, ráðinn, án auglýsingar. Þetta er aðför að sjálfstæði vísindamanna mikilvægrar stofnunar. Hafrannsóknastofnun er svolítið eins og hagfræðisvið seðlabanka. Auðvitað á að gera ekki minni kröfur þegar ráðið er í Hafró en þegar Seðlabankinn er mannaður. Á hverju ári þarf Hafró að finna svör við tveimur spurningum: „Hvað er mikið til af fiski?" og „Hvað má veiða mikið?". Síðari spurningin er vissulega pólitísk á einhvern hátt, enda er ákvörðun um kvótaúthlutun á hendi ráðherra þótt hann fái tillögur frá Hafrannsóknastofnun. Spurningin „Hvað er mikið til af fiski?" er ekki pólitísk heldur vísindaleg. Það breytir engu hvort meirihluti þings eða hagsmunaaðila telji meiri fisk vera í sjónum. Gagnrýni á vísindalegar niðurstöður þarf að vera vísindaleg. Sannleikurinn er ekki lýðræðislegt fyrirbæri. Skoðanir hagsmunaaðila á stofnstærðarmati Hafró eru auðvitað bjagaðar. Þeir vilja hafa sem mestan fisk í sjónum til að veiða sem mest af honum. Eru þeir þá endilega besta fólkið til að stýra stofnstærðarrannsóknum? Ef ríkisstjórn ræki seðlabankastjóra sem neitaði að lækka vexti og réði í staðinn formann Samtaka atvinnulífsins yrði líklegast eftir því tekið. Hafrannsóknir eru fáum þjóðum mikilvægari en okkur svo þessi ákvörðun er ekki minna alvarleg. En því miður er hún dæmigerð fyrir fremur vondan ráðherraferil Jóns Bjarnasonar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Pawel Bartoszek Mest lesið Opið bréf til Ingu Sæland Ragnar Erling Hermannsson Skoðun Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna Skoðun Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann Skoðun Rangfeðranir Sævar Þór Jónsson Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna Skoðun Mannekla á leikskólum Rakel Björk Benediktsdóttir Borg,Margrét Edda Gnarr,Hannes Daði Haraldsson Skoðun Spurningar og svör um Evrópumál Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Er samþykki barna túlkunaratriði? Ólöf Tara Harðardóttir Skoðun
Sumir segja að Jón Bjarnason hafi verið rekinn úr embætti vegna andstöðu sinnar við ESB. Það má vel vera, en barátta hans fyrir óvandaðri stjórnsýslu og andstaðan við vísindaleg vinnubrögð í landbúnaði og sjávarútvegi hefðu vel mátt duga til brottreksturs, án þess að fleira kæmi til. Slagurinn um vonda stjórnsýsluJón Bjarnason réð sér til aðstoðar mann sem hafði þurft að segja af sér þingmennsku fyrir að ráðast að fólki með nafnlausum tölvupóstum. Ráðningin var kærð til umboðsmanns Alþingis. Umboðsmaður taldi að margt hefði mátt bæta til að ráðningin hefði verið í betra samræmi við góða stjórnsýsluhætti. Þó taldi hann sig ekki geta fullyrt að svokölluð „rannsóknarregla" stjórnsýslulaga hefði ekki verið brotin „með tilliti til þess að vikið var að huglægum sjónarmiðum í auglýsingu um starfið". Sem sagt: hæfniskröfurnar voru of loðnar til að hægt væri að sjá hvort þeim hafi verið fylgt. Eins komst umboðsmaður að því að ákvarðanir ráðherrans í tollamálum stæðust ekki lög. Við hvorugu álitinu var brugðist. Það er erfitt að losna við þá tilfinningu að ráðherranum hafi ekki þótt þessi álit vera stórmál. Þrátt fyrir að þau gæfu til kynna stjórnarskrárbrot af hans hálfu. Vondri stjórnsýslu og stjórnarskrárbrotum á ekki að kyngja. En það er ekki síður alvarlegt þegar stjórnmálamenn fara að skipta sér af því hvað vísindamenn megi rannsaka og hver niðurstaða þeirra rannsókna eigi að vera. Slagurinn um fáviskuNýlega ákvað MATÍS að falla frá því að sækja um styrk til ESB í þágu bættra rannsókna á gæðum íslenskra matvæla. Ljóst þótti að afstaða Jóns til ESB hafi skipt miklu þar um, fyrst mátti skilja sem beint inngrip hans hafi komið í veg fyrir umsóknina en svo var eitthvað reynt að milda þá sögu. Það er algjörlega fáránlegt að menn vilji ekki vita sem mest um gæði og heilbrigði matvara. Hvað óttast menn? Færri matareitranir? Í áraraðir hafa íslenskir stjórnmálamenn fleygt fram fullyrðingum um yfirburði íslenskra matvæla. Hvenær hefur einhver sett fram gögn þessu til stuðnings? Hvenær hefur einhver verið krafinn um slíkt? Spurningin um gæði matar er vísindaleg. Þetta er ekki eins og með „fallegasta landið". Það er næstum því hægt að fá það á tilfinninguna að verið sé að segja: „Við þurfum engin vísindi til að segja okkur að íslensk matvæli eru best. Við vitum það með hjartanu!" Slagurinn um ofveiðiEitt síðasta embættisverk Jóns var að reka stjórnarformann Hafrannsóknastofnunar. Fráfarandi stjórnarformaður hafði doktorspróf í tölfræði og hagnýtri líkindafræði. Sú sem látin var taka við er með meistarapróf í viðskiptafræði og er forstjóri fiskvinnslufyrirtækis. Hér skal ekki níða skó af þeirri konu. En að velja fólk til að stýra vísindastofnun með þessum hætti er fráleitt: Maður rekinn án ástæðu og eftirmaður, hagsmunaaðili sem gagnrýnt hafði niðurstöður stofnunarinnar, ráðinn, án auglýsingar. Þetta er aðför að sjálfstæði vísindamanna mikilvægrar stofnunar. Hafrannsóknastofnun er svolítið eins og hagfræðisvið seðlabanka. Auðvitað á að gera ekki minni kröfur þegar ráðið er í Hafró en þegar Seðlabankinn er mannaður. Á hverju ári þarf Hafró að finna svör við tveimur spurningum: „Hvað er mikið til af fiski?" og „Hvað má veiða mikið?". Síðari spurningin er vissulega pólitísk á einhvern hátt, enda er ákvörðun um kvótaúthlutun á hendi ráðherra þótt hann fái tillögur frá Hafrannsóknastofnun. Spurningin „Hvað er mikið til af fiski?" er ekki pólitísk heldur vísindaleg. Það breytir engu hvort meirihluti þings eða hagsmunaaðila telji meiri fisk vera í sjónum. Gagnrýni á vísindalegar niðurstöður þarf að vera vísindaleg. Sannleikurinn er ekki lýðræðislegt fyrirbæri. Skoðanir hagsmunaaðila á stofnstærðarmati Hafró eru auðvitað bjagaðar. Þeir vilja hafa sem mestan fisk í sjónum til að veiða sem mest af honum. Eru þeir þá endilega besta fólkið til að stýra stofnstærðarrannsóknum? Ef ríkisstjórn ræki seðlabankastjóra sem neitaði að lækka vexti og réði í staðinn formann Samtaka atvinnulífsins yrði líklegast eftir því tekið. Hafrannsóknir eru fáum þjóðum mikilvægari en okkur svo þessi ákvörðun er ekki minna alvarleg. En því miður er hún dæmigerð fyrir fremur vondan ráðherraferil Jóns Bjarnasonar.
Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun
Mannekla á leikskólum Rakel Björk Benediktsdóttir Borg,Margrét Edda Gnarr,Hannes Daði Haraldsson Skoðun
Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun
Mannekla á leikskólum Rakel Björk Benediktsdóttir Borg,Margrét Edda Gnarr,Hannes Daði Haraldsson Skoðun