Sekir þar til sakleysi er sannað Steinunn Stefánsdóttir skrifar 12. janúar 2012 06:00 Fangabúðir Bandaríkjamanna í bandarísku flotastöðinni við Gvantanamóflóa á Kúbu hafa nú verið við lýði í áratug. Jafnlengi hafa þar verið framin svívirðileg mannréttindabrot á þeim föngum sem þangað hafa verið hnepptir. Nokkrir þeirra fanga sem hafa verið í Gvantanamó voru yngri en átján ára þegar þeir voru sendir þangað, sá yngsti fjórtán ára. Frá upphafi hafa nærri 780 fangar verið í búðunum og nú tíu árum eftir að fyrstu 20 fangarnir voru fluttir þangað er þar 171 fangi. Sumir þeirra hafa verið í varðhaldi frá því skömmu eftir að búðirnar voru settar á laggirnar og fæstir þeirra hafa verið ákærðir og óvíst er að réttað verði yfir þeim nokkru sinni. Það er erfitt að ímynda sér þá algeru einangrun sem fangarnir í Gvantanamó búa við. Þeir munu eiga rétt á tveimur símtölum á ári og einungis frá allra nánustu fjölskyldu. Alþjóðlegi Rauði krossinn eru einu samtökin sem hleypt hefur verið inn í búðirnar en gegn algerri þagnarskyldu og fáeinir lögmenn, læknar og sálfræðingar sem hafa játast undir alls kyns skilyrði hafa einnig komið í búðirnar en vitanlega enginn blaðamaður. Aðbúnaður fanga í Gvantanamó er á engan hátt í samræmi við þau viðmið sem þjóðir heims hafa komið sér saman um að gildi um meðferð fanga. Grimmilegum pyndingum hefur verið beitt við yfirheyrslur í gegnum árin enda lýsti Georg Bush, fyrrum Bandaríkjaforseti, því yfir strax árið 2002 að Genfarsáttmálinn, sem meðal annars bannar pyndingar og annars konar niðurlægingu fanga, ætti ekki við talibana, Alkaída-liða og aðra þá sem teknir væru höndum í „stríðinu gegn hryðjuverkum". Frá upphafi hafa búðirnar í Gvantanamó verið gagnrýndar harðlega og eftir því sem dregin hefur verið upp skýrari mynd af því sem fram fer í flotastöðinni á Kúbu hefur gagnrýnin harðnað. Lokun fangabúðanna í Gvantanamó var meðal kosningaloforða Baracks Obama og fyrir tveimur árum gaf hann út tilskipun þess efnis að loka skyldi búðunum. Sú tilskipun var hins vegar ógilt af meirihluta þingsins í Washington og þar við situr. Búðirnar sem í upphafi var litið á sem tilraun hafa öðlast sess sem ein af táknmyndunum „stríðsins gegn hryðjuverkum" og margir óttast að Bandaríkjamenn munu ekki í bráð hætta að halda mönnum föngnum án allra réttinda í þágu þess stríðs og að Gvantanamóbúðirnar séu komnar til að vera. Fangabúðirnar í Gvantanamó eru ekki aðeins skömm Bandaríkjamanna, þær eru alþjóðasamfélaginu öllu til háborinnar skammar. Mannréttindasamtök hafa vissulega verið ötul við að minna á tilvist fanganna í Gvantanamóbúðunum, ekki síst Amnesty International. Á heimasíðu Amnesty á Íslandi má nú skrifa undir áskorun til Bandaríkjaforseta um að binda enda á varðhaldsvist fanganna í flotastöðinni í Gvantanamó. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Steinunn Stefánsdóttir Mest lesið „Hvenær var þetta samtal við þjóðina tekið?“ spurði garðyrkjubóndinn Halla Hrund Logadóttir Skoðun Ert þú með geðsjúkdóm? Mjög líklega... Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Við þekkjum öll einn alkóhólista - hættum að stinga höfðinu í sandinn Bryndís Rós Morrison Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn vill afnema skyldu til jafnlaunavottunar! Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Vinnum gullið án klósettpappírs Ásmundur Einar Daðason Skoðun Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd á ekki að vera leikhús Hildur Sverrisdóttir Skoðun Umbreyting á einni nóttu – Þegar öryrki verður að ellilífeyrisþega Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun Lítið að frétta í lífi án frétta á landsbyggðunum Skúli Bragi Geirdal Skoðun Flokkur fólksins er tilbúinn í ríkisstjórn! Lilja Rafney Magnúsdóttir Skoðun Vegurinn heim María Rut Kristinsdóttir Skoðun
Fangabúðir Bandaríkjamanna í bandarísku flotastöðinni við Gvantanamóflóa á Kúbu hafa nú verið við lýði í áratug. Jafnlengi hafa þar verið framin svívirðileg mannréttindabrot á þeim föngum sem þangað hafa verið hnepptir. Nokkrir þeirra fanga sem hafa verið í Gvantanamó voru yngri en átján ára þegar þeir voru sendir þangað, sá yngsti fjórtán ára. Frá upphafi hafa nærri 780 fangar verið í búðunum og nú tíu árum eftir að fyrstu 20 fangarnir voru fluttir þangað er þar 171 fangi. Sumir þeirra hafa verið í varðhaldi frá því skömmu eftir að búðirnar voru settar á laggirnar og fæstir þeirra hafa verið ákærðir og óvíst er að réttað verði yfir þeim nokkru sinni. Það er erfitt að ímynda sér þá algeru einangrun sem fangarnir í Gvantanamó búa við. Þeir munu eiga rétt á tveimur símtölum á ári og einungis frá allra nánustu fjölskyldu. Alþjóðlegi Rauði krossinn eru einu samtökin sem hleypt hefur verið inn í búðirnar en gegn algerri þagnarskyldu og fáeinir lögmenn, læknar og sálfræðingar sem hafa játast undir alls kyns skilyrði hafa einnig komið í búðirnar en vitanlega enginn blaðamaður. Aðbúnaður fanga í Gvantanamó er á engan hátt í samræmi við þau viðmið sem þjóðir heims hafa komið sér saman um að gildi um meðferð fanga. Grimmilegum pyndingum hefur verið beitt við yfirheyrslur í gegnum árin enda lýsti Georg Bush, fyrrum Bandaríkjaforseti, því yfir strax árið 2002 að Genfarsáttmálinn, sem meðal annars bannar pyndingar og annars konar niðurlægingu fanga, ætti ekki við talibana, Alkaída-liða og aðra þá sem teknir væru höndum í „stríðinu gegn hryðjuverkum". Frá upphafi hafa búðirnar í Gvantanamó verið gagnrýndar harðlega og eftir því sem dregin hefur verið upp skýrari mynd af því sem fram fer í flotastöðinni á Kúbu hefur gagnrýnin harðnað. Lokun fangabúðanna í Gvantanamó var meðal kosningaloforða Baracks Obama og fyrir tveimur árum gaf hann út tilskipun þess efnis að loka skyldi búðunum. Sú tilskipun var hins vegar ógilt af meirihluta þingsins í Washington og þar við situr. Búðirnar sem í upphafi var litið á sem tilraun hafa öðlast sess sem ein af táknmyndunum „stríðsins gegn hryðjuverkum" og margir óttast að Bandaríkjamenn munu ekki í bráð hætta að halda mönnum föngnum án allra réttinda í þágu þess stríðs og að Gvantanamóbúðirnar séu komnar til að vera. Fangabúðirnar í Gvantanamó eru ekki aðeins skömm Bandaríkjamanna, þær eru alþjóðasamfélaginu öllu til háborinnar skammar. Mannréttindasamtök hafa vissulega verið ötul við að minna á tilvist fanganna í Gvantanamóbúðunum, ekki síst Amnesty International. Á heimasíðu Amnesty á Íslandi má nú skrifa undir áskorun til Bandaríkjaforseta um að binda enda á varðhaldsvist fanganna í flotastöðinni í Gvantanamó.
Umbreyting á einni nóttu – Þegar öryrki verður að ellilífeyrisþega Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun
Umbreyting á einni nóttu – Þegar öryrki verður að ellilífeyrisþega Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun