Konungur dýranna er ekki ljón Sigríður Víðis Jónsdóttir skrifar 12. janúar 2012 06:00 Krúttfréttir af dýrum eru klassískt fréttaefni. Konungur dýranna í íslenskum fjölmiðlum er hins vegar alls ekki ljón. Langt í frá. Það er pandabjörn. Íslenskir fjölmiðlar bókstaflega elska pöndur. Helst ef þær eru frá Kína. Sem dæmi var desembermánuður hlaðinn fréttum af þessum glaðbeittu, kínversku krúttbollum. Allt hófst þetta með látum í byrjun mánaðar þegar tvær pöndur voru lánaðar frá Kína í dýragarð í Skotlandi en þar vona menn meðal annars til þess að þær eignist afkvæmi. Og brot af umfjölluninni hér á landi? RÚV sjónvarp: Pöndur lánaðar til Edinborgar. Stöð 2: Heimshorn, pöndur í Skotlandi. Eftirfylgni í fréttum Bylgjunnar: Pöndurnar eru orðnar vinsælar í dýragarðinum! Stuttu fyrir jól sáum við síðan í sjónvarpsfréttum RÚV að í öðrum dýragarði, í ákveðnu héraði í Kína væru tveir pandabirnir himinlifandi með fyrstu snjókomu vetrarins (18. des). Við heyrðum einnig í aðalkvöldfréttatíma RÚV í sjónvarpi að í Skotlandi væru lánspöndurnar blessuðu frá Kína orðnar skærustu stjörnur dýragarðsins í Edinborg (23. des). Í sjónvarpsfréttunum viku síðar var aftur á móti það helst í fréttum að villt panda – í Kína, nema hvað – hefði náðst á myndband naga bein af gný (30. des). Hafi einhver haldið að pöndur væru grænmetisætur sá hinn sami það væntanlega umræddan dag að hann væri í ruglinu. Kl 19.00 á RÚV: „Myndir hafa nú náðst í fyrsta sinn af villtri pöndu í Kína naga bein sem reyndust vera af gný." 22 mínútum síðar: „Nú hafa náðst myndir af villtri pöndu sem nagar dauða antílópu í Kína." Hálfri mínútu síðar: „Sérfræðingar fullyrða að aldrei fyrr hafði náðst myndir af villtri pöndu sem nagar dauða antilópu í Kína." Fjórum og hálfri mínútu síðar: Í fréttum var það helst: „Myndir hafa nú náðst í fyrsta sinn af villtri pöndu í Kína naga bein sem reyndust vera af gný." Eruð þið komin með nóg af þessum kjötétandi krúttbollum? Sorrý, en þetta er bara alls ekkert búið. Við eigum nefnilega íslensku netmiðlana í desember alveg eftir. Má til dæmis bjóða ykkur þessar hér af svarthvítu félögum okkar? „Pandabjörn fékk far á viðskiptafarrými flugvélar" (Bleikt.is, 8. des), „Reyndi að selja uppstoppaða pöndu" (mbl.is, 12. des) og „Pöndur meðalið við hjartasárum" (mbl.is, 22. des). Rétt er að hafa í huga að þetta eru einungis fréttir frá því í desember… Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigríður Víðis Jónsdóttir Mest lesið Þingmaðurinn og spillingin á Veðurstofunni Sigurgeir Bárðarson Skoðun Hvað gerðist þegar konan talaði? Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson Skoðun Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann Skoðun Bönnum íþróttamót barna fyrir kl. 10 um helgar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Eru landeigendur við Þjórsá huldufólk? Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna Skoðun Hverjir munu búa á Blikastaðalandi? Aldís Stefánsdóttir Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Heimatilbúið „tjón“ Landsvirkjunar Vala Árnadóttir Skoðun Fjölbreytileiki í íslensku skólakerfi: Erum við á réttri leið? Inga Sigrún Atladóttir Skoðun
Krúttfréttir af dýrum eru klassískt fréttaefni. Konungur dýranna í íslenskum fjölmiðlum er hins vegar alls ekki ljón. Langt í frá. Það er pandabjörn. Íslenskir fjölmiðlar bókstaflega elska pöndur. Helst ef þær eru frá Kína. Sem dæmi var desembermánuður hlaðinn fréttum af þessum glaðbeittu, kínversku krúttbollum. Allt hófst þetta með látum í byrjun mánaðar þegar tvær pöndur voru lánaðar frá Kína í dýragarð í Skotlandi en þar vona menn meðal annars til þess að þær eignist afkvæmi. Og brot af umfjölluninni hér á landi? RÚV sjónvarp: Pöndur lánaðar til Edinborgar. Stöð 2: Heimshorn, pöndur í Skotlandi. Eftirfylgni í fréttum Bylgjunnar: Pöndurnar eru orðnar vinsælar í dýragarðinum! Stuttu fyrir jól sáum við síðan í sjónvarpsfréttum RÚV að í öðrum dýragarði, í ákveðnu héraði í Kína væru tveir pandabirnir himinlifandi með fyrstu snjókomu vetrarins (18. des). Við heyrðum einnig í aðalkvöldfréttatíma RÚV í sjónvarpi að í Skotlandi væru lánspöndurnar blessuðu frá Kína orðnar skærustu stjörnur dýragarðsins í Edinborg (23. des). Í sjónvarpsfréttunum viku síðar var aftur á móti það helst í fréttum að villt panda – í Kína, nema hvað – hefði náðst á myndband naga bein af gný (30. des). Hafi einhver haldið að pöndur væru grænmetisætur sá hinn sami það væntanlega umræddan dag að hann væri í ruglinu. Kl 19.00 á RÚV: „Myndir hafa nú náðst í fyrsta sinn af villtri pöndu í Kína naga bein sem reyndust vera af gný." 22 mínútum síðar: „Nú hafa náðst myndir af villtri pöndu sem nagar dauða antílópu í Kína." Hálfri mínútu síðar: „Sérfræðingar fullyrða að aldrei fyrr hafði náðst myndir af villtri pöndu sem nagar dauða antilópu í Kína." Fjórum og hálfri mínútu síðar: Í fréttum var það helst: „Myndir hafa nú náðst í fyrsta sinn af villtri pöndu í Kína naga bein sem reyndust vera af gný." Eruð þið komin með nóg af þessum kjötétandi krúttbollum? Sorrý, en þetta er bara alls ekkert búið. Við eigum nefnilega íslensku netmiðlana í desember alveg eftir. Má til dæmis bjóða ykkur þessar hér af svarthvítu félögum okkar? „Pandabjörn fékk far á viðskiptafarrými flugvélar" (Bleikt.is, 8. des), „Reyndi að selja uppstoppaða pöndu" (mbl.is, 12. des) og „Pöndur meðalið við hjartasárum" (mbl.is, 22. des). Rétt er að hafa í huga að þetta eru einungis fréttir frá því í desember…