Klassískt og kraftmikið Trausti Júlíusson skrifar 15. janúar 2012 20:00 Tónlist. Open a Window. Solla Soulful. Solla Soulful er söngkonan og lagahöfundurinn Sólveig Þórðardóttir. Open a Vindow er hennar fyrsta plata. Á henni eru ellefu lög, tíu þeirra eru eftir Sollu sjálfa (bæði tónlistin og textarnir), en það ellefta er Bítlalagið Oh Darling í nýrri útsetningu. Solla, sem er útskrifuð úr djass- og rokkbraut tónlistarskóla FÍH, er fín söngkona og efnilegur lagasmiður. Tónlistin á Open A Window er klassísk og á köflum kraftmikil blanda af sálartónlist og blúsuðu rokki. Það er ekki verið að kanna ný svæði tónlistarlega hér, en lögin eru mörg fín og flutningurinn er mjög góður, bæði hjá Sollu og hljómsveitinni hennar sem er skipuð gítarleikaranum Ragnari Emilssyni, bassaleikaranum Inga Birni Ingasyni, trommuleikaranum Agli Erni Rafnssyni og hljómborðsleikaranum Kjartani Valdemarssyni. Platan er ágætlega heppnuð sem heild, en einna hæst finnst mér hún samt rísa í laginu Sir x, sem er sérstaklega kraftmikið. Á heildina litið er Open A Window fín frumraun frá efnilegri söngkonu og lagasmið. Niðurstaða: Kraftmikil blanda af blúsuðu rokki og sálartónlist frá Sólveigu Þórðardóttur. Mest lesið Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Tónlist Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Lífið Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Lífið Barst með snjóflóði út í sjó og fékk hjartaáfall á tíu metra dýpi Lífið Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Lífið Prinsinn kom á undan Kónginum Lífið Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Lífið Fleiri fréttir Jólakötturinn hvæsti á tónleikagesti Bríet olli vonbrigðum Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Sjá meira
Tónlist. Open a Window. Solla Soulful. Solla Soulful er söngkonan og lagahöfundurinn Sólveig Þórðardóttir. Open a Vindow er hennar fyrsta plata. Á henni eru ellefu lög, tíu þeirra eru eftir Sollu sjálfa (bæði tónlistin og textarnir), en það ellefta er Bítlalagið Oh Darling í nýrri útsetningu. Solla, sem er útskrifuð úr djass- og rokkbraut tónlistarskóla FÍH, er fín söngkona og efnilegur lagasmiður. Tónlistin á Open A Window er klassísk og á köflum kraftmikil blanda af sálartónlist og blúsuðu rokki. Það er ekki verið að kanna ný svæði tónlistarlega hér, en lögin eru mörg fín og flutningurinn er mjög góður, bæði hjá Sollu og hljómsveitinni hennar sem er skipuð gítarleikaranum Ragnari Emilssyni, bassaleikaranum Inga Birni Ingasyni, trommuleikaranum Agli Erni Rafnssyni og hljómborðsleikaranum Kjartani Valdemarssyni. Platan er ágætlega heppnuð sem heild, en einna hæst finnst mér hún samt rísa í laginu Sir x, sem er sérstaklega kraftmikið. Á heildina litið er Open A Window fín frumraun frá efnilegri söngkonu og lagasmið. Niðurstaða: Kraftmikil blanda af blúsuðu rokki og sálartónlist frá Sólveigu Þórðardóttur.
Mest lesið Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Tónlist Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Lífið Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Lífið Barst með snjóflóði út í sjó og fékk hjartaáfall á tíu metra dýpi Lífið Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Lífið Prinsinn kom á undan Kónginum Lífið Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Lífið Fleiri fréttir Jólakötturinn hvæsti á tónleikagesti Bríet olli vonbrigðum Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Sjá meira