Orðspor Jónína Michaelsdóttir skrifar 17. janúar 2012 06:00 Bæjarstjóranum í Kópavogi hefur verið tilkynnt að hann njóti ekki lengur trausts. Ekki hefur verið gefið upp hvers vegna þegar þetta er skrifað. Fjölmiðlar og netmiðlar sjá til þess að öll heimili í landinu vita nú að þessari konu er ekki treystandi. Þangað til annað kemur í ljós. Hafi hún brotið af sér, á það ekki að vera leyndarmál. En sé hér um að ræða pólitíska geðþóttaákvörðun að litlu eða engu tilefni er þetta mannorðsatlaga. Það þarf ekki meira en tveggja daga óvissu til þess að það festist í gullfiskaminni almennings að þessi kona hafi verið rekin úr starfi bæjarstjóra, muna kannski ekki hvers vegna, nema að hún brást trausti. Þjóðin og tunganOrðspor þjóðarinnar hefur verið talsvert í umræðunni frá hruni og bæði ráðamenn og almenningur anda léttar og rétta úr bakinu þegar það lagast smám saman. Þó að við séum ekki eins stórtæk og hetjur Íslendingasagna við að endurheimta skert mannorð þá er ekki auðvelt að verða fyrir slíku að ósekju og losna aldrei við það. Með allri virðingu fyrir því að tungumálið fái annan svip við gjörbreyttar aðstæður og ný gildi þá hefur orðið umtalsvert gengisfall á orðfæri hér og þar, til dæmis á notkun lýsingarorða. Allt sem kveikir í því besta í tilfinningaflórunni, gleði og hrifningu er lýst með orðum sem til skamms tíma voru til annars brúks og kannski ekkert við því að segja. Þetta er tungutak nútímans. En það sem er síður ásættanlegt er að fólk rýnir ekki í orðin. Hugsar ekki út í hvað þau merkja. Segja hugsunarlaust um það sem gleður mest að það sé ógeðslegt, truflað, geggjað, fríkað og geðveikt. Ekki aðeins í vinaspjalli, heldur er þessi málhefð viðhöfð bæði á prenti og í útvarpi. En semsagt – það er málfrelsi í landinu og menn ráða sínu tungutaki, sem betur fer. Ekki í bófahasarÁ samskiptasíðum og bloggi er stundum verið með slúður og ögrandi tilgátur sem er útlátalaust að senda frá sér, því að því verður svarað í sömu mynt. Mér finnst hins vegar ósæmilegt hvað margir þingmenn þjóna lund sinni í þessum efnum og hvað umræðan á alþingi er oft skyldari ávirðingum og nöldri en málefnalegri umræðu um þjóðþrifamál. Sjálfsupphafningin er oft með ólíkindum. Alþingismenn eru náttúrlega í vinnunni, ekki í bófahasar. Og eiga að vera góðar fyrirmyndir. Þeir eiga að gefa almenningi þá tilfinningu að landinu sé vel stjórnað. Sama á við um sveitarstjórnir, en þeirra fundir eru ekki sýndir í ríkisjónvarpinu. Þetta á alltaf við, en sjaldan hefur verið mikilvægara fyrir þjóðina að geta treyst þeim sem fara með völd í landinu en núna. Enginn vex af því að lítillækka annan. Þvert á móti. „Sjáiði hvernig ég tók hann piltar!" er hallærisleg skrýtla. Sá sem er öruggur innra með sér þarf ekki að halda sýningu á því. Þeim sem ekki skilja það er vorkunn. Þetta er síðasti pistill sem ég skrifa sem fastur penni hjá Fréttablaðinu. Lesendum pistlanna þakka ég skemmtilegar og uppörvandi athugasemdir á liðnum árum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jónína Michaelsdóttir Mest lesið Að kjósa með nútíma hugsunarhætti Ragnhildur Katla Jónsdóttir Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson Skoðun „Við andlát manns lýkur skattskyldu hans“ Þórður Gunnarsson Skoðun Það er verið að ljúga að okkur Hildur Þórðardóttir Skoðun Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir Skoðun Aðgangur bannaður Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun Samfélag á krossgötum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun Hægt og hljótt Dofri Hermannsson Skoðun Stjórnvöld, virðið frumbyggjaréttinn í íslensku samfélagi Sæmundur Einarsson Skoðun
Bæjarstjóranum í Kópavogi hefur verið tilkynnt að hann njóti ekki lengur trausts. Ekki hefur verið gefið upp hvers vegna þegar þetta er skrifað. Fjölmiðlar og netmiðlar sjá til þess að öll heimili í landinu vita nú að þessari konu er ekki treystandi. Þangað til annað kemur í ljós. Hafi hún brotið af sér, á það ekki að vera leyndarmál. En sé hér um að ræða pólitíska geðþóttaákvörðun að litlu eða engu tilefni er þetta mannorðsatlaga. Það þarf ekki meira en tveggja daga óvissu til þess að það festist í gullfiskaminni almennings að þessi kona hafi verið rekin úr starfi bæjarstjóra, muna kannski ekki hvers vegna, nema að hún brást trausti. Þjóðin og tunganOrðspor þjóðarinnar hefur verið talsvert í umræðunni frá hruni og bæði ráðamenn og almenningur anda léttar og rétta úr bakinu þegar það lagast smám saman. Þó að við séum ekki eins stórtæk og hetjur Íslendingasagna við að endurheimta skert mannorð þá er ekki auðvelt að verða fyrir slíku að ósekju og losna aldrei við það. Með allri virðingu fyrir því að tungumálið fái annan svip við gjörbreyttar aðstæður og ný gildi þá hefur orðið umtalsvert gengisfall á orðfæri hér og þar, til dæmis á notkun lýsingarorða. Allt sem kveikir í því besta í tilfinningaflórunni, gleði og hrifningu er lýst með orðum sem til skamms tíma voru til annars brúks og kannski ekkert við því að segja. Þetta er tungutak nútímans. En það sem er síður ásættanlegt er að fólk rýnir ekki í orðin. Hugsar ekki út í hvað þau merkja. Segja hugsunarlaust um það sem gleður mest að það sé ógeðslegt, truflað, geggjað, fríkað og geðveikt. Ekki aðeins í vinaspjalli, heldur er þessi málhefð viðhöfð bæði á prenti og í útvarpi. En semsagt – það er málfrelsi í landinu og menn ráða sínu tungutaki, sem betur fer. Ekki í bófahasarÁ samskiptasíðum og bloggi er stundum verið með slúður og ögrandi tilgátur sem er útlátalaust að senda frá sér, því að því verður svarað í sömu mynt. Mér finnst hins vegar ósæmilegt hvað margir þingmenn þjóna lund sinni í þessum efnum og hvað umræðan á alþingi er oft skyldari ávirðingum og nöldri en málefnalegri umræðu um þjóðþrifamál. Sjálfsupphafningin er oft með ólíkindum. Alþingismenn eru náttúrlega í vinnunni, ekki í bófahasar. Og eiga að vera góðar fyrirmyndir. Þeir eiga að gefa almenningi þá tilfinningu að landinu sé vel stjórnað. Sama á við um sveitarstjórnir, en þeirra fundir eru ekki sýndir í ríkisjónvarpinu. Þetta á alltaf við, en sjaldan hefur verið mikilvægara fyrir þjóðina að geta treyst þeim sem fara með völd í landinu en núna. Enginn vex af því að lítillækka annan. Þvert á móti. „Sjáiði hvernig ég tók hann piltar!" er hallærisleg skrýtla. Sá sem er öruggur innra með sér þarf ekki að halda sýningu á því. Þeim sem ekki skilja það er vorkunn. Þetta er síðasti pistill sem ég skrifa sem fastur penni hjá Fréttablaðinu. Lesendum pistlanna þakka ég skemmtilegar og uppörvandi athugasemdir á liðnum árum.
Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun
Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun