Á annan veg til Gautaborgar 17. janúar 2012 08:00 Hafsteinn Gunnar Sigurðsson er ánægður með að mynd sín Á annan veg sé ein af átta myndum sem sýndar verða á kvikmyndahátíðinni í Gautaborg. „Þetta er mjög gaman og flott að vera valinn inn á þessa hátíð,“ segir Hafsteinn Gunnar Sigurðsson, leikstjóri myndarinnar Á annan veg sem var valin inn á hina eftirsóttu kvikmyndahátíð í Gautaborg fyrir helgi. Hátíðin er sú stærsta sinnar tegundar á Norðurlöndunum og verður Á annan veg fulltrúi Íslands en átta nýjar norrænar myndir keppa um hin eftirsóttu Drekaverðlaun. „Við höfum verið á miklu flakki með myndina síðan í haust en þetta verður frumsýning á henni á Norðurlöndunum og vonandi opnast einhverjar dyr þar í kjölfarið,“ segir Hafsteinn, sem ætlar að fylgja myndinni til Svíþjóðar ásamt öðrum framleiðanda myndarinnar. Kvikmyndahátíðin í Gautaborg fer fram dagana 27. janúar til 6. febrúar en Á annan veg verður sýnd þann 28. janúar. Samhliða hátíðinni verður sérstök kvikmyndahátíð barnanna og eiga Íslendingar einnig fulltrúa þar en teiknimyndin Hetjur Valhallar: Þór í leikstjórn Óskars Jónassonar er þar á dagskrá. Til mikils er að vinna á hátíðinni en Drekaverðlaunin eru um ein milljón sænskra króna. „Það væri nú ekki leiðinlegt að vinna verðlaunin en helst vill maður náttúrulega reyna að koma myndinni í sýningu á Norðurlöndunum,“ segir Hafsteinn, sem er byrjaður að undirbúa nýja mynd. „Þetta er verkefni sem ég er að undirbúa ásamt Huldari Breiðfjörð og ég vonast til að geta farið í tökur strax í vor. Samt ætla ég að halda áfram að kynna Á annan veg þetta árið.“ -áp Mest lesið Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Lífið Stjörnulífið: Sjóðheitar stjörnur í fimbulkulda Lífið Má gæi úr Húsasmiðjunni vera á listanum þínum? Lífið Dóttir Anítu og Hafþórs komin í heiminn Lífið Reykti pabba sinn Lífið Ragga Sveins snýr aftur til Íslands Lífið Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Gagnrýni Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Lífið Tara Sif og Elfar selja íbúðina Lífið Gervigreindin heillar Ólaf Ragnar upp úr skónum Lífið Fleiri fréttir Gervigreindin stýrði ferðinni Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Gervigreindin heillar Ólaf Ragnar upp úr skónum Reykti pabba sinn Er ESB og Sameinuðu þjóðunum stjórnað af valdaklíku? Dóttir Anítu og Hafþórs komin í heiminn Sér lífið í nýju ljósi eftir móðurmissinn Ragga Sveins snýr aftur til Íslands Má gæi úr Húsasmiðjunni vera á listanum þínum? Tara Sif og Elfar selja íbúðina Innlit í nýuppgerða íbúð Kára Sverris Stjörnulífið: Sjóðheitar stjörnur í fimbulkulda Ísak og Karítas orðin foreldrar eftir bráðakeisara Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Khalid kemur út úr skápnum Skautasvellið opnað í tíunda sinn Sykurlausar og dísætar smákökur Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Fréttatían: Gömul mannshvörf, rukkanir og gos Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Kendrick Lamar gefur út óvænta plötu „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lúxusíbúð við Heiðmörk með stórbrotnu útsýni Jay Leno illa leikinn og með lepp Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Sjá meira
„Þetta er mjög gaman og flott að vera valinn inn á þessa hátíð,“ segir Hafsteinn Gunnar Sigurðsson, leikstjóri myndarinnar Á annan veg sem var valin inn á hina eftirsóttu kvikmyndahátíð í Gautaborg fyrir helgi. Hátíðin er sú stærsta sinnar tegundar á Norðurlöndunum og verður Á annan veg fulltrúi Íslands en átta nýjar norrænar myndir keppa um hin eftirsóttu Drekaverðlaun. „Við höfum verið á miklu flakki með myndina síðan í haust en þetta verður frumsýning á henni á Norðurlöndunum og vonandi opnast einhverjar dyr þar í kjölfarið,“ segir Hafsteinn, sem ætlar að fylgja myndinni til Svíþjóðar ásamt öðrum framleiðanda myndarinnar. Kvikmyndahátíðin í Gautaborg fer fram dagana 27. janúar til 6. febrúar en Á annan veg verður sýnd þann 28. janúar. Samhliða hátíðinni verður sérstök kvikmyndahátíð barnanna og eiga Íslendingar einnig fulltrúa þar en teiknimyndin Hetjur Valhallar: Þór í leikstjórn Óskars Jónassonar er þar á dagskrá. Til mikils er að vinna á hátíðinni en Drekaverðlaunin eru um ein milljón sænskra króna. „Það væri nú ekki leiðinlegt að vinna verðlaunin en helst vill maður náttúrulega reyna að koma myndinni í sýningu á Norðurlöndunum,“ segir Hafsteinn, sem er byrjaður að undirbúa nýja mynd. „Þetta er verkefni sem ég er að undirbúa ásamt Huldari Breiðfjörð og ég vonast til að geta farið í tökur strax í vor. Samt ætla ég að halda áfram að kynna Á annan veg þetta árið.“ -áp
Mest lesið Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Lífið Stjörnulífið: Sjóðheitar stjörnur í fimbulkulda Lífið Má gæi úr Húsasmiðjunni vera á listanum þínum? Lífið Dóttir Anítu og Hafþórs komin í heiminn Lífið Reykti pabba sinn Lífið Ragga Sveins snýr aftur til Íslands Lífið Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Gagnrýni Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Lífið Tara Sif og Elfar selja íbúðina Lífið Gervigreindin heillar Ólaf Ragnar upp úr skónum Lífið Fleiri fréttir Gervigreindin stýrði ferðinni Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Gervigreindin heillar Ólaf Ragnar upp úr skónum Reykti pabba sinn Er ESB og Sameinuðu þjóðunum stjórnað af valdaklíku? Dóttir Anítu og Hafþórs komin í heiminn Sér lífið í nýju ljósi eftir móðurmissinn Ragga Sveins snýr aftur til Íslands Má gæi úr Húsasmiðjunni vera á listanum þínum? Tara Sif og Elfar selja íbúðina Innlit í nýuppgerða íbúð Kára Sverris Stjörnulífið: Sjóðheitar stjörnur í fimbulkulda Ísak og Karítas orðin foreldrar eftir bráðakeisara Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Khalid kemur út úr skápnum Skautasvellið opnað í tíunda sinn Sykurlausar og dísætar smákökur Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Fréttatían: Gömul mannshvörf, rukkanir og gos Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Kendrick Lamar gefur út óvænta plötu „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lúxusíbúð við Heiðmörk með stórbrotnu útsýni Jay Leno illa leikinn og með lepp Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Sjá meira