Tímabært að taka sönsum 26. janúar 2012 06:00 Hagfræðistofnun Háskóla Íslands hefur skilað skýrslu að beiðni ríkisstjórnarinnar þar sem fjallað er um ýmsar lífseigar tillögur og tilgátur um lánamál heimilanna. Tveimur hagfræðidoktorum var meðal annars falið að meta hvort það svigrúm sem bankarnir fengu til niðurfellingar lána vegna afsláttar af lánasöfnum væri fullnýtt, hver væri líklegur kostnaður vegna tillagna Hagsmunasamtaka heimilanna (og raunar margra fleiri) um flata niðurfærslu skulda og á hverjum kostnaðurinn af slíkri niðurfellingu myndi lenda. Svörin koma ekki á óvart, enda hefur spurningunum öllum verið svarað áður. Tilgangur skýrslugerðarinnar var hins vegar að „eyða óvissu". Nú liggur málið býsna ljóst fyrir, samkvæmt skýrslu Hagfræðistofnunar. Bankarnir hafa fullnýtt afsláttinn af húsnæðislánasöfnum, sem gefinn var þegar þau færðust úr gömlu bönkunum yfir í þá nýju. Kostnaðurinn við að færa húsnæðislán allra niður um 18,7% væri rúmlega 200 milljarðar króna. Hann myndi að langmestu leyti lenda á skattgreiðendum. Upphæðin samsvarar meira en þriðjungi af áætluðum útgjöldum ríkissjóðs árið 2012. Hver maður ætti að geta séð að þessi leið er ekki fær, og jafnvel þótt til væru peningar væri lítið réttlæti fólgið í slíkri endurdreifingu áfallsins sem lántakendur urðu fyrir við hrun krónunnar. Enda benda skýrsluhöfundar á að sambærileg leið hefur hvergi verið farin. Hagsmunasamtök heimilanna taka reyndar engum sönsum þótt þessi niðurstaða liggi fyrir og telja Hagfræðistofnun fara með tómar blekkingar. Þeir eru kolfastir í ranghugmyndum um að risavaxin millifærsla fjármuna frá almennum skattgreiðendum til skuldara sé einfalt mál og sanngjarnt. Samtökin og forystumenn þeirra hafa í raun endanlega stimplað sig út úr vitrænni umræðu um þessi mál. Tímabært er að stjórnmálamenn, sem enn taka þátt í þeim ábyrgðarlausa leik að gefa fólki í skyn að meira kunni að verða gert fyrir skuldara og að niðurfærsla lána sé jafnvel enn inni í myndinni, hætti honum og sýni að þeir geti tekið mark á staðreyndum. Ef alltaf er látið í veðri vaka að nýjar lausnir séu á leiðinni, hafa fáir hvata til að taka í alvöru á sínum málum. Þótt sársaukafullt kunni að vera að horfast í augu við það, verða þau úrræði sem stjórnvöld og lánastofnanir hafa nú þegar boðið illa stöddum skuldurum að duga til skemmri tíma litið. Einhverjum verður ekki bjargað frá húsnæðismissi og þar þarf velferðarkerfið að grípa inn í. Til lengri tíma litið ættu þeir sem hafa áhyggjur af stökkbreyttum skuldum heimilanna að beita sér fyrir því að hér verði tekinn upp nothæfur gjaldmiðill, sem útheimtir hvorki verðtryggingu né að fólk freistist til að taka lán í erlendum gjaldmiðlum til að fjármagna þak yfir höfuðið. Slíkur gjaldmiðill kæmi í veg fyrir nýja kollsteypu á borð við þá sem skuldarar urðu fyrir barðinu á þegar krónan féll. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fastir pennar Ólafur Stephensen Skoðanir Mest lesið Frelsi til sölu Anton Guðmundsson Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna Skoðun Kóngar vímuefnaheimsins Lára G. Sigurðardóttir Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun Sorg barna - Sektarkennd og samviskubit Matthildur Bjarnadóttir Skoðun Ögn um Vigdísarþætti Hallgrímur Helgi Helgason Skoðun Bjarni Ben í þátíð Guðmundur Einarsson Skoðun Svar við „Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu“ Rajan Parrikar Skoðun
Hagfræðistofnun Háskóla Íslands hefur skilað skýrslu að beiðni ríkisstjórnarinnar þar sem fjallað er um ýmsar lífseigar tillögur og tilgátur um lánamál heimilanna. Tveimur hagfræðidoktorum var meðal annars falið að meta hvort það svigrúm sem bankarnir fengu til niðurfellingar lána vegna afsláttar af lánasöfnum væri fullnýtt, hver væri líklegur kostnaður vegna tillagna Hagsmunasamtaka heimilanna (og raunar margra fleiri) um flata niðurfærslu skulda og á hverjum kostnaðurinn af slíkri niðurfellingu myndi lenda. Svörin koma ekki á óvart, enda hefur spurningunum öllum verið svarað áður. Tilgangur skýrslugerðarinnar var hins vegar að „eyða óvissu". Nú liggur málið býsna ljóst fyrir, samkvæmt skýrslu Hagfræðistofnunar. Bankarnir hafa fullnýtt afsláttinn af húsnæðislánasöfnum, sem gefinn var þegar þau færðust úr gömlu bönkunum yfir í þá nýju. Kostnaðurinn við að færa húsnæðislán allra niður um 18,7% væri rúmlega 200 milljarðar króna. Hann myndi að langmestu leyti lenda á skattgreiðendum. Upphæðin samsvarar meira en þriðjungi af áætluðum útgjöldum ríkissjóðs árið 2012. Hver maður ætti að geta séð að þessi leið er ekki fær, og jafnvel þótt til væru peningar væri lítið réttlæti fólgið í slíkri endurdreifingu áfallsins sem lántakendur urðu fyrir við hrun krónunnar. Enda benda skýrsluhöfundar á að sambærileg leið hefur hvergi verið farin. Hagsmunasamtök heimilanna taka reyndar engum sönsum þótt þessi niðurstaða liggi fyrir og telja Hagfræðistofnun fara með tómar blekkingar. Þeir eru kolfastir í ranghugmyndum um að risavaxin millifærsla fjármuna frá almennum skattgreiðendum til skuldara sé einfalt mál og sanngjarnt. Samtökin og forystumenn þeirra hafa í raun endanlega stimplað sig út úr vitrænni umræðu um þessi mál. Tímabært er að stjórnmálamenn, sem enn taka þátt í þeim ábyrgðarlausa leik að gefa fólki í skyn að meira kunni að verða gert fyrir skuldara og að niðurfærsla lána sé jafnvel enn inni í myndinni, hætti honum og sýni að þeir geti tekið mark á staðreyndum. Ef alltaf er látið í veðri vaka að nýjar lausnir séu á leiðinni, hafa fáir hvata til að taka í alvöru á sínum málum. Þótt sársaukafullt kunni að vera að horfast í augu við það, verða þau úrræði sem stjórnvöld og lánastofnanir hafa nú þegar boðið illa stöddum skuldurum að duga til skemmri tíma litið. Einhverjum verður ekki bjargað frá húsnæðismissi og þar þarf velferðarkerfið að grípa inn í. Til lengri tíma litið ættu þeir sem hafa áhyggjur af stökkbreyttum skuldum heimilanna að beita sér fyrir því að hér verði tekinn upp nothæfur gjaldmiðill, sem útheimtir hvorki verðtryggingu né að fólk freistist til að taka lán í erlendum gjaldmiðlum til að fjármagna þak yfir höfuðið. Slíkur gjaldmiðill kæmi í veg fyrir nýja kollsteypu á borð við þá sem skuldarar urðu fyrir barðinu á þegar krónan féll.
Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir Skoðun
Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun
Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir Skoðun
Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun