Lífið

Bleikt slím úr umferð

McDonalds hamborgarar eru nú lausir við umdeildan nautakjötskraft.
McDonalds hamborgarar eru nú lausir við umdeildan nautakjötskraft.
McDonalds hefur nú gefið það út að þeir séu hættir að nota umdeildan nautakjötskraft í hamborgarana sína. Krafturinn hefur verið kallaður „bleikt slím" og er í stuttu máli nautakjötsafgangar sem hafa verið lagðir í bleyti í ammoníumi í þeirri von að gera þá örugga til áts og bragðgóða. Veitingastaðirnir Taco Bell og Burger King gáfu líka út fyrir nokkru síðan að þeir væri hættir að nota kraftinn í matinn sinn. Það má þakka stjörnukokkinum Jamie Oliver fyrir þessar breytingar, en hann bað keðjur opinberlega um að taka „slímið" úr umferð.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×