Vel heppnuð endurkoma Trausti Júlíusson skrifar 8. febrúar 2012 20:00 Töf með Náttfara. Töf. Náttfari. Hljómsveitin Náttfari var stofnuð árið 2000 og vakti þá athygli fyrir tónleikahald. Meðlimir hennar sneru sér svo að öðrum verkefnum, en hljómsveitin er skipuð þeim Nóa Steini Einarssyni og Andra Ásgrímssyni sem báðir eru meðlimir í Leaves, Haraldi Þorsteinssyni bassaleikara Feldberg og Ólafi Josephssyni sem hefur starfað undir listamannsnafninu Stafrænn Hákon undanfarin ár. Náttfari var endurvakinn árið 2010 og spilaði þá á Iceland Airwaves við mikla hrifningu. Í fyrra tók sveitin svo upp plötuna Töf og gaf út síðla árs. Tónlist Náttfara flokkast undir síðrokk. Þegar hljómsveitin var stofnuð var það ennþá frekar heit tónlistarstefna, en í dag er síðrokkið eitt af þeim fjölmörgu afbrigðum rokksins sem þróast samhliða. Tónlistin á Töf er að langmestu leyti án söngs. Hún er stemningsfull og dýnamísk, lögin stigmagnast og hníga og útsetningarnar sjá til þess að það er alltaf eitthvað að gerast, þó að enginn sé söngurinn. Töf er flott plata. Lagasmíðarnar og útsetningarnar standa vel fyrir sínu og platan hljómar sérstaklega vel. Það heyrist vel í öllum hljóðfærunum og auðvelt, ef maður lokar augunum, að ímynda sér að hljómsveitin sé stödd, í góðum fíling, í stofunni hjá þér. Niðurstaða: Flott plata þrátt fyrir tíu ára töf. Mest lesið Alec Baldwin með áfallastreituröskun: „Ég er glaðari þegar ég sef“ Lífið „Jákvæð líkamsímynd bjargaði lífi mínu“ Lífið Tveggja barna miðaldra móðir sem er sjúk í strákinn Gagnrýni Stórfjölskyldan setur húsið á sölu Lífið Snúist ekkert um hvort börnin eigi íslenska eða erlenda foreldra Lífið Opnar fyrsta kynlífsklúbbinn á Íslandi Lífið Franskur stíll í Sigvaldahúsi í Álfheimum Lífið Draumurinn rættist að syngja með Bubba Tónlist Bryan Adams seldi upp á hálftíma Lífið „Þetta var orðið svolítið hættulegt fyrir mig“ Lífið Fleiri fréttir Tveggja barna miðaldra móðir sem er sjúk í strákinn Ævar vísindamaður í miðaldrakrísu Dansandi lögreglukór og fangarnir í Sniglabandinu Fyrirsjáanlegt fjölskyldudrama Bob og Robbie í bobba Fleetwood Mac: Þegar eftirlíkingin verður betri en raunveruleikinn Ómerkilegir þættir um merkilega konu Litríkar umbúðir en lítið innihald Illa bruggaðar Guðaveigar Vínartónleika skorti léttleika: Dansararnir stálu senunni Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Nýársswing með handbremsu Getuleysi á stóra sviðinu Barist um arfinn í Borgó Sjá meira
Töf. Náttfari. Hljómsveitin Náttfari var stofnuð árið 2000 og vakti þá athygli fyrir tónleikahald. Meðlimir hennar sneru sér svo að öðrum verkefnum, en hljómsveitin er skipuð þeim Nóa Steini Einarssyni og Andra Ásgrímssyni sem báðir eru meðlimir í Leaves, Haraldi Þorsteinssyni bassaleikara Feldberg og Ólafi Josephssyni sem hefur starfað undir listamannsnafninu Stafrænn Hákon undanfarin ár. Náttfari var endurvakinn árið 2010 og spilaði þá á Iceland Airwaves við mikla hrifningu. Í fyrra tók sveitin svo upp plötuna Töf og gaf út síðla árs. Tónlist Náttfara flokkast undir síðrokk. Þegar hljómsveitin var stofnuð var það ennþá frekar heit tónlistarstefna, en í dag er síðrokkið eitt af þeim fjölmörgu afbrigðum rokksins sem þróast samhliða. Tónlistin á Töf er að langmestu leyti án söngs. Hún er stemningsfull og dýnamísk, lögin stigmagnast og hníga og útsetningarnar sjá til þess að það er alltaf eitthvað að gerast, þó að enginn sé söngurinn. Töf er flott plata. Lagasmíðarnar og útsetningarnar standa vel fyrir sínu og platan hljómar sérstaklega vel. Það heyrist vel í öllum hljóðfærunum og auðvelt, ef maður lokar augunum, að ímynda sér að hljómsveitin sé stödd, í góðum fíling, í stofunni hjá þér. Niðurstaða: Flott plata þrátt fyrir tíu ára töf.
Mest lesið Alec Baldwin með áfallastreituröskun: „Ég er glaðari þegar ég sef“ Lífið „Jákvæð líkamsímynd bjargaði lífi mínu“ Lífið Tveggja barna miðaldra móðir sem er sjúk í strákinn Gagnrýni Stórfjölskyldan setur húsið á sölu Lífið Snúist ekkert um hvort börnin eigi íslenska eða erlenda foreldra Lífið Opnar fyrsta kynlífsklúbbinn á Íslandi Lífið Franskur stíll í Sigvaldahúsi í Álfheimum Lífið Draumurinn rættist að syngja með Bubba Tónlist Bryan Adams seldi upp á hálftíma Lífið „Þetta var orðið svolítið hættulegt fyrir mig“ Lífið Fleiri fréttir Tveggja barna miðaldra móðir sem er sjúk í strákinn Ævar vísindamaður í miðaldrakrísu Dansandi lögreglukór og fangarnir í Sniglabandinu Fyrirsjáanlegt fjölskyldudrama Bob og Robbie í bobba Fleetwood Mac: Þegar eftirlíkingin verður betri en raunveruleikinn Ómerkilegir þættir um merkilega konu Litríkar umbúðir en lítið innihald Illa bruggaðar Guðaveigar Vínartónleika skorti léttleika: Dansararnir stálu senunni Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Nýársswing með handbremsu Getuleysi á stóra sviðinu Barist um arfinn í Borgó Sjá meira