Brjóstumkennanlegt Teitur Guðmundsson skrifar 14. febrúar 2012 06:00 Það virðist engan enda ætla að taka sú kvöl sem brjóstapúðar af PIP gerð hafa valdið konum um víða veröld. Nú berast fregnir af því að fleiri tegundir brjóstapúða hafi verið með sama innihaldi en seldir undir öðru vörumerki. Hingað til hafa nöfnin TiBREEZE og Rofil-M verið nefnd til viðbótar og Þjóðverjar hafa gefið leiðbeiningar um að allar fyllingar af þessum gerðum skuli einnig fjarlægðar með sama fyrirkomulagi og PIP brjóstapúðarnir. Óljóst er hvort slíkir púðar voru notaðir hér. Í skýrslu Vísindasiðanefndar Evrópusambandsins sem kom út 1. febrúar síðastliðinn og landlæknir byggir leiðbeiningar sínar á um fjarlægingu brjóstapúða af PIP gerð, er ekki minnst á aðrar tegundir hvað þá heldur tekin afstaða til viðvörunar FDA (Food and Drug Administration) í Bandaríkjunum frá síðastliðnu ári um möguleg tengsl við krabbamein af ALCL (Anaplastic large cell lymphoma) toga og brjóstafyllinga almennt. Líkurnar eru vissulega taldar afar litlar og jafnvel óljóst hvort tengsl eru þar á milli en engu að síður sá FDA sig knúna til að gefa út opinbera viðvörun og almennar ráðleggingar til sjúklinga og heilbrigðisstarfsmanna þessa efnis. Þessi viðvörun hefur ekki verið dregin til baka. Það er þó tekið sérstaklega fram í ofangreindri skýrslu að engin þekkt hætta sé á krabbameini af völdum brjóstapúða. Hér er misræmi á ferð. Nú virðist augljóst að upplýsingaflæði til kvenna, ef marka má fréttaflutning, hefur verið í það minnsta ruglingslegt og hefur umræðan snúist fyrst og fremst um lögsóknir, skaðabótaábyrgð, skattaundanskot og mannorðsmeiðingar. Meira að segja hefur Læknafélag Íslands séð sig knúið til að standa upp og verja mannorð læknastéttarinnar í heild sinni gagnvart því sem talin eru ærumeiðandi ummæli aðstoðarskattrannsóknarstjóra í fjölmiðlum um skattamál lækna almennt. Þetta er auðvitað ekki til eftirbreytni og er synd ef þetta mál kastar rýrð á heila stétt fagfólks. Ég tel augljóst að yfirvöld og lýtalæknar eru að reyna sitt allra besta í því að eiga við þennan vanda og miðla upplýsingum eins og þau geta, en betur má ef duga skal. Það sem mér finnst þó einna áhugaverðast er að í umræðunni kemur fram að flestar almennar brjóstafyllingar leka með tímanum. Samkvæmt vísindasiðanefndinni hafa verið gerðar býsna margar rannsóknir og er mismunandi tíðni eftir því hverrar kynslóðar fyllingarnar eru, þær elstu leka mest virðist vera, eða allt að 69 prósent. Þá þykir mér áhugavert að eina landið í heiminum sem er með skýrar reglur um eftirlit með brjóstapúðum eru Bandaríkin, en þar er ráðlagt að fara í segulómun þremur árum eftir innsetningu púða og á 2ja ára fresti eftir það. Almennar ráðleggingar þar um fjarlægingu púða miðast við einkenni sjúklings og kosmetískar ástæður eins og útlit og aflögun. Í nýlegum tölum landlæknis um tíðni rofs á PIP púðum kemur fram að 68% eru rofin samkvæmt ómskoðun sem er ekki nákvæmasta rannsóknin, heldur segulómun. Má því gera því skóna að tíðni rofs sé jafnvel enn hærri ef miðað er við næmni rannsóknaraðferðar. Af þessu öllu má ráða að það eru mismunandi leikreglur varðandi þessa tegund fegrunaraðgerða og sérfræðingar eru ekki sammála um áhættu, eftirlit og langtímavanda kvenna sem eru með brjóstafyllingar. Þá kemur aukinheldur fram að það vantar frekari rannsóknir til að staðfesta eða hrekja skaðsemi þeirra, þó hún sé að öllum líkindum lítil. Eftir stendur að í öllum tilvikum er verið að setja aðskotahlut inn í líkama kvenna sem felur í sér margvíslega áhættu auk svæfingarinnar sjálfrar. Landlæknisembættið og Félag lýtalækna gáfu út bækling um brjóstastækkanir árið 2002 og er ágætur en það er mikilvægt að upplýsingar séu réttar og eins nákvæmar og kostur er. Ég vænti þess að þessi bæklingur auk annars efnis verði endurnýjaður og uppfærður miðað við nýjustu þekkingu í dag auk þess sem lýtalæknar og heilbrigðisyfirvöld komi sér saman um vinnuferla varðandi eftirlit, íhlutun og kostnaðarþáttöku til frambúðar. Mikilvægt er að hafa í huga að konur hafa ýmsar ástæður fyrir því að fá fyllingar í brjóst sín og skal ekki gera lítið úr því eða tengja eingöngu við hégóma og útlitsdýrkun eins og umræðan hefur verið brjóstumkennanleg upp á síðkastið. Konurnar hafa þó ríka skyldu til að vera meðvitaðar um hætturnar af slíkri aðgerð og þá staðreynd að þær þurfi líklega að undirgangast fleiri en eina, á eigin kostnað, til að viðhalda barmi sínum burtséð frá PIP púðum eða öðrum fyllingum. Þegar hins vegar hætta steðjar að heilsu kvenna vegna svikinnar vöru sem alþekkt er þá bregst íslenska heilbrigðiskerfið við með réttu á sama hátt og við gerum ekki greinarmun á þeim sem reykir og skapar sér sjúkdóm, eða þess sem slasar sig t.a.m. undir áhrifum áfengis eða vímuefna. Þess vegna er gott að búa á Íslandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Teitur Guðmundsson Mest lesið Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson Skoðun Svar við hótunum Eflingar Sigurður G. Guðjónsson Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson Skoðun Dæmalaus málflutningur Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skautun eða tvíhyggja? Þóra Pétursdóttir Skoðun Manni verður kalt ef maður pissar í skóinn sinn Guðríður Eldey Arnardóttir Skoðun Egóið er í hégómanum Skúli S. Ólafsson Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt Skoðun Grýtt eða greið leið? Þröstur Sæmundsson Skoðun
Það virðist engan enda ætla að taka sú kvöl sem brjóstapúðar af PIP gerð hafa valdið konum um víða veröld. Nú berast fregnir af því að fleiri tegundir brjóstapúða hafi verið með sama innihaldi en seldir undir öðru vörumerki. Hingað til hafa nöfnin TiBREEZE og Rofil-M verið nefnd til viðbótar og Þjóðverjar hafa gefið leiðbeiningar um að allar fyllingar af þessum gerðum skuli einnig fjarlægðar með sama fyrirkomulagi og PIP brjóstapúðarnir. Óljóst er hvort slíkir púðar voru notaðir hér. Í skýrslu Vísindasiðanefndar Evrópusambandsins sem kom út 1. febrúar síðastliðinn og landlæknir byggir leiðbeiningar sínar á um fjarlægingu brjóstapúða af PIP gerð, er ekki minnst á aðrar tegundir hvað þá heldur tekin afstaða til viðvörunar FDA (Food and Drug Administration) í Bandaríkjunum frá síðastliðnu ári um möguleg tengsl við krabbamein af ALCL (Anaplastic large cell lymphoma) toga og brjóstafyllinga almennt. Líkurnar eru vissulega taldar afar litlar og jafnvel óljóst hvort tengsl eru þar á milli en engu að síður sá FDA sig knúna til að gefa út opinbera viðvörun og almennar ráðleggingar til sjúklinga og heilbrigðisstarfsmanna þessa efnis. Þessi viðvörun hefur ekki verið dregin til baka. Það er þó tekið sérstaklega fram í ofangreindri skýrslu að engin þekkt hætta sé á krabbameini af völdum brjóstapúða. Hér er misræmi á ferð. Nú virðist augljóst að upplýsingaflæði til kvenna, ef marka má fréttaflutning, hefur verið í það minnsta ruglingslegt og hefur umræðan snúist fyrst og fremst um lögsóknir, skaðabótaábyrgð, skattaundanskot og mannorðsmeiðingar. Meira að segja hefur Læknafélag Íslands séð sig knúið til að standa upp og verja mannorð læknastéttarinnar í heild sinni gagnvart því sem talin eru ærumeiðandi ummæli aðstoðarskattrannsóknarstjóra í fjölmiðlum um skattamál lækna almennt. Þetta er auðvitað ekki til eftirbreytni og er synd ef þetta mál kastar rýrð á heila stétt fagfólks. Ég tel augljóst að yfirvöld og lýtalæknar eru að reyna sitt allra besta í því að eiga við þennan vanda og miðla upplýsingum eins og þau geta, en betur má ef duga skal. Það sem mér finnst þó einna áhugaverðast er að í umræðunni kemur fram að flestar almennar brjóstafyllingar leka með tímanum. Samkvæmt vísindasiðanefndinni hafa verið gerðar býsna margar rannsóknir og er mismunandi tíðni eftir því hverrar kynslóðar fyllingarnar eru, þær elstu leka mest virðist vera, eða allt að 69 prósent. Þá þykir mér áhugavert að eina landið í heiminum sem er með skýrar reglur um eftirlit með brjóstapúðum eru Bandaríkin, en þar er ráðlagt að fara í segulómun þremur árum eftir innsetningu púða og á 2ja ára fresti eftir það. Almennar ráðleggingar þar um fjarlægingu púða miðast við einkenni sjúklings og kosmetískar ástæður eins og útlit og aflögun. Í nýlegum tölum landlæknis um tíðni rofs á PIP púðum kemur fram að 68% eru rofin samkvæmt ómskoðun sem er ekki nákvæmasta rannsóknin, heldur segulómun. Má því gera því skóna að tíðni rofs sé jafnvel enn hærri ef miðað er við næmni rannsóknaraðferðar. Af þessu öllu má ráða að það eru mismunandi leikreglur varðandi þessa tegund fegrunaraðgerða og sérfræðingar eru ekki sammála um áhættu, eftirlit og langtímavanda kvenna sem eru með brjóstafyllingar. Þá kemur aukinheldur fram að það vantar frekari rannsóknir til að staðfesta eða hrekja skaðsemi þeirra, þó hún sé að öllum líkindum lítil. Eftir stendur að í öllum tilvikum er verið að setja aðskotahlut inn í líkama kvenna sem felur í sér margvíslega áhættu auk svæfingarinnar sjálfrar. Landlæknisembættið og Félag lýtalækna gáfu út bækling um brjóstastækkanir árið 2002 og er ágætur en það er mikilvægt að upplýsingar séu réttar og eins nákvæmar og kostur er. Ég vænti þess að þessi bæklingur auk annars efnis verði endurnýjaður og uppfærður miðað við nýjustu þekkingu í dag auk þess sem lýtalæknar og heilbrigðisyfirvöld komi sér saman um vinnuferla varðandi eftirlit, íhlutun og kostnaðarþáttöku til frambúðar. Mikilvægt er að hafa í huga að konur hafa ýmsar ástæður fyrir því að fá fyllingar í brjóst sín og skal ekki gera lítið úr því eða tengja eingöngu við hégóma og útlitsdýrkun eins og umræðan hefur verið brjóstumkennanleg upp á síðkastið. Konurnar hafa þó ríka skyldu til að vera meðvitaðar um hætturnar af slíkri aðgerð og þá staðreynd að þær þurfi líklega að undirgangast fleiri en eina, á eigin kostnað, til að viðhalda barmi sínum burtséð frá PIP púðum eða öðrum fyllingum. Þegar hins vegar hætta steðjar að heilsu kvenna vegna svikinnar vöru sem alþekkt er þá bregst íslenska heilbrigðiskerfið við með réttu á sama hátt og við gerum ekki greinarmun á þeim sem reykir og skapar sér sjúkdóm, eða þess sem slasar sig t.a.m. undir áhrifum áfengis eða vímuefna. Þess vegna er gott að búa á Íslandi.
Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson Skoðun
Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson Skoðun
Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt Skoðun