Vélin er því miður full 15. febrúar 2012 06:00 Aren"t you glad we never had any children?" Ég leit undrandi upp við nefmælta spurninguna og horfði beint upp í nefið á amerískum ferðamanni á sjötugsaldri, íklæddum liprum æfingagalla en súrum á svip. Spurningin var ekki ætluð mér beinlínis þó hann hefði ekki lækkað róminn, heldur eiginkonu hans sem stóð við hlið hans, í eins galla. Ég var að baksast gegnum flugstöðina í Reykjavík með tvo organdi smákrakka, barnakerru, ferðatösku, skiptitösku og bílstóla og manninum blöskraði svo fyrirgangurinn að hann gat ekki orða bundist, í trausti þess að ég skildi fullkomlega ensku. Í annari ferð hafði ég komið mér fyrir í gluggasæti flugvélar og sat með tæplega tveggja ára skottuna í fanginu. Farþegarnir tíndust inn í vélina og þegar maðurinn sem átti sætið við hliðina sá okkur mæðgurnar varð honum að orði: „Nú, það er svona já!" Ég sá að honum leist ekki á okkur sem ferðafélaga í þröngri vélinni, enda spurði hann flugfreyjuna strax og án þess að lækka róminn, hvort eitthvert annað sæti væri laust. Henni var litið á okkur og sagði manninum skilningsrík að „því miður" væri vélin full. Hann kom sér andvarpandi fyrir. Við mæðgur vorum allt í einu orðnar eins og óvelkomnir aðskotahlutir og ekkert óeðlilegt að það væri gefið berlega í skyn. Þó höfðum við greitt fyrir farið! Það heyrðist ekki í skottunni meðan á flugferðinni stóð og við strunsuðum snúðugar fram hjá sessunaut okkar þegar á áfangastað var komið. Barnsgrátur í þröngu rými er óþolandi. Sjálf gat ég orðið hundfúl í slíkum flugferðum og gerði þá lítið til að fela þóttasvipinn á andlitinu. Þá átti ég engin börn sjálf. Lét jafnvel út úr mér athugasemdir án þess að lækka róminn. Þóttafullar athugasemdir um börn og ónæðið af þeim eru frímiði sem fólk notar hikstalaust til að létta á sér enda allir sammála um að börnum fylgir þreytandi hávaði. En það er ósanngjarnt. Þó ekki væri nema fyrir það að öll höfum við sjálf verið organdi börn einhvern tíma. Ég held að sá ameríski með snúðinn á flugstöðinni um árið hafi ekki ætlast til svars við spurningu sinni, enda virti frúin mann sinn ekki viðlits. Hún fylgdist bara þegjandi með okkur skakklappast þetta fram hjá þeim. Þegar hún blikkaði skyndilega framan í drenginn minn svo lítið bar á vissi ég hvert svar hennar hefði verið. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ragnheiður Tryggvadóttir Mest lesið Halldór 22.12.2024 Halldór Baldursson Halldór Tímamót Jón Steindór Valdimarsson Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun Forréttindablinda strákanna í Viðskiptaráði Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun Þarf alltaf að vera svín? Harpa Kristbergsdóttir Skoðun
Aren"t you glad we never had any children?" Ég leit undrandi upp við nefmælta spurninguna og horfði beint upp í nefið á amerískum ferðamanni á sjötugsaldri, íklæddum liprum æfingagalla en súrum á svip. Spurningin var ekki ætluð mér beinlínis þó hann hefði ekki lækkað róminn, heldur eiginkonu hans sem stóð við hlið hans, í eins galla. Ég var að baksast gegnum flugstöðina í Reykjavík með tvo organdi smákrakka, barnakerru, ferðatösku, skiptitösku og bílstóla og manninum blöskraði svo fyrirgangurinn að hann gat ekki orða bundist, í trausti þess að ég skildi fullkomlega ensku. Í annari ferð hafði ég komið mér fyrir í gluggasæti flugvélar og sat með tæplega tveggja ára skottuna í fanginu. Farþegarnir tíndust inn í vélina og þegar maðurinn sem átti sætið við hliðina sá okkur mæðgurnar varð honum að orði: „Nú, það er svona já!" Ég sá að honum leist ekki á okkur sem ferðafélaga í þröngri vélinni, enda spurði hann flugfreyjuna strax og án þess að lækka róminn, hvort eitthvert annað sæti væri laust. Henni var litið á okkur og sagði manninum skilningsrík að „því miður" væri vélin full. Hann kom sér andvarpandi fyrir. Við mæðgur vorum allt í einu orðnar eins og óvelkomnir aðskotahlutir og ekkert óeðlilegt að það væri gefið berlega í skyn. Þó höfðum við greitt fyrir farið! Það heyrðist ekki í skottunni meðan á flugferðinni stóð og við strunsuðum snúðugar fram hjá sessunaut okkar þegar á áfangastað var komið. Barnsgrátur í þröngu rými er óþolandi. Sjálf gat ég orðið hundfúl í slíkum flugferðum og gerði þá lítið til að fela þóttasvipinn á andlitinu. Þá átti ég engin börn sjálf. Lét jafnvel út úr mér athugasemdir án þess að lækka róminn. Þóttafullar athugasemdir um börn og ónæðið af þeim eru frímiði sem fólk notar hikstalaust til að létta á sér enda allir sammála um að börnum fylgir þreytandi hávaði. En það er ósanngjarnt. Þó ekki væri nema fyrir það að öll höfum við sjálf verið organdi börn einhvern tíma. Ég held að sá ameríski með snúðinn á flugstöðinni um árið hafi ekki ætlast til svars við spurningu sinni, enda virti frúin mann sinn ekki viðlits. Hún fylgdist bara þegjandi með okkur skakklappast þetta fram hjá þeim. Þegar hún blikkaði skyndilega framan í drenginn minn svo lítið bar á vissi ég hvert svar hennar hefði verið.