Milli fótleggjanna Sif Sigmarsdóttir skrifar 17. febrúar 2012 06:00 Árið er 1859. Breskt samfélag iðar af lífi og um margt er skrafað. Viktoría drottning og Albert prins hafa eignast sitt fyrsta barnabarn; Uppruni tegundanna eftir Charles Darwin lítur dagsins ljós; Big Ben er tekinn í gagnið; ein spurning brennur á allra vörum: Hver er George Eliot? Fyrsta bók þessa óþekkta höfundar sem skrifar undir skáldanafni fer sem eldur um sinu. Uppi eru margar kenningar, sú algengasta að höfundurinn sé sveitaprestur. Ráðgátan virðist leyst þegar karlmaður stígur fram og kveðst vera George. Sá reynist loddari. Loks gefur hinn rétti höfundur sig fram. Nafn eins ástsælasta rithöfundar Viktoríutímabilsins reynist vera Mary Anne Evans. Árið er 1997. Verkamannaflokkurinn undir stjórn Tony Blair vinnur stórsigur í þingkosningum; Díana prinsessa lætur lífið í bílslysi í París; framlag Breta sigrar Evróvisjón. Í skrifstofu lítillar bókaútgáfu í Lundúnum stendur yfir lokafrágangur á frumraun ungs höfundar. Verkið lætur lítið yfir sér. Útgáfustjórinn er svartsýnn á velgengni. Það er einkum eitt sem veldur honum höfuðverk: Nafn höfundarins er Joanna. Mary Anne Evans merkti bækur sínar karlmannsnafni svo þær yrðu teknar alvarlega. Tæpri einni og hálfri öld síðar var Jóhönnu nokkurri Rowling gert að karlmannsvæða skírnarnafn sitt. Útgefandi hennar sagði engan mundu kaupa bók um galdrastrák sem skrifuð væri af kvenmanni. Til að bjarga Harry Potter frá gleymsku varð Jóhanna að J. K. Rowling. Um svipað leyti var bresku Orange-verðlaununum í kvennabókmenntum hleypt af stokkunum til að bregðast við kerfisbundnu virðingarleysi í garð skrifa kvenna sem voru að mestu hunsuð af gagnrýnendum og verðlaunasamkomum. Hafa sams konar viðurkenningar skotið rótum víða, m.a. á Íslandi í formi Fjöruverðlaunanna. Árið 2012 er þó enn langt í land. Rannsóknir sýna að bókmenntarit fjalla langtum oftar um bækur karla en kvenna: 74% umfjöllunar London Review of Books er um verk karla. Sama er uppi á teningnum á Íslandi. Sextán karlar hafa hlotið Íslensku bókmenntaverðlaunin fyrir fagurbókmenntir en aðeins sjö konur. Í fullkomnum heimi væru sérstök bókmenntaverðlaun konum til handa óþörf. Bókmenntir eru ekki spretthlaup. Á sviði bókmennta ætti fólk að geta keppt sín á milli óháð því hvað hangir eða hangir ekki milli fótleggjanna á því. En í heimi þar sem kvenrithöfundar eru svo fjarri því að njóta sannmælis að þeir þurfa að grípa til kænskubragða sem viðhöfð voru á Viktoríutímabilinu er óskandi að sem flestir leggi við hlustir þegar Fjöruverðlaunin verða afhent í Iðnó á sunnudaginn. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sif Sigmarsdóttir Mest lesið Isavia sóar fjármagni í eigin ímynd Skúli Gunnar Sigfússon Skoðun Tafir á réttlæti: Opin gagnrýni á kærunefnd jafnréttismála og eftirlit jafnréttisráðherra Erna Guðmundsdóttir Skoðun Ísland undaskilið alþjóðlegum kolefniskvóta Ólafur Ágúst Hraundal Skoðun Munu næstu fjögur ár nægja? Kolbrún Halldórsdóttir Skoðun Vöruhúsið í Álfabakka - í boði hvers? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Forseti ASÍ á skautum Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Sníkjudýr? Efling afhjúpar eðli sitt Aðalgeir Ásvaldsson Skoðun Stórkostlega ungur Kristján Friðbert Friðbertsson Skoðun Forgangsröðum forgangsröðun Gylfi Ólafsson Skoðun Yrkjum lífsgæði í Dölunum Björn Bjarki Þorsteinsson Skoðun
Árið er 1859. Breskt samfélag iðar af lífi og um margt er skrafað. Viktoría drottning og Albert prins hafa eignast sitt fyrsta barnabarn; Uppruni tegundanna eftir Charles Darwin lítur dagsins ljós; Big Ben er tekinn í gagnið; ein spurning brennur á allra vörum: Hver er George Eliot? Fyrsta bók þessa óþekkta höfundar sem skrifar undir skáldanafni fer sem eldur um sinu. Uppi eru margar kenningar, sú algengasta að höfundurinn sé sveitaprestur. Ráðgátan virðist leyst þegar karlmaður stígur fram og kveðst vera George. Sá reynist loddari. Loks gefur hinn rétti höfundur sig fram. Nafn eins ástsælasta rithöfundar Viktoríutímabilsins reynist vera Mary Anne Evans. Árið er 1997. Verkamannaflokkurinn undir stjórn Tony Blair vinnur stórsigur í þingkosningum; Díana prinsessa lætur lífið í bílslysi í París; framlag Breta sigrar Evróvisjón. Í skrifstofu lítillar bókaútgáfu í Lundúnum stendur yfir lokafrágangur á frumraun ungs höfundar. Verkið lætur lítið yfir sér. Útgáfustjórinn er svartsýnn á velgengni. Það er einkum eitt sem veldur honum höfuðverk: Nafn höfundarins er Joanna. Mary Anne Evans merkti bækur sínar karlmannsnafni svo þær yrðu teknar alvarlega. Tæpri einni og hálfri öld síðar var Jóhönnu nokkurri Rowling gert að karlmannsvæða skírnarnafn sitt. Útgefandi hennar sagði engan mundu kaupa bók um galdrastrák sem skrifuð væri af kvenmanni. Til að bjarga Harry Potter frá gleymsku varð Jóhanna að J. K. Rowling. Um svipað leyti var bresku Orange-verðlaununum í kvennabókmenntum hleypt af stokkunum til að bregðast við kerfisbundnu virðingarleysi í garð skrifa kvenna sem voru að mestu hunsuð af gagnrýnendum og verðlaunasamkomum. Hafa sams konar viðurkenningar skotið rótum víða, m.a. á Íslandi í formi Fjöruverðlaunanna. Árið 2012 er þó enn langt í land. Rannsóknir sýna að bókmenntarit fjalla langtum oftar um bækur karla en kvenna: 74% umfjöllunar London Review of Books er um verk karla. Sama er uppi á teningnum á Íslandi. Sextán karlar hafa hlotið Íslensku bókmenntaverðlaunin fyrir fagurbókmenntir en aðeins sjö konur. Í fullkomnum heimi væru sérstök bókmenntaverðlaun konum til handa óþörf. Bókmenntir eru ekki spretthlaup. Á sviði bókmennta ætti fólk að geta keppt sín á milli óháð því hvað hangir eða hangir ekki milli fótleggjanna á því. En í heimi þar sem kvenrithöfundar eru svo fjarri því að njóta sannmælis að þeir þurfa að grípa til kænskubragða sem viðhöfð voru á Viktoríutímabilinu er óskandi að sem flestir leggi við hlustir þegar Fjöruverðlaunin verða afhent í Iðnó á sunnudaginn.
Tafir á réttlæti: Opin gagnrýni á kærunefnd jafnréttismála og eftirlit jafnréttisráðherra Erna Guðmundsdóttir Skoðun
Tafir á réttlæti: Opin gagnrýni á kærunefnd jafnréttismála og eftirlit jafnréttisráðherra Erna Guðmundsdóttir Skoðun