G-bletturinn er flókinn Sigga Dögg skrifar 17. febrúar 2012 11:00 Vikulega berast spurningar frá lesendum til Siggu Daggar. Að þessu sinni varð afar líffræðileg spurning fyrir valinu. Sæl Sigga Dögg. Mig langar að byrja á að þakka þér fyrir pistlana þína. Finnst þetta góðar og heilbrigðar pælingar um efni sem mörgum er hugleikið. Ég er karlmaður kominn yfir fertugt og hef verið giftur í langan tíma. Nýlega þegar við vorum búin að vera að dágóða stund saman uppi í rúmi þá skyndilega var eins og eitthvað gerðist hjá henni og það sprautaðist út úr píkunni talsvert mikið af vökva og af talsvert miklum krafti. Þetta var tær, lyktarlaus vökvi og hún virtist verða jafnhissa á þessu og ég og sagði að þetta hefði aldrei gerst áður. Þetta endurtók sig síðan þrisvar sinnum í viðbót á næsta klukkutímanum. Þegar þetta gerðist þá hreinlega sprautaðist þetta út og lakið var orðið rennandi blautt að lokum. Mér fannst þetta gerast þegar komið var á vissan hátt við bunguna sem Kölluð er G-bletturinn. Ég upplifði það þannig að hún fengi fullnægingu á sama tíma. Ég hafði náttúrulega heyrt um „squirting" áður og geri ráð fyrir að það hafi verið það sem gerðist en ég er satt að segja talsvert ringlaður eftir þetta og hugsi varðandi ástarlíf okkar hjóna. Menn eru líka alltaf tortryggnir/áhyggjufullir hvort konur séu að „feika" eða ekki. Mig langar því að spyrja þig hvort a) Er hægt að framkalla „squirting" að gamni sínu? b) Er samasemmerki á milli „squirting" og fullnægingar eða þarf þetta tvennt ekkert að haldast í hendur? c) Getur þetta gerst hjá öllum konum? d) Af hverju gerist þetta? Svar: Ég þakka þér fyrir hólið. G-bletturinn er flókið fyrirbæri því konur virðast bara stundum finna fyrir honum. Örvun hans leiðir ekki alltaf til fullnægingar né safláts (squirting) þó það geti gert það. Þær konur sem finna fyrir G-blettinum finna ekki alltaf fyrir honum og stundum fylgir örvun hans saflát og stundum ekki. Eins getur örvun hans leitt til fullnægingar en það þarf þó ekki alltaf að vera svo. Við örvun G-blettsins þá lýsa konur því oft að þeim líði eins og þær þurfi að pissa. Til þess að geta leyft sér að upplifa fullnægingu með möguleikanum á safláti þá eru konur hvattar til að „sleppa" en ekki halda í sér. Þetta er eitthvað sem margar konur geta hugsanlega átt erfitt með að gera af ótta við að missa þvag á kynlífsfélagann. Ef það gerist þá ferst hvorki himinn né jörð. Hins vegar er vökvinn sem kemur við saflát ólíkur þvagi, eins og þið sáuð, og magnið getur verið allt frá nokkrum dropum og í það að bleyta lakið.Mikið fjör Það má hafa gaman að því að leita að G-blettinum.G-bletturinn er því frekar óstöðugt fyrirbæri sem erfitt getur verið að stóla á en getur komið skemmtilega á óvart þegar hann lætur sjá sig og vel liggur á honum. Svo virðist vera sem að sumar konur finni oftar fyrir G-blettinum en aðrar, þó er ekki hægt að útiloka að allar konur geti fundið fyrir honum einhvern tíma á lífsleiðinni. Sama má segja um saflát. Lykilinn að gæfuríkri örvun virðist felast í kynferðislegri spennu. Því æstari sem konan er, því auðveldara ætti það að vera að finna G-blettinn og örva hann. Þetta er þó ekki algilt og ekki er vitað með vissu af hverju hann birtist bara stundum og stundum ekki. Það má hafa gaman af því að leita að honum en fullnægingin stendur hvorki né fellur með örvun hans. Það getur verið gott að muna það. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigga Dögg Mest lesið Þurr janúar. Er það ekki málið? Árni Einarsson Skoðun Heiðarleg stjórnmál skila árangri - árangur Pírata í borgarstjórn 2024 Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Trú er holl Skúli S. Ólafsson Skoðun „Egó“, umhyggja og árangursríkasta áramótaheitið Sigurvin Lárus Jónsson Skoðun Dóttir mín – uppgjör eineltis Ragnheiður Harpa Sveinsdóttir Skoðun Þegar hjarðhegðun skyggir á skynsemi: Tökum upplýsta ákvörðun! Birta María Aðalsteinsdóttir Skoðun RÚV og litla vandamálið Ásgeir Sigurðsson Skoðun Undirgefni, trúleysi og tómarúm Einar Baldvin Árnason Skoðun Er sjávarútvegur einkamál kvótakónga? Finnbjörn A. Hermannsson Skoðun Halldór 28.12.2024 Halldór
Vikulega berast spurningar frá lesendum til Siggu Daggar. Að þessu sinni varð afar líffræðileg spurning fyrir valinu. Sæl Sigga Dögg. Mig langar að byrja á að þakka þér fyrir pistlana þína. Finnst þetta góðar og heilbrigðar pælingar um efni sem mörgum er hugleikið. Ég er karlmaður kominn yfir fertugt og hef verið giftur í langan tíma. Nýlega þegar við vorum búin að vera að dágóða stund saman uppi í rúmi þá skyndilega var eins og eitthvað gerðist hjá henni og það sprautaðist út úr píkunni talsvert mikið af vökva og af talsvert miklum krafti. Þetta var tær, lyktarlaus vökvi og hún virtist verða jafnhissa á þessu og ég og sagði að þetta hefði aldrei gerst áður. Þetta endurtók sig síðan þrisvar sinnum í viðbót á næsta klukkutímanum. Þegar þetta gerðist þá hreinlega sprautaðist þetta út og lakið var orðið rennandi blautt að lokum. Mér fannst þetta gerast þegar komið var á vissan hátt við bunguna sem Kölluð er G-bletturinn. Ég upplifði það þannig að hún fengi fullnægingu á sama tíma. Ég hafði náttúrulega heyrt um „squirting" áður og geri ráð fyrir að það hafi verið það sem gerðist en ég er satt að segja talsvert ringlaður eftir þetta og hugsi varðandi ástarlíf okkar hjóna. Menn eru líka alltaf tortryggnir/áhyggjufullir hvort konur séu að „feika" eða ekki. Mig langar því að spyrja þig hvort a) Er hægt að framkalla „squirting" að gamni sínu? b) Er samasemmerki á milli „squirting" og fullnægingar eða þarf þetta tvennt ekkert að haldast í hendur? c) Getur þetta gerst hjá öllum konum? d) Af hverju gerist þetta? Svar: Ég þakka þér fyrir hólið. G-bletturinn er flókið fyrirbæri því konur virðast bara stundum finna fyrir honum. Örvun hans leiðir ekki alltaf til fullnægingar né safláts (squirting) þó það geti gert það. Þær konur sem finna fyrir G-blettinum finna ekki alltaf fyrir honum og stundum fylgir örvun hans saflát og stundum ekki. Eins getur örvun hans leitt til fullnægingar en það þarf þó ekki alltaf að vera svo. Við örvun G-blettsins þá lýsa konur því oft að þeim líði eins og þær þurfi að pissa. Til þess að geta leyft sér að upplifa fullnægingu með möguleikanum á safláti þá eru konur hvattar til að „sleppa" en ekki halda í sér. Þetta er eitthvað sem margar konur geta hugsanlega átt erfitt með að gera af ótta við að missa þvag á kynlífsfélagann. Ef það gerist þá ferst hvorki himinn né jörð. Hins vegar er vökvinn sem kemur við saflát ólíkur þvagi, eins og þið sáuð, og magnið getur verið allt frá nokkrum dropum og í það að bleyta lakið.Mikið fjör Það má hafa gaman að því að leita að G-blettinum.G-bletturinn er því frekar óstöðugt fyrirbæri sem erfitt getur verið að stóla á en getur komið skemmtilega á óvart þegar hann lætur sjá sig og vel liggur á honum. Svo virðist vera sem að sumar konur finni oftar fyrir G-blettinum en aðrar, þó er ekki hægt að útiloka að allar konur geti fundið fyrir honum einhvern tíma á lífsleiðinni. Sama má segja um saflát. Lykilinn að gæfuríkri örvun virðist felast í kynferðislegri spennu. Því æstari sem konan er, því auðveldara ætti það að vera að finna G-blettinn og örva hann. Þetta er þó ekki algilt og ekki er vitað með vissu af hverju hann birtist bara stundum og stundum ekki. Það má hafa gaman af því að leita að honum en fullnægingin stendur hvorki né fellur með örvun hans. Það getur verið gott að muna það.
Heiðarleg stjórnmál skila árangri - árangur Pírata í borgarstjórn 2024 Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun
Þegar hjarðhegðun skyggir á skynsemi: Tökum upplýsta ákvörðun! Birta María Aðalsteinsdóttir Skoðun
Heiðarleg stjórnmál skila árangri - árangur Pírata í borgarstjórn 2024 Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun
Þegar hjarðhegðun skyggir á skynsemi: Tökum upplýsta ákvörðun! Birta María Aðalsteinsdóttir Skoðun