Að snúast um vegprestinn Þorsteinn Pálsson skrifar 18. febrúar 2012 06:00 Á fjórða ári eftir hrun krónunnar og fall bankanna stendur þjóðin enn á vegamótum í þeim skilningi að hún hefur ekki valið ákveðna leið til þess að feta sig eftir við endurreisnina. Vegpresturinn stendur á sínum stað. Ætli menn að komast úr sporunum þarf að velja eina af leiðunum frá honum. Frá því að efnahagsáætlun Alþjóðagjaldeyrissjóðsins rann sitt skeið um mitt síðasta ár hafa stjórnvöld ýmist hallað sér upp að vegprestinum eða snúist í kringum hann. Ný efnahagsáætlun hefur ekki verið samin. Pólitíska málefnakreppan hefur komið í veg fyrir að menn gætu gert nýja áætlun og valið nýja leið. Þess sjást þegar merki í vaxandi verðbólgu og með veikari krónu. Á þessum vettvangi var í síðustu viku vakin á því athygli að veruleg hætta væri á að lífeyrissjóðirnir myndu tapa sjálfstæði sínu á næstu árum. Ástæðan er sú að stefnuleysi í ríkisfjármálum og peningamálum er smám saman að leiða til þess að áhætta ríkissjóðs og lífeyrissjóðanna tvinnast saman eins og hjá gömlu bönkunum og stærstu eigendum þeirra. Afleiðingin getur orðið sambærileg. Formaður velferðarnefndar Alþingis staðfesti í vikunni að fullt tilefni væri til þessa beygs með því að lýsa yfir því að huga ætti að því að steypa lífeyrisréttindum landsmanna í eitt kerfi. Á mæltu máli þýðir það að hverfa frá söfnunarkerfi og innleiða gegnumstreymiskerfi. Tilgangurinn er að eyða uppsöfnuðum sparnaði. Slíkar yfirlýsingar benda ótvírætt til að í ráðleysinu upp við vegprestinn sé sú freisting ofar í huga ríkisstjórnarinnar að halda áfram að nota lífeyrissjóðina til þess að ná öðrum pólitískum markmiðum en að tryggja sjóðsfélögum lífeyri á efri árum.Þvingunarráð Í vikunni var greint frá samkomulagi ríkisstjórnarinnar við lífeyrissjóðina um þátttöku í gjaldeyrisuppboðum Seðlabankans. Dæmið leit ekki illa út eins og það var kynnt. Lífeyrissjóðirnir flytja heim erlendan gjaldeyri. Það styrkir stöðu krónunnar og ætti eftir kenningunni að auðvelda Seðlabankanum að aflétta gjaldeyrishöftunum. Hér þarf þó að horfa á fleiri hliðar. Í fyrsta lagi er þetta þvingunaraðgerð. Hún svarar því ekki þeirri spurningu sem öllu máli skiptir: Eru menn tilbúnir af fúsum og frjálsum vilja að breyta erlendum eignum í íslenskar krónur? Fyrir vikið hefur aðgerðin ekki þann trúverðugleika sem vera þyrfti. Í annan stað er þetta enn eitt dæmið um hvernig stjórnvöld draga lífeyrissjóðina inn í sameiginlega áhættu vegna veikrar ríkisfjármálastefnu. Veiking lífeyrissjóðanna getur að sönnu styrkt ríkissjóð og Seðlabankann í bráð. Á hinn bóginn grefur hún undan langtímamarkmiðum um fjármálastöðugleika og einni meginstoð velferðarkerfisins. Í þriðja lagi er með þvingunarráðum eins og þessum verið að hindra lífeyrissjóðina í að dreifa áhættu með fjárfestingum erlendis. Sú áhættudreifing er eitt af haldreipum sjóðanna. Verði gjaldeyrishöftunum aflétt er skylda sjóðanna að fara út aftur með peninga til að tryggja eðlilega áhættudreifingu. Þá kunna menn að standa í þeim sporum að þurfa að hefta útstreymið með öðrum ráðum. Á endanum gæti þetta haft þá einu þýðingu að hjálpa Seðlabankanum að skipta um nafn eða form á höftunum. Er það markmiðið?Veldur krónan nýju hruni? Einn af yngri hagfræðingum landsins, Heiðar Már Guðjónsson, vakti í vikunni með athyglisverðum greinaflokki í þessu blaði athygli á hverjar afleiðingar það getur haft að fylgja áfram óbreyttri stefnu í peningamálum. Í raun hefur ekkert breyst í þeim efnum. Allt er eins og það var fyrir hrun að viðbættum höftunum. Hann sýnir með sterkum rökum fram á að þetta geti leitt til annars hruns innan fjögurra ára. Heiðar Már Guðjónsson telur róttæka stefnubreytingu óhjákvæmilega með upptöku nýrrar myntar og leggur til að það verði gert einhliða og bendir einkum á Kanadadollar. Hann telur að samningar um aðild að evrópska myntbandalaginu taki of langan tíma og ný mynt yrði keypt of dýru verði ef fórna þyrfti fiskveiðiréttindum á móti. Hvort tveggja er í sjálfu sér rétt. Spurningin er bara hvort unnt er í samningum að tryggja fiskveiðihagsmunina og hraða ferlinum. Það er markmið aðildarviðræðnanna. Kjarni málsins er þó sá að ekki er unnt að halda áfram án skýrrar stefnumörkunar. Hinn kosturinn, að hanga utan í vegprestinum og þora ekki að velja nýja leið, mun á endanum kalla yfir okkur nýtt hrun. Spurningin er bara hversu hratt. Vandinn er sá að hvorki ríkisstjórnin né stjórnarandstaðan fást til að taka ákvörðun um hvert á að halda og hvernig varða á veginn. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorsteinn Pálsson Mest lesið Þurr janúar. Er það ekki málið? Árni Einarsson Skoðun Heiðarleg stjórnmál skila árangri - árangur Pírata í borgarstjórn 2024 Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Trú er holl Skúli S. Ólafsson Skoðun „Egó“, umhyggja og árangursríkasta áramótaheitið Sigurvin Lárus Jónsson Skoðun Dóttir mín – uppgjör eineltis Ragnheiður Harpa Sveinsdóttir Skoðun Þegar hjarðhegðun skyggir á skynsemi: Tökum upplýsta ákvörðun! Birta María Aðalsteinsdóttir Skoðun RÚV og litla vandamálið Ásgeir Sigurðsson Skoðun Undirgefni, trúleysi og tómarúm Einar Baldvin Árnason Skoðun Er sjávarútvegur einkamál kvótakónga? Finnbjörn A. Hermannsson Skoðun Halldór 28.12.2024 Halldór
Á fjórða ári eftir hrun krónunnar og fall bankanna stendur þjóðin enn á vegamótum í þeim skilningi að hún hefur ekki valið ákveðna leið til þess að feta sig eftir við endurreisnina. Vegpresturinn stendur á sínum stað. Ætli menn að komast úr sporunum þarf að velja eina af leiðunum frá honum. Frá því að efnahagsáætlun Alþjóðagjaldeyrissjóðsins rann sitt skeið um mitt síðasta ár hafa stjórnvöld ýmist hallað sér upp að vegprestinum eða snúist í kringum hann. Ný efnahagsáætlun hefur ekki verið samin. Pólitíska málefnakreppan hefur komið í veg fyrir að menn gætu gert nýja áætlun og valið nýja leið. Þess sjást þegar merki í vaxandi verðbólgu og með veikari krónu. Á þessum vettvangi var í síðustu viku vakin á því athygli að veruleg hætta væri á að lífeyrissjóðirnir myndu tapa sjálfstæði sínu á næstu árum. Ástæðan er sú að stefnuleysi í ríkisfjármálum og peningamálum er smám saman að leiða til þess að áhætta ríkissjóðs og lífeyrissjóðanna tvinnast saman eins og hjá gömlu bönkunum og stærstu eigendum þeirra. Afleiðingin getur orðið sambærileg. Formaður velferðarnefndar Alþingis staðfesti í vikunni að fullt tilefni væri til þessa beygs með því að lýsa yfir því að huga ætti að því að steypa lífeyrisréttindum landsmanna í eitt kerfi. Á mæltu máli þýðir það að hverfa frá söfnunarkerfi og innleiða gegnumstreymiskerfi. Tilgangurinn er að eyða uppsöfnuðum sparnaði. Slíkar yfirlýsingar benda ótvírætt til að í ráðleysinu upp við vegprestinn sé sú freisting ofar í huga ríkisstjórnarinnar að halda áfram að nota lífeyrissjóðina til þess að ná öðrum pólitískum markmiðum en að tryggja sjóðsfélögum lífeyri á efri árum.Þvingunarráð Í vikunni var greint frá samkomulagi ríkisstjórnarinnar við lífeyrissjóðina um þátttöku í gjaldeyrisuppboðum Seðlabankans. Dæmið leit ekki illa út eins og það var kynnt. Lífeyrissjóðirnir flytja heim erlendan gjaldeyri. Það styrkir stöðu krónunnar og ætti eftir kenningunni að auðvelda Seðlabankanum að aflétta gjaldeyrishöftunum. Hér þarf þó að horfa á fleiri hliðar. Í fyrsta lagi er þetta þvingunaraðgerð. Hún svarar því ekki þeirri spurningu sem öllu máli skiptir: Eru menn tilbúnir af fúsum og frjálsum vilja að breyta erlendum eignum í íslenskar krónur? Fyrir vikið hefur aðgerðin ekki þann trúverðugleika sem vera þyrfti. Í annan stað er þetta enn eitt dæmið um hvernig stjórnvöld draga lífeyrissjóðina inn í sameiginlega áhættu vegna veikrar ríkisfjármálastefnu. Veiking lífeyrissjóðanna getur að sönnu styrkt ríkissjóð og Seðlabankann í bráð. Á hinn bóginn grefur hún undan langtímamarkmiðum um fjármálastöðugleika og einni meginstoð velferðarkerfisins. Í þriðja lagi er með þvingunarráðum eins og þessum verið að hindra lífeyrissjóðina í að dreifa áhættu með fjárfestingum erlendis. Sú áhættudreifing er eitt af haldreipum sjóðanna. Verði gjaldeyrishöftunum aflétt er skylda sjóðanna að fara út aftur með peninga til að tryggja eðlilega áhættudreifingu. Þá kunna menn að standa í þeim sporum að þurfa að hefta útstreymið með öðrum ráðum. Á endanum gæti þetta haft þá einu þýðingu að hjálpa Seðlabankanum að skipta um nafn eða form á höftunum. Er það markmiðið?Veldur krónan nýju hruni? Einn af yngri hagfræðingum landsins, Heiðar Már Guðjónsson, vakti í vikunni með athyglisverðum greinaflokki í þessu blaði athygli á hverjar afleiðingar það getur haft að fylgja áfram óbreyttri stefnu í peningamálum. Í raun hefur ekkert breyst í þeim efnum. Allt er eins og það var fyrir hrun að viðbættum höftunum. Hann sýnir með sterkum rökum fram á að þetta geti leitt til annars hruns innan fjögurra ára. Heiðar Már Guðjónsson telur róttæka stefnubreytingu óhjákvæmilega með upptöku nýrrar myntar og leggur til að það verði gert einhliða og bendir einkum á Kanadadollar. Hann telur að samningar um aðild að evrópska myntbandalaginu taki of langan tíma og ný mynt yrði keypt of dýru verði ef fórna þyrfti fiskveiðiréttindum á móti. Hvort tveggja er í sjálfu sér rétt. Spurningin er bara hvort unnt er í samningum að tryggja fiskveiðihagsmunina og hraða ferlinum. Það er markmið aðildarviðræðnanna. Kjarni málsins er þó sá að ekki er unnt að halda áfram án skýrrar stefnumörkunar. Hinn kosturinn, að hanga utan í vegprestinum og þora ekki að velja nýja leið, mun á endanum kalla yfir okkur nýtt hrun. Spurningin er bara hversu hratt. Vandinn er sá að hvorki ríkisstjórnin né stjórnarandstaðan fást til að taka ákvörðun um hvert á að halda og hvernig varða á veginn.
Heiðarleg stjórnmál skila árangri - árangur Pírata í borgarstjórn 2024 Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun
Þegar hjarðhegðun skyggir á skynsemi: Tökum upplýsta ákvörðun! Birta María Aðalsteinsdóttir Skoðun
Heiðarleg stjórnmál skila árangri - árangur Pírata í borgarstjórn 2024 Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun
Þegar hjarðhegðun skyggir á skynsemi: Tökum upplýsta ákvörðun! Birta María Aðalsteinsdóttir Skoðun