Blíðar móttökur aðdénda Pain of Salvation í Evrópu 21. febrúar 2012 07:15 Ragnar Sólberg ferðast nú um Evrópu ásamt hljómsveitinni Pain of Salvation. Fréttablaðið/Stefán „Ég hef fengið mjög góðar viðtökur. Bæði frá gagnrýnendum og aðdáendum - þau virðast strax vera búin að samþykkja mig," segir tónlistarmaðurinn Ragnar Sólberg. Ragnar gekk nýlega til liðs við sænsku progg-þungarokkhljómsveitina Pain of Salvation. Hljómsveitin á aðdáendur víða um heim og er núna á tónleikaferðalagi um Evrópu. Ragnar er ánægður með viðtökurnar, en hann bjóst ekki við að þær yrðu svona góðar. „Ég bjóst algjörlega við því að mæta mótspyrnu og var viðbúinn því að þurfa að hrækja framan í mótmælendur, en ég er alveg búinn að sleppa við það hingað til," segir Ragnar, sem var staddur í Suður-Frakklandi þegar Fréttablaðið náði í hann. Hann segir að mórallinn í hljómsveitinni hafi verið góður frá fyrsta degi tónleikaferðalagsins, sem hófst í Skotlandi 10. febrúar. „Það er auðvitað voða mikill einkahúmor í gangi," segir Ragnar. „Sérstaklega hjá mér og trommaranum, báðir erum við innflytjendur og leikum okkur glatt að því að bulla á sænsku og búa til ný orð og svona. Tæknimennirnir og rótararnir eru á svipuðum aldri og ég og fullir af fjöri, fara seinastir að sofa og vakna fyrstir með bros á vör. Maður er náttúrulega löngu búinn að snúa sólarhringnum við þannig að aðallífið er á næturna, yfirleitt að hlusta á Kiss eða horfa á myndir á meðan rótararnir djamma í sínu horni." Ragnar er kominn til Spánar og kom fram ásamt Pain of Salvtaion í Madríd í gær og kemur fram í Barselóna í kvöld. Tónleikaferðalagið endar svo í Stokkhólmi í 26. mars eftir viðkomu í 14 löndum Evrópu á rúmum mánuði. atlifannar@frettabladid.is Lífið Mest lesið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Lífið Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið Frægir fundu ástina 2024 Lífið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Lífið Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn Lífið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Lífið 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Frægir fundu ástina 2024 „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Eitt fallegasta hús landsins sem Duna Laxness ólst upp í Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Barst með snjóflóði út í sjó og fékk hjartaáfall á tíu metra dýpi Hefðum við átt að sjá framboð Höllu Hrundar fyrir strax í febrúar? Ringo tróð upp á tónleikum Paul McCartney Safnaði fyrir björgunarsveitinni sem kom ömmu úr snjóflóði Fjölgar listaverkum eftir konur á Bessastöðum Helgi og Rakel með listgallerí í miðri íbúð þeirra Sonur Gunnhildar og Erin kominn með nafn Prinsinn kom á undan Kónginum Tilkynningin sem kom af stað óvæntri atburðarás Kári og Eva eru hjón Hafdís ætlar ekki að svara spurningaflóðinu Sjá meira
„Ég hef fengið mjög góðar viðtökur. Bæði frá gagnrýnendum og aðdáendum - þau virðast strax vera búin að samþykkja mig," segir tónlistarmaðurinn Ragnar Sólberg. Ragnar gekk nýlega til liðs við sænsku progg-þungarokkhljómsveitina Pain of Salvation. Hljómsveitin á aðdáendur víða um heim og er núna á tónleikaferðalagi um Evrópu. Ragnar er ánægður með viðtökurnar, en hann bjóst ekki við að þær yrðu svona góðar. „Ég bjóst algjörlega við því að mæta mótspyrnu og var viðbúinn því að þurfa að hrækja framan í mótmælendur, en ég er alveg búinn að sleppa við það hingað til," segir Ragnar, sem var staddur í Suður-Frakklandi þegar Fréttablaðið náði í hann. Hann segir að mórallinn í hljómsveitinni hafi verið góður frá fyrsta degi tónleikaferðalagsins, sem hófst í Skotlandi 10. febrúar. „Það er auðvitað voða mikill einkahúmor í gangi," segir Ragnar. „Sérstaklega hjá mér og trommaranum, báðir erum við innflytjendur og leikum okkur glatt að því að bulla á sænsku og búa til ný orð og svona. Tæknimennirnir og rótararnir eru á svipuðum aldri og ég og fullir af fjöri, fara seinastir að sofa og vakna fyrstir með bros á vör. Maður er náttúrulega löngu búinn að snúa sólarhringnum við þannig að aðallífið er á næturna, yfirleitt að hlusta á Kiss eða horfa á myndir á meðan rótararnir djamma í sínu horni." Ragnar er kominn til Spánar og kom fram ásamt Pain of Salvtaion í Madríd í gær og kemur fram í Barselóna í kvöld. Tónleikaferðalagið endar svo í Stokkhólmi í 26. mars eftir viðkomu í 14 löndum Evrópu á rúmum mánuði. atlifannar@frettabladid.is
Lífið Mest lesið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Lífið Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið Frægir fundu ástina 2024 Lífið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Lífið Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn Lífið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Lífið 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Frægir fundu ástina 2024 „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Eitt fallegasta hús landsins sem Duna Laxness ólst upp í Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Barst með snjóflóði út í sjó og fékk hjartaáfall á tíu metra dýpi Hefðum við átt að sjá framboð Höllu Hrundar fyrir strax í febrúar? Ringo tróð upp á tónleikum Paul McCartney Safnaði fyrir björgunarsveitinni sem kom ömmu úr snjóflóði Fjölgar listaverkum eftir konur á Bessastöðum Helgi og Rakel með listgallerí í miðri íbúð þeirra Sonur Gunnhildar og Erin kominn með nafn Prinsinn kom á undan Kónginum Tilkynningin sem kom af stað óvæntri atburðarás Kári og Eva eru hjón Hafdís ætlar ekki að svara spurningaflóðinu Sjá meira