The Artist talin sigurstranglegust 23. febrúar 2012 10:00 Kvikmyndin The Artist er talin sigurstranglegust á Óskarsverðlaunahátíðinni, sem haldin verður í 84. skipti næstkomandi sunnudag í Kodak Theatre í Hollywood. The Artist hefur verið að raka inn verðlaunum að undanförnu. Hún kom, sá og sigraði á Golden Globe-hátíðinni fyrr í mánuðinum og þykir líkleg til sigurs í flestum þeirra tíu flokka sem hún er tilnefnd í. Myndin er þó ekki með flestar tilnefningar, því nýjasta mynd Martins Scorsese, Hugo, er tilnefnd í ellefu flokkum. Myndirnar The Help, Moneyball og War Horse fengu sex tilnefningar og The Descendants er með fimm. Mikill fjöldi tilnefninga þarf þó ekki endilega að skila sér í styttu, því skemmst er að minnast Óskarsverðlaunahátíðarinnar í fyrra, þar sem True Grit var tilnefnd til tíu verðlauna en hlaut engin. Það er mjög áhugavert að myndirnar tvær sem fara inn í hátíðina með flestar tilnefningar eru báðar eins konar ástarbréf til „gömlu Hollywood". The Artist er öll í svarthvítu, hún er næstum alveg þögul og í henni eru engir þekktir leikarar. Þetta er í fyrsta skipti í næstum áttatíu ár sem svarthvít mynd þykir líklegust til að taka heim Óskarinn fyrir bestu myndina, og fari svo verður það aðeins í annað skipti í sögu verðlaunanna sem þögul mynd stendur uppi sem sigurvegari en þögla myndin Wings vann þau verðlaun á fyrstu Óskarsverðlaunahátíðinni árið 1929. Jean Dujardin hlaut Golden Globe-verðlaunin 2012 sem besti leikari í aðalhlutverki fyrir hlutverk sitt í The Artist, og þykir líklegur til að leika þann leik eftir á sunnudagskvöldið. Sömu sögu er að segja um Meryl Streep sem þykir sigurstrangleg fyrir túlkun sína á Margaret Thatcher í myndinni The Iron Lady. Streep hefur áður unnið til verðlaunanna tvisvar sinnum, árin 1979 og 1982 en hún á metið yfir flestar tilnefningar til Óskarsverðlauna fyrir leik, með alls 17 tilnefningar. Næst á eftir henni koma þau Katharine Hepburn og Jack Nicholson með tólf. Gamli sjarmörinn Christopher Plummer er tilnefndur sem besti aukaleikarinn fyrir leik sinn í myndinni Beginners, og fari svo að hann hljóti Óskarinn verður hann elsti verðlaunahafinn í sögu hátíðarinnar. Jafnaldri hans, Max von Sydow, er einnig tilnefndur sem besti aukaleikarinn og á því líka möguleika á að vera elsti verðlaunahafinn. Jessica Tandy á nú metið, en hún var áttræð þegar hún hlaut Óskarinn fyrir leik sinn í myndinni Driving Miss Daisy. Leikarinn Billy Crystal mun kynna hátíðina í níunda skipti, en aðeins Bob Hope hefur gert það oftar eða 19 sinnum. Crystal hefur hingað til þótt standa sig mjög vel í hlutverkinu og jafnvel verið nefndur einn besti kynnir í sögu hátíðarinnar sem verður send út beint til 225 landa út um allan heim. tinnaros@frettabladid.is Golden Globes Lífið Tengdar fréttir Ákærður fyrir henda flösku í lögreglubíl „Sé ég eftir þessu? Já, ætli það ekki. Veskið mitt sér líka eftir þessu,“ segir rapparinn Emmsjé Gauti, sem hefur verið ákærður fyrir að henda glerflösku í lögreglubíl. 23. febrúar 2012 08:00 Mest lesið Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Lífið Páskakveðjur stjórnmálaflokka: Gervigreind, páskaeggjaleit og Sigmundur með kanínueyru Lífið Litla hryllingsbúðin kveður á Akureyri Lífið Losnaði við alla fíkn á augabragði: „Því Guð er með skyndilausnir líka“ Áskorun Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Lífið Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Tónlist Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu Lífið Veikindafríi Páls Óskars lokið Lífið Matargleði Evu: Dýrindis páskalamb Matur Fleiri fréttir Páskakveðjur stjórnmálaflokka: Gervigreind, páskaeggjaleit og Sigmundur með kanínueyru Litla hryllingsbúðin kveður á Akureyri Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Krakkatían: Páskar, söngkeppnir og afmælisbörn Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Trommari New Pornographers ákærður fyrir vörslu barnaníðsefnis Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Veikindafríi Páls Óskars lokið Fréttatía vikunnar: Íþróttir, afsökunarbeiðni og bækur Konfettíið enn að hrynja meðan hnéð „fimmfaldaðist“ Sunneva og Benedikt trúlofuð Tónlistarmyndband Addison Rae tekið upp á Íslandi Gengur yfir Sprengisand með hundrað kíló í eftirdragi Hafði mikla þörf fyrir að láta aðra sjá að hún væri spes týpa Mælir með því að tala við gervigreind sem sálfræðing „Eina sem maður getur gert er að reyna vera betri maður í dag en þá“ „Ég vildi fela mig fyrir heiminum“ „Leyfi lífinu bara að leiða mig“ Annarri tilraun að Fyre-hátíðinni frestað um ókomna tíð Fanney og Teitur greina frá kyninu Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Drógu saman um 74 prósent í samgöngukostnað Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Ferðalög, heimsóknir eða huggulegheit heima framundan um páskana Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu 100 áhrifamestu einstaklingar í heimi Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Breytt útlit Daða Freys vekur athygli Horfði á vin sinn fara í snjóflóði Falleg sérhæð í Hlíðunum Sjá meira
Kvikmyndin The Artist er talin sigurstranglegust á Óskarsverðlaunahátíðinni, sem haldin verður í 84. skipti næstkomandi sunnudag í Kodak Theatre í Hollywood. The Artist hefur verið að raka inn verðlaunum að undanförnu. Hún kom, sá og sigraði á Golden Globe-hátíðinni fyrr í mánuðinum og þykir líkleg til sigurs í flestum þeirra tíu flokka sem hún er tilnefnd í. Myndin er þó ekki með flestar tilnefningar, því nýjasta mynd Martins Scorsese, Hugo, er tilnefnd í ellefu flokkum. Myndirnar The Help, Moneyball og War Horse fengu sex tilnefningar og The Descendants er með fimm. Mikill fjöldi tilnefninga þarf þó ekki endilega að skila sér í styttu, því skemmst er að minnast Óskarsverðlaunahátíðarinnar í fyrra, þar sem True Grit var tilnefnd til tíu verðlauna en hlaut engin. Það er mjög áhugavert að myndirnar tvær sem fara inn í hátíðina með flestar tilnefningar eru báðar eins konar ástarbréf til „gömlu Hollywood". The Artist er öll í svarthvítu, hún er næstum alveg þögul og í henni eru engir þekktir leikarar. Þetta er í fyrsta skipti í næstum áttatíu ár sem svarthvít mynd þykir líklegust til að taka heim Óskarinn fyrir bestu myndina, og fari svo verður það aðeins í annað skipti í sögu verðlaunanna sem þögul mynd stendur uppi sem sigurvegari en þögla myndin Wings vann þau verðlaun á fyrstu Óskarsverðlaunahátíðinni árið 1929. Jean Dujardin hlaut Golden Globe-verðlaunin 2012 sem besti leikari í aðalhlutverki fyrir hlutverk sitt í The Artist, og þykir líklegur til að leika þann leik eftir á sunnudagskvöldið. Sömu sögu er að segja um Meryl Streep sem þykir sigurstrangleg fyrir túlkun sína á Margaret Thatcher í myndinni The Iron Lady. Streep hefur áður unnið til verðlaunanna tvisvar sinnum, árin 1979 og 1982 en hún á metið yfir flestar tilnefningar til Óskarsverðlauna fyrir leik, með alls 17 tilnefningar. Næst á eftir henni koma þau Katharine Hepburn og Jack Nicholson með tólf. Gamli sjarmörinn Christopher Plummer er tilnefndur sem besti aukaleikarinn fyrir leik sinn í myndinni Beginners, og fari svo að hann hljóti Óskarinn verður hann elsti verðlaunahafinn í sögu hátíðarinnar. Jafnaldri hans, Max von Sydow, er einnig tilnefndur sem besti aukaleikarinn og á því líka möguleika á að vera elsti verðlaunahafinn. Jessica Tandy á nú metið, en hún var áttræð þegar hún hlaut Óskarinn fyrir leik sinn í myndinni Driving Miss Daisy. Leikarinn Billy Crystal mun kynna hátíðina í níunda skipti, en aðeins Bob Hope hefur gert það oftar eða 19 sinnum. Crystal hefur hingað til þótt standa sig mjög vel í hlutverkinu og jafnvel verið nefndur einn besti kynnir í sögu hátíðarinnar sem verður send út beint til 225 landa út um allan heim. tinnaros@frettabladid.is
Golden Globes Lífið Tengdar fréttir Ákærður fyrir henda flösku í lögreglubíl „Sé ég eftir þessu? Já, ætli það ekki. Veskið mitt sér líka eftir þessu,“ segir rapparinn Emmsjé Gauti, sem hefur verið ákærður fyrir að henda glerflösku í lögreglubíl. 23. febrúar 2012 08:00 Mest lesið Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Lífið Páskakveðjur stjórnmálaflokka: Gervigreind, páskaeggjaleit og Sigmundur með kanínueyru Lífið Litla hryllingsbúðin kveður á Akureyri Lífið Losnaði við alla fíkn á augabragði: „Því Guð er með skyndilausnir líka“ Áskorun Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Lífið Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Tónlist Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu Lífið Veikindafríi Páls Óskars lokið Lífið Matargleði Evu: Dýrindis páskalamb Matur Fleiri fréttir Páskakveðjur stjórnmálaflokka: Gervigreind, páskaeggjaleit og Sigmundur með kanínueyru Litla hryllingsbúðin kveður á Akureyri Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Krakkatían: Páskar, söngkeppnir og afmælisbörn Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Trommari New Pornographers ákærður fyrir vörslu barnaníðsefnis Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Veikindafríi Páls Óskars lokið Fréttatía vikunnar: Íþróttir, afsökunarbeiðni og bækur Konfettíið enn að hrynja meðan hnéð „fimmfaldaðist“ Sunneva og Benedikt trúlofuð Tónlistarmyndband Addison Rae tekið upp á Íslandi Gengur yfir Sprengisand með hundrað kíló í eftirdragi Hafði mikla þörf fyrir að láta aðra sjá að hún væri spes týpa Mælir með því að tala við gervigreind sem sálfræðing „Eina sem maður getur gert er að reyna vera betri maður í dag en þá“ „Ég vildi fela mig fyrir heiminum“ „Leyfi lífinu bara að leiða mig“ Annarri tilraun að Fyre-hátíðinni frestað um ókomna tíð Fanney og Teitur greina frá kyninu Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Drógu saman um 74 prósent í samgöngukostnað Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Ferðalög, heimsóknir eða huggulegheit heima framundan um páskana Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu 100 áhrifamestu einstaklingar í heimi Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Breytt útlit Daða Freys vekur athygli Horfði á vin sinn fara í snjóflóði Falleg sérhæð í Hlíðunum Sjá meira
Ákærður fyrir henda flösku í lögreglubíl „Sé ég eftir þessu? Já, ætli það ekki. Veskið mitt sér líka eftir þessu,“ segir rapparinn Emmsjé Gauti, sem hefur verið ákærður fyrir að henda glerflösku í lögreglubíl. 23. febrúar 2012 08:00
Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp
Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp