Lífið

Adele sýndi fingurinn í þakkarræðunni

Bresku tónlistarverðlaunin voru afhent í London á þriðjudagskvöldið og var rauða dreglinum rúllað út í tilefni kvöldsins. Eins og búist var við fór söngkonan Adele heim með tvenn verðlaun á hátíðinni við mikla lukku.

Söngkonan vinsæla komst hins vegar í fréttirnar fyrir aðrar sakir er hún sýndi myndavélinni löngutöng í miðri þakkarræðu. Ástæðan var sú að hún hafið talað of lengi og var kynnirinn, James Gorden, knúinn til að stoppa hana af.

Breski söngvarinn Ed Sheeran vann einnig tvenn verðlaun og Rihanna var valin alþjóðleg söngkona ársins og sigraði þar með okkar eigin Björk Guðmundsdóttur sem var tilnefnd í sama flokki.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.