Gullöld mannsins Jón Ormur Halldórsson skrifar 23. febrúar 2012 06:00 Við lifum lengsta frið frá stríðum stórvelda frá því stærri ríki tóku að myndast fyrir þúsundum ára. Það eru nær sjötíu ár frá því að stórveldum heimsins laust síðast saman í styrjöld. Milljónir hafa fallið vegna stríðsátaka á þessum tíma en heimurinn hefur ekki þurft að þola styrjaldir stórvelda um forustu í heiminum eða yfirráð á einstökum svæðum hans. Þessar fimmtíu aldir frá því Súmerar fóru að skrifa hluti hjá sér voru allar með öðrum hætti. Ótti við vatnaskilVið höfum í áratugi litið svo á að tiltölulega lítil hætta sé lengur á því að stærstu ríki heimsins fari að bítast um forustu í heiminum með þeim hætti sem stórveldi hafa gert alla sögu mannsins. Í nógu langan tíma til að gleyma því hvað þetta er einstakt ástand. Ástæðurnar fyrir þessum langa friði eru margar. Ein þeirra er fælingarmáttur kjarnorkuvopna. Aðrar eru jákvæðari, sumar efnislegar, aðrar huglægar. Nú stöndum við hins vegar við vatnaskil í alþjóðlegum efnahagsmálum og stjórnmálum. Hlutföll í heiminum eru gerbreytt frá því sem var fyrir skemmstu. Margir fræðimenn spyrja því spurninga um framtíð alþjóðakerfisins. Stóra spurningin þar er sú hvort hnígandi stórveldi heimsins og þau rísandi sjá sér öll hag í því að viðhalda grunngerð og einkennum núverandi alþjóðakerfis. GullöldFormleg og óformleg alþjóðakerfi uxu smám saman af grunni sem lagður var við lok síðari heimsstyrjaldarinnar, fyrst einkum af Bandaríkjunum og að minna leyti af Bretum og síðar einnig af Evrópusambandinu og mörgum öðrum. Þetta er ein mesta smíð mannsins. Þessi kerfi komu ekki einungis í veg fyrir stórstyrjaldir um forustu í heiminum heldur opnuðu þau smám saman leiðir til alþjóðlegra viðskipta og samskipta. Af þessu hlaust heimsvæðingin sem með öllum sínum göllum hefur valdið langmestu lífskjarabyltingu í sögu mannsins og tengt mannkynið saman með áður algerlega óþekktum hætti. Lífskjörum milljarða manna um allar álfur hefur verið breytt á nokkrum áratugum. Framfarir á öllum mögulegum sviðum þekkingar, samskipta og framleiðslu hafa valdið því að samtíminn er orðinn kapítuli alveg út af fyrir sig í heimssögunni. Við lifum gullöld mannsins. Vaxandi spennaÞetta hvílir á alþjóðakerfinu. Sífellt meiri, nánari, víðtækari og þéttari samvinna yfir landamæri ríkja er drifkraftur kerfisins. Kerfið sjálft; stofnanir, bandalög, samningar, lög og samþykktir eru ekki annað en beinagrind fyrir ótrúlega flókin net og fjölþætt kerfi sem tengja saman heiminn með algerlega nýjum hætti. Samspil á milli slíkra formlegra og óformlegra kerfa getur verið býsna flókið og það er líka viðkvæmt. Innan margra þessara kerfa, ekki síst þeirra formlegu sem oft eru stífari en hin, hefur myndast mikil og vaxandi spenna vegna þess að öll hlutföll í heiminum hafa gerbreyst án þess að kerfin hafi í öllum greinum þróast með. Það sem mestri spennu veldur er ör vöxtur Kína, miklar breytingar í Asíu og minnkandi efnahagsmáttur Vesturlanda. En miklu fleira kemur til. Það mun reyna mjög á þanþol alþjóðakerfisins á næstu árum. Stóra saganMargir sjá nú hvað þeir gætu misst. Nokkur ríki Vesturlanda áttu það til, að ekki sé meira sagt, að umgangast forustuhlutverk sitt í alþjóðakerfinu af lítilli ábyrgð og raunar stundum af glæpsamlegum kjánaskap sem varð til úr blöndu af græðgi, hroka og vanþekkingu. Galdurinn við kerfið er vestrænn að uppruna en fer hins vegar ekki í manngreinarálit á endanum. Þetta er hvatinn til frjálsra alþjóðaviðskipta sem hefur byggst inn í kerfið og gefið því þrótt. Þetta byrjaði allt með nýlendueinokun en hagsmunir frjálsra viðskipta urðu ofan á. Það þýddi hins vegar líka að fólk í Asíu, sem er alveg örugglega eins klárt og duglegt og Vesturlandabúar, gat farið að keppa á heimsmarkaði. Hundraðfaldur launamunur á milli nýlenduherra og undirsáta hefur verið að hverfa með undrahraða síðustu árin. Það er stóra sagan í heiminum, stóri aflvakinn í alþjóðakerfinu. Hvað tekur við?Ein meginspurning heimsmálanna, og hún varðar alla menn, er þessi: Munu hin nýju stórveldi Austursins sjá sér hag í að viðhalda því alþjóðakerfi sem hefur fengið að þróast frá lokum síðari heimsstyrjaldar? Það er auðvitað að þau ætla sér stóraukna hlutdeild í stjórn heimsins. Spurningin er hins vegar sú hvort þau hafi vilja og getu til að viðhalda grunnþáttum kerfisins. StefnaÞað má lesa úr hegðun rísandi velda eins og Kína, Indlands, Brasilíu, Tyrklands og Suður-Afríku að þau vilja öll auka veg svæðisbundinnar samvinnu. Bandaríkjamenn hafa áhyggjur af því að verða lokaðir úti af svæðisbundnum klúbbum en þetta fyrirkomulag hentar nýjum stórveldum. Þessi ríki munu hins vegar dragast meira inn í stórpólitík heimsins. Heimsvæðing síðustu áratuga kann að hafa gert hagsmuni allra ríkja heims líkari en þeir voru. Ekkert kemur hins vegar í staðinn fyrir sterkan vilja helstu ríkja og ríkjablokka heimsins. Hann er ekki augljós sem stendur. Samskipti rísandi og hnígandi velda eru erfið og hafa nær aldrei þar til nú verið friðsamleg. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fastir pennar Jón Ormur Halldórsson Skoðanir Mest lesið Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun Fersk fyrirheit: máttur nýársheita og skýrra markmiða Árni Sigurðsson Skoðun Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun Hvernig getum við stigið upp úr sorginni? Birna Guðný Björnsdóttir Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Alvotech og Arion banki stofna grunnskóla Haraldur Freyr Gíslason Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun Halldór 22.12.2024 Halldór Baldursson Halldór
Við lifum lengsta frið frá stríðum stórvelda frá því stærri ríki tóku að myndast fyrir þúsundum ára. Það eru nær sjötíu ár frá því að stórveldum heimsins laust síðast saman í styrjöld. Milljónir hafa fallið vegna stríðsátaka á þessum tíma en heimurinn hefur ekki þurft að þola styrjaldir stórvelda um forustu í heiminum eða yfirráð á einstökum svæðum hans. Þessar fimmtíu aldir frá því Súmerar fóru að skrifa hluti hjá sér voru allar með öðrum hætti. Ótti við vatnaskilVið höfum í áratugi litið svo á að tiltölulega lítil hætta sé lengur á því að stærstu ríki heimsins fari að bítast um forustu í heiminum með þeim hætti sem stórveldi hafa gert alla sögu mannsins. Í nógu langan tíma til að gleyma því hvað þetta er einstakt ástand. Ástæðurnar fyrir þessum langa friði eru margar. Ein þeirra er fælingarmáttur kjarnorkuvopna. Aðrar eru jákvæðari, sumar efnislegar, aðrar huglægar. Nú stöndum við hins vegar við vatnaskil í alþjóðlegum efnahagsmálum og stjórnmálum. Hlutföll í heiminum eru gerbreytt frá því sem var fyrir skemmstu. Margir fræðimenn spyrja því spurninga um framtíð alþjóðakerfisins. Stóra spurningin þar er sú hvort hnígandi stórveldi heimsins og þau rísandi sjá sér öll hag í því að viðhalda grunngerð og einkennum núverandi alþjóðakerfis. GullöldFormleg og óformleg alþjóðakerfi uxu smám saman af grunni sem lagður var við lok síðari heimsstyrjaldarinnar, fyrst einkum af Bandaríkjunum og að minna leyti af Bretum og síðar einnig af Evrópusambandinu og mörgum öðrum. Þetta er ein mesta smíð mannsins. Þessi kerfi komu ekki einungis í veg fyrir stórstyrjaldir um forustu í heiminum heldur opnuðu þau smám saman leiðir til alþjóðlegra viðskipta og samskipta. Af þessu hlaust heimsvæðingin sem með öllum sínum göllum hefur valdið langmestu lífskjarabyltingu í sögu mannsins og tengt mannkynið saman með áður algerlega óþekktum hætti. Lífskjörum milljarða manna um allar álfur hefur verið breytt á nokkrum áratugum. Framfarir á öllum mögulegum sviðum þekkingar, samskipta og framleiðslu hafa valdið því að samtíminn er orðinn kapítuli alveg út af fyrir sig í heimssögunni. Við lifum gullöld mannsins. Vaxandi spennaÞetta hvílir á alþjóðakerfinu. Sífellt meiri, nánari, víðtækari og þéttari samvinna yfir landamæri ríkja er drifkraftur kerfisins. Kerfið sjálft; stofnanir, bandalög, samningar, lög og samþykktir eru ekki annað en beinagrind fyrir ótrúlega flókin net og fjölþætt kerfi sem tengja saman heiminn með algerlega nýjum hætti. Samspil á milli slíkra formlegra og óformlegra kerfa getur verið býsna flókið og það er líka viðkvæmt. Innan margra þessara kerfa, ekki síst þeirra formlegu sem oft eru stífari en hin, hefur myndast mikil og vaxandi spenna vegna þess að öll hlutföll í heiminum hafa gerbreyst án þess að kerfin hafi í öllum greinum þróast með. Það sem mestri spennu veldur er ör vöxtur Kína, miklar breytingar í Asíu og minnkandi efnahagsmáttur Vesturlanda. En miklu fleira kemur til. Það mun reyna mjög á þanþol alþjóðakerfisins á næstu árum. Stóra saganMargir sjá nú hvað þeir gætu misst. Nokkur ríki Vesturlanda áttu það til, að ekki sé meira sagt, að umgangast forustuhlutverk sitt í alþjóðakerfinu af lítilli ábyrgð og raunar stundum af glæpsamlegum kjánaskap sem varð til úr blöndu af græðgi, hroka og vanþekkingu. Galdurinn við kerfið er vestrænn að uppruna en fer hins vegar ekki í manngreinarálit á endanum. Þetta er hvatinn til frjálsra alþjóðaviðskipta sem hefur byggst inn í kerfið og gefið því þrótt. Þetta byrjaði allt með nýlendueinokun en hagsmunir frjálsra viðskipta urðu ofan á. Það þýddi hins vegar líka að fólk í Asíu, sem er alveg örugglega eins klárt og duglegt og Vesturlandabúar, gat farið að keppa á heimsmarkaði. Hundraðfaldur launamunur á milli nýlenduherra og undirsáta hefur verið að hverfa með undrahraða síðustu árin. Það er stóra sagan í heiminum, stóri aflvakinn í alþjóðakerfinu. Hvað tekur við?Ein meginspurning heimsmálanna, og hún varðar alla menn, er þessi: Munu hin nýju stórveldi Austursins sjá sér hag í að viðhalda því alþjóðakerfi sem hefur fengið að þróast frá lokum síðari heimsstyrjaldar? Það er auðvitað að þau ætla sér stóraukna hlutdeild í stjórn heimsins. Spurningin er hins vegar sú hvort þau hafi vilja og getu til að viðhalda grunnþáttum kerfisins. StefnaÞað má lesa úr hegðun rísandi velda eins og Kína, Indlands, Brasilíu, Tyrklands og Suður-Afríku að þau vilja öll auka veg svæðisbundinnar samvinnu. Bandaríkjamenn hafa áhyggjur af því að verða lokaðir úti af svæðisbundnum klúbbum en þetta fyrirkomulag hentar nýjum stórveldum. Þessi ríki munu hins vegar dragast meira inn í stórpólitík heimsins. Heimsvæðing síðustu áratuga kann að hafa gert hagsmuni allra ríkja heims líkari en þeir voru. Ekkert kemur hins vegar í staðinn fyrir sterkan vilja helstu ríkja og ríkjablokka heimsins. Hann er ekki augljós sem stendur. Samskipti rísandi og hnígandi velda eru erfið og hafa nær aldrei þar til nú verið friðsamleg.
Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun
Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun
Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun
Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun