Misskilin motta!? Teitur Guðmundsson skrifar 28. febrúar 2012 06:00 Nú fögnum við á nýju ári aftur Mottumars svokölluðum sem hefur að markmiði að ýta undir árvekni karla gegn krabbameini og einkennum þess. Þetta er frábært framtak og hefur lukkast í alla staði mjög vel undanfarin ár og hafa karlmenn látið sér vaxa skegg og þannig sýnt stuðning sinn í verki og aukinheldur safnað áheitum til stuðnings Krabbameinsfélaginu í rannsóknir, fræðslu og forvarnir. Ég fagna heilshugar þessu átaki en á sama tíma finnst mér gæta ákveðins misskilnings á hlutverki þessarar vakningar. Við læknar og heilbrigðisstarfsfólk erum að hvetja karlmenn almennt til að átta sig á krabbameini, ekki eingöngu blöðruhálskirtilsmeini eða eistnakrabba. Hvorugt þessara meina eins og fram hefur komið í umræðunni gefur okkur tilefni til að skima með skipulegum hætti eftir þeim. Landlæknir sá sig knúinn til þess að birta yfirlýsingu vegna fyrirhugaðrar hópleitar karlmanna 50 ára og eldri og gagnrýna slíkt fyrirkomulag með vísan í erlendar leiðbeiningar og álit sérfræðinga hérlendis. Víða í löndum í kringum okkur er boðið upp á skoðanir fyrir karlmenn og sérstaklega með tilliti til þess að gera þá bæði þreifingu á kirtli um endaþarm og einnig að mæla PSA sem er sértækt mæligildi fyrir blöðruhálskirtilinn. Gildið hefur þann ókost að vera ekki eingöngu hækkað hjá þeim sem eru með mein heldur getur bólga eða sýking í kirtlinum valdið slíku, reykingar, offita og svo einnig kynþáttur hafa hér áhrif. Þetta er vel þekkt og ekkert nýtt sem kemur fram í yfirlýsingu landlæknis, en rétt að ítreka að karlmenn eru hvattir til þess að hitta lækni sinn með eða án einkenna og ræða kosti og galla skimunar og þá það sem niðurstöðurnar kunna að leiða til. Það eru mögulega frekari rannsóknir og jafnvel lyfjameðferð og aðgerðir greinist krabbamein hjá einstaklingnum. Valið að fara í skoðun er einstaklingsbundið en viðkomandi verður að vera vel upplýstur. Undirritaður hefur um árabil verið einlægur áhugamaður um forvarnir gegn hvers kyns sjúkdómum og hefur reglubundið heilsufarseftirlit verið mér ofarlega í huga. Til okkar í Heilsuvernd hafa leitað fjöldamargir einstaklingar sem láta sig heilsu sína varða og vilja gjarnan fá skoðun og áhættumat. Það er sérstaklega minnistætt þegar við buðum fyrstir allra í mars 2011 upp á sérstaka skoðun fyrir karlmenn með almennar forvarnir í huga við sannarlega frábærar undirtektir. En við höfum sinnt slíkum skoðunum reglubundið síðan. Mér er fyrirmunað að skilja hvers vegna ekki er lögð meiri áhersla á þá sjúkdóma sem hægt er með sannanlegum hætti að skima fyrir eins og til dæmis ristilkrabbamein, en Landlæknir hefur gefið út leiðbeiningar um slíka skimun fyrir 10 árum og uppfært síðast árið 2009. Alþjóðlegar leiðbeiningar hafa lítið breyst frá þeim tíma en þær segja til um að greina skuli dulið blóð í hægðum hjá einkennalausum einstaklingum beggja kynja 50 ára og eldri á hverju ári. Það er meira að segja svo að mánuðurinn mars er tileinkaður forvörnum og árvekni gegn krabbameinum í ristli og endaþarmi í Bandaríkjunum, Þýskalandi, Kanada og Ástralíu svo eitthvað sé nefnt. Það er ljóst að ristilkrabbamein er næst algengasta dánarorsök af völdum krabbameina á Íslandi og þriðja algengasta mein beggja kynja. Það látast að meðaltali fleiri af völdum slíkra meina en af blöðruhálskirtilsmeini og þeir greinast yngri. Þá er einnig áhugavert að skoða dánartíðni af völdum ristilkrabbameins í samanburði við þau mein sem skimað er fyrir í dag sem eru legháls, legbolur og brjóstakrabbamein, en fleiri falla fyrir ristil- og endaþarmsmeini. Það er því ljóst að við erum að vissu leyti á villigötum ef við einblínum einvörðungu á karllæg krabbamein í mars. Nú verðum við að taka höndum saman og ná jafn glæstum árangri í forvörnum gegn ristilkrabbameini og við höfum náð nú þegar með mein kvenna, en dánartíðni hefur farið ört lækkandi þar á undanförnum árum, þökk sé skimun, betri greiningu og meðferð en áður. Samstarfsverkefni við meltingarlækna á Landspítala var hrint í framkvæmd í fyrravor í leit að ristilkrabbameini þar sem fylgt er í hvívetna leiðbeiningum landlæknis, en greiningarpróf með eftirfylgni hefur verið fáanlegt í öllum apótekum Lyfju á landsvísu síðastliðna mánuði við ágætar undirtektir. Leit að ristilkrabbameini skiptir máli, þar eru fagaðilar allir sammála. Láttu skoða þig! Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Teitur Guðmundsson Mest lesið Fjórar leiðir til að verða besta útgáfan af þér Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Opið bréf til Ingu Sæland Ragnar Erling Hermannsson Skoðun Rangfeðranir Sævar Þór Jónsson Skoðun Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna Skoðun Hvers vegna hafa Svíar ekki tekið upp evruna? Júlíus Valsson Skoðun Viðreisn, Sjálfstæðisflokkurinn og fátæka fólkið Yngvi Ómar Sighvatsson ,Jón Ferdínand Estherarson Skoðun Ekkert samráð – ekkert traust Björg Eva Erlendsdóttir Skoðun Hvernig þjóð viljum við vera? Sigrún Lilja Guðbjörnsdóttir Skoðun Að vera léttvægur fundinn Guðmunda G. Guðmundsdóttir Skoðun
Nú fögnum við á nýju ári aftur Mottumars svokölluðum sem hefur að markmiði að ýta undir árvekni karla gegn krabbameini og einkennum þess. Þetta er frábært framtak og hefur lukkast í alla staði mjög vel undanfarin ár og hafa karlmenn látið sér vaxa skegg og þannig sýnt stuðning sinn í verki og aukinheldur safnað áheitum til stuðnings Krabbameinsfélaginu í rannsóknir, fræðslu og forvarnir. Ég fagna heilshugar þessu átaki en á sama tíma finnst mér gæta ákveðins misskilnings á hlutverki þessarar vakningar. Við læknar og heilbrigðisstarfsfólk erum að hvetja karlmenn almennt til að átta sig á krabbameini, ekki eingöngu blöðruhálskirtilsmeini eða eistnakrabba. Hvorugt þessara meina eins og fram hefur komið í umræðunni gefur okkur tilefni til að skima með skipulegum hætti eftir þeim. Landlæknir sá sig knúinn til þess að birta yfirlýsingu vegna fyrirhugaðrar hópleitar karlmanna 50 ára og eldri og gagnrýna slíkt fyrirkomulag með vísan í erlendar leiðbeiningar og álit sérfræðinga hérlendis. Víða í löndum í kringum okkur er boðið upp á skoðanir fyrir karlmenn og sérstaklega með tilliti til þess að gera þá bæði þreifingu á kirtli um endaþarm og einnig að mæla PSA sem er sértækt mæligildi fyrir blöðruhálskirtilinn. Gildið hefur þann ókost að vera ekki eingöngu hækkað hjá þeim sem eru með mein heldur getur bólga eða sýking í kirtlinum valdið slíku, reykingar, offita og svo einnig kynþáttur hafa hér áhrif. Þetta er vel þekkt og ekkert nýtt sem kemur fram í yfirlýsingu landlæknis, en rétt að ítreka að karlmenn eru hvattir til þess að hitta lækni sinn með eða án einkenna og ræða kosti og galla skimunar og þá það sem niðurstöðurnar kunna að leiða til. Það eru mögulega frekari rannsóknir og jafnvel lyfjameðferð og aðgerðir greinist krabbamein hjá einstaklingnum. Valið að fara í skoðun er einstaklingsbundið en viðkomandi verður að vera vel upplýstur. Undirritaður hefur um árabil verið einlægur áhugamaður um forvarnir gegn hvers kyns sjúkdómum og hefur reglubundið heilsufarseftirlit verið mér ofarlega í huga. Til okkar í Heilsuvernd hafa leitað fjöldamargir einstaklingar sem láta sig heilsu sína varða og vilja gjarnan fá skoðun og áhættumat. Það er sérstaklega minnistætt þegar við buðum fyrstir allra í mars 2011 upp á sérstaka skoðun fyrir karlmenn með almennar forvarnir í huga við sannarlega frábærar undirtektir. En við höfum sinnt slíkum skoðunum reglubundið síðan. Mér er fyrirmunað að skilja hvers vegna ekki er lögð meiri áhersla á þá sjúkdóma sem hægt er með sannanlegum hætti að skima fyrir eins og til dæmis ristilkrabbamein, en Landlæknir hefur gefið út leiðbeiningar um slíka skimun fyrir 10 árum og uppfært síðast árið 2009. Alþjóðlegar leiðbeiningar hafa lítið breyst frá þeim tíma en þær segja til um að greina skuli dulið blóð í hægðum hjá einkennalausum einstaklingum beggja kynja 50 ára og eldri á hverju ári. Það er meira að segja svo að mánuðurinn mars er tileinkaður forvörnum og árvekni gegn krabbameinum í ristli og endaþarmi í Bandaríkjunum, Þýskalandi, Kanada og Ástralíu svo eitthvað sé nefnt. Það er ljóst að ristilkrabbamein er næst algengasta dánarorsök af völdum krabbameina á Íslandi og þriðja algengasta mein beggja kynja. Það látast að meðaltali fleiri af völdum slíkra meina en af blöðruhálskirtilsmeini og þeir greinast yngri. Þá er einnig áhugavert að skoða dánartíðni af völdum ristilkrabbameins í samanburði við þau mein sem skimað er fyrir í dag sem eru legháls, legbolur og brjóstakrabbamein, en fleiri falla fyrir ristil- og endaþarmsmeini. Það er því ljóst að við erum að vissu leyti á villigötum ef við einblínum einvörðungu á karllæg krabbamein í mars. Nú verðum við að taka höndum saman og ná jafn glæstum árangri í forvörnum gegn ristilkrabbameini og við höfum náð nú þegar með mein kvenna, en dánartíðni hefur farið ört lækkandi þar á undanförnum árum, þökk sé skimun, betri greiningu og meðferð en áður. Samstarfsverkefni við meltingarlækna á Landspítala var hrint í framkvæmd í fyrravor í leit að ristilkrabbameini þar sem fylgt er í hvívetna leiðbeiningum landlæknis, en greiningarpróf með eftirfylgni hefur verið fáanlegt í öllum apótekum Lyfju á landsvísu síðastliðna mánuði við ágætar undirtektir. Leit að ristilkrabbameini skiptir máli, þar eru fagaðilar allir sammála. Láttu skoða þig!
Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun
Viðreisn, Sjálfstæðisflokkurinn og fátæka fólkið Yngvi Ómar Sighvatsson ,Jón Ferdínand Estherarson Skoðun
Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun
Viðreisn, Sjálfstæðisflokkurinn og fátæka fólkið Yngvi Ómar Sighvatsson ,Jón Ferdínand Estherarson Skoðun