Eitt af stóru verkefnum mannkyns Steinunn Stefánsdóttir skrifar 29. febrúar 2012 06:00 Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna, UNICEF, birti í gær skýrslu sína um hag barna í heiminum. Að þessu sinni er sjónum sérstaklega beint að fátækum börnum í borgum en meira en milljarður barna á nú heima í stórborgum og þeim fer fjölgandi sem búa í fátækrahverfum borga. Talið er að innan fárra ára muni meirihluti barna í heiminum alast upp í þéttbýli. Borgir bjóða upp á mörg tækifæri en einnig gríðarlegan ójöfnuð. Þannig búa hundruð milljóna barna í borgum víðsvegar í heiminum án aðgangs að hreinu vatni og salernisaðstöðu. Þau hafa ekki heldur aðgang að heilsugæslu eða nokkurri annarri grunnþjónustu. Mörg þessara barna hafa ekki aðgang að neins konar menntun og þurfa að vinna erfiðisvinnu til að draga fram lífið. Heimili þessara barna geta verið til dæmis við sorphauga eða í nágrenni lestarteina. Skýrsla Unicef flytur sem betur fer ekki aðeins slæmar fréttir. Í henni kemur til dæmis fram að verulega hefur dregið úr barnadauða í heiminum. Ástæðan er meðal annars auknar bólusetningar og vítamíngjöf. Í skýrslu Unicef eru yfirvöld um allan heim hvött til að bæta aðgengi barna að grunnþjónustu og forgangsraða þörfum þeirra í skipulagi borga. Alþjóðlegt hjálparstarf beinist að miklu leyti að börnum. Auk þess að næra fátæk börn og sjá þeim fyrir einhverri heilbrigðisþjónustu hefur sjónum verið beint að menntun barna, ekki síst stúlkubarna því þær eru enn ólíklegri en drengir til að eiga kost á menntun. Bent hefur verið á að með hverju ári sem bætist við skólagöngu stúlkna minnki fæðingartíðni um 10 prósent og að börn sem eiga læsar mæður séu helmingi líklegri til að ná fimm ára aldri en börn ólæsra mæðra. Það er meðal stærstu sameiginlegra verkefna mannkynsins að stuðla að því að draga úr neyð barna í heiminum, að sem flestum börnum standi til boða að lifa mannsæmandi lífi og geta horft björtum augum til framtíðar sinnar. Margoft hefur verið bent á að framlag Íslands til þróunarsamstarfs sé smánarlegt. Þar erum við ekki einu sinni hálfdrættingar á við nágrannaþjóðirnar. Hér er hins vegar sú sérstaka staða uppi að framlög einstaklinga til margháttaðs hjálparstarfs í þróunarlöndum eru nánast á pari við framlag hins opinbera til þróunarsamvinnu. Aflögufærum Íslendingum bjóðast fjöldamargar leiðir til að styðja við börn sem búa við bágan kost. Hægt er að gerast styrktarforeldri einstaks barns í gegnum mörg íslensk hjálparsamtök og einnig styðja við margháttuð verkefni sem tengjast börnum sem eru hjálparþurfi, ýmist með reglulegum framlögum eða tilfallandi. Lítið framlag héðan af Íslandi getur skipt sköpum um möguleika barns, til dæmis í Afríku, til að búa sér mannsæmandi framtíð. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Steinunn Stefánsdóttir Mest lesið Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson Skoðun Svar við hótunum Eflingar Sigurður G. Guðjónsson Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson Skoðun Dæmalaus málflutningur Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skautun eða tvíhyggja? Þóra Pétursdóttir Skoðun Manni verður kalt ef maður pissar í skóinn sinn Guðríður Eldey Arnardóttir Skoðun Egóið er í hégómanum Skúli S. Ólafsson Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt Skoðun Grýtt eða greið leið? Þröstur Sæmundsson Skoðun
Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna, UNICEF, birti í gær skýrslu sína um hag barna í heiminum. Að þessu sinni er sjónum sérstaklega beint að fátækum börnum í borgum en meira en milljarður barna á nú heima í stórborgum og þeim fer fjölgandi sem búa í fátækrahverfum borga. Talið er að innan fárra ára muni meirihluti barna í heiminum alast upp í þéttbýli. Borgir bjóða upp á mörg tækifæri en einnig gríðarlegan ójöfnuð. Þannig búa hundruð milljóna barna í borgum víðsvegar í heiminum án aðgangs að hreinu vatni og salernisaðstöðu. Þau hafa ekki heldur aðgang að heilsugæslu eða nokkurri annarri grunnþjónustu. Mörg þessara barna hafa ekki aðgang að neins konar menntun og þurfa að vinna erfiðisvinnu til að draga fram lífið. Heimili þessara barna geta verið til dæmis við sorphauga eða í nágrenni lestarteina. Skýrsla Unicef flytur sem betur fer ekki aðeins slæmar fréttir. Í henni kemur til dæmis fram að verulega hefur dregið úr barnadauða í heiminum. Ástæðan er meðal annars auknar bólusetningar og vítamíngjöf. Í skýrslu Unicef eru yfirvöld um allan heim hvött til að bæta aðgengi barna að grunnþjónustu og forgangsraða þörfum þeirra í skipulagi borga. Alþjóðlegt hjálparstarf beinist að miklu leyti að börnum. Auk þess að næra fátæk börn og sjá þeim fyrir einhverri heilbrigðisþjónustu hefur sjónum verið beint að menntun barna, ekki síst stúlkubarna því þær eru enn ólíklegri en drengir til að eiga kost á menntun. Bent hefur verið á að með hverju ári sem bætist við skólagöngu stúlkna minnki fæðingartíðni um 10 prósent og að börn sem eiga læsar mæður séu helmingi líklegri til að ná fimm ára aldri en börn ólæsra mæðra. Það er meðal stærstu sameiginlegra verkefna mannkynsins að stuðla að því að draga úr neyð barna í heiminum, að sem flestum börnum standi til boða að lifa mannsæmandi lífi og geta horft björtum augum til framtíðar sinnar. Margoft hefur verið bent á að framlag Íslands til þróunarsamstarfs sé smánarlegt. Þar erum við ekki einu sinni hálfdrættingar á við nágrannaþjóðirnar. Hér er hins vegar sú sérstaka staða uppi að framlög einstaklinga til margháttaðs hjálparstarfs í þróunarlöndum eru nánast á pari við framlag hins opinbera til þróunarsamvinnu. Aflögufærum Íslendingum bjóðast fjöldamargar leiðir til að styðja við börn sem búa við bágan kost. Hægt er að gerast styrktarforeldri einstaks barns í gegnum mörg íslensk hjálparsamtök og einnig styðja við margháttuð verkefni sem tengjast börnum sem eru hjálparþurfi, ýmist með reglulegum framlögum eða tilfallandi. Lítið framlag héðan af Íslandi getur skipt sköpum um möguleika barns, til dæmis í Afríku, til að búa sér mannsæmandi framtíð.
Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson Skoðun
Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson Skoðun
Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt Skoðun