Bístró-veitingastaðir njóta vaxandi vinsælda 1. mars 2012 20:00 Steinn Óskar Sigurðsson, matreiðslumeistari, segir enga tilviljun ráða því að bístró veitingastaðir njóta vinsælda um þessar mundir. fréttablaðið/gva Bístró veitingastaðir hafa lengi notið vinsælda í stórborgum eins og London, New York og París og hafa vinsældirnar nú náð hingað til lands. Veitingastaðurinn Snaps var opnaður fyrir stuttu og innan skamms bætist Silfurtunglið í stækkandi hóp bístró veitingastaða. „Þetta er engin tilviljun heldur bundið tíðarandanum. Svokallaðir „fine dining" staðir eru á undanhaldi og landinn sækist nú frekar eftir ódýrari stöðum sem bjóða upp á létta rétti og meiri stemningu. Samfélagið stýrir þessu," útskýrir Steinn Óskar Sigurðsson, yfirmatreiðslumaður og rekstrarstjóri Silfurtunglsins, þegar hann er spurður út í þessa þróun. Fréttablaðið greindi nýverið frá opnun veitingastaðarins Snaps á Óðinstorgi þar sem áður var Brauðbær. Þar verður meðal annars boðið upp á snafsa, smurbrauð og klassískan bistrómat. Áður mátti finna bístró veitingastaðina Geysi og Nauthól og því augljóst að bístrómatur falli Íslendingum í skap. Veitinga- og skemmtistaðurinn Silfurtunglið var starfrækur frá 1955 til 1975 á efri hæð leikhússins Austurbæjar og hyggst Steinn Óskar endurvekja staðinn en á sinn sérstaka hátt. „Matseðillinn verðu fjölbreyttur og við munum blanda saman mörgum ólíkum stílum. Ég ætla meðal annars bjóða upp á gamla klassíska rétti af gömlum matseðli Silfurtunglsins í bland við góða kjöt- og fiskrétti í nýnorrænum stíl og skyndibita sem ég mun framreiða á minn persónulega hátt." Steinn Óskar leggur mikið upp úr því að halda í þá stemningu er ríkti á gamla Silfurtunglinu. „Það er mikil sál í húsinu og við höfum lagt mikla vinnu í að hafa uppi á gömlum matseðlum, myndum og öðru efni sem tengist staðnum og ætlum meðal annars að bjóða upp á kokteila sem bornir voru fram á gamla Silfurtunglinu," segir Steinn Óskar sem kveðst sækja innblástur til bístró veitingastaða í London, New York og Kaupmannahöfn þar sem slíkir veitingastaðir hafa lengi notið vinsælda. Silfurtunglið mun opna í Austurbæ í lok mars. sara@frettabladid.is Matur Mest lesið Taldi sig hólpna því síminn hringdi aldrei Lífið Tilhugsun um kynlíf á ný óbærileg Lífið Bauð Bandaríkin velkomin í hóp konungsríkja Bíó og sjónvarp Kingdom Come Deliverance 2: Geggjuð fyrirsögn um geggjaðan leik Leikjavísir „Ég gerði ein mistök, eða tvö“ Lífið Forsetahjónin mættu á frumsýningu Sigurvilja Lífið „Pabbi var reiður yfir þessu alla ævi“ Lífið Bob og Robbie í bobba Gagnrýni Fullt út úr dyrum og stiginn trylltur dans Lífið Fólkið bak við vinsælustu hlaðvörp landsins Lífið Fleiri fréttir Taldi sig hólpna því síminn hringdi aldrei Tilhugsun um kynlíf á ný óbærileg Forsetahjónin mættu á frumsýningu Sigurvilja „Ég gerði ein mistök, eða tvö“ Fullt út úr dyrum og stiginn trylltur dans „Pabbi var reiður yfir þessu alla ævi“ Hraðstefnumót fyrir eldri borgara Lofar áður óséðu sjónarspili en ekki kántrí ælu Stjörnurnar létu sig ekki vanta á Ofurskálina Friðrik Ómar og Hera skilja ekkert í úrslitunum Konungurinn miður sín eftir mismælin Logi Pedro selur Vesturbæjarslotið Sænska prinsessan komin með nafn Drake fékk það óþvegið í hálfleikssýningu Kendrick Lamar Stjörnulífið: Fáklædd í rauðri viðvörun Troða í sig vængjum og horfa á auglýsingar sem kosta milljarð Stjórnmála- og viðskiptafólk lét sig ekki vanta í fjörugt níræðisafmæli Vöku Aldrei fór ég suður snýr aftur: „Þetta eru vissulega stórir peningar“ Ingvar E. besti leikarinn á kvikmyndahátíð í Frakklandi Krakkatían: Hringadróttinssaga, Grammy-verðlaun og kolkrabbar „Þarna upplifði ég mesta kulda ævinnar“ Fólkið bak við vinsælustu hlaðvörp landsins Fimm lög keppa í Söngvakeppninni í kvöld „Ég er búin að sætta mig við að ég mun líklega aldrei fá nein svör“ Stjörnustjarfur með David Schwimmer og Will Ferrell Fréttatía vikunnar: Leynigestur, brottvísanir og ofurfyrirsæta Maríanna og Dommi trúlofuð Kúrekar og bandíttar í stuði á Kommablótinu Prinsessan eignaðist dóttur Segist vera nasisti sem elskar Hitler Sjá meira
Bístró veitingastaðir hafa lengi notið vinsælda í stórborgum eins og London, New York og París og hafa vinsældirnar nú náð hingað til lands. Veitingastaðurinn Snaps var opnaður fyrir stuttu og innan skamms bætist Silfurtunglið í stækkandi hóp bístró veitingastaða. „Þetta er engin tilviljun heldur bundið tíðarandanum. Svokallaðir „fine dining" staðir eru á undanhaldi og landinn sækist nú frekar eftir ódýrari stöðum sem bjóða upp á létta rétti og meiri stemningu. Samfélagið stýrir þessu," útskýrir Steinn Óskar Sigurðsson, yfirmatreiðslumaður og rekstrarstjóri Silfurtunglsins, þegar hann er spurður út í þessa þróun. Fréttablaðið greindi nýverið frá opnun veitingastaðarins Snaps á Óðinstorgi þar sem áður var Brauðbær. Þar verður meðal annars boðið upp á snafsa, smurbrauð og klassískan bistrómat. Áður mátti finna bístró veitingastaðina Geysi og Nauthól og því augljóst að bístrómatur falli Íslendingum í skap. Veitinga- og skemmtistaðurinn Silfurtunglið var starfrækur frá 1955 til 1975 á efri hæð leikhússins Austurbæjar og hyggst Steinn Óskar endurvekja staðinn en á sinn sérstaka hátt. „Matseðillinn verðu fjölbreyttur og við munum blanda saman mörgum ólíkum stílum. Ég ætla meðal annars bjóða upp á gamla klassíska rétti af gömlum matseðli Silfurtunglsins í bland við góða kjöt- og fiskrétti í nýnorrænum stíl og skyndibita sem ég mun framreiða á minn persónulega hátt." Steinn Óskar leggur mikið upp úr því að halda í þá stemningu er ríkti á gamla Silfurtunglinu. „Það er mikil sál í húsinu og við höfum lagt mikla vinnu í að hafa uppi á gömlum matseðlum, myndum og öðru efni sem tengist staðnum og ætlum meðal annars að bjóða upp á kokteila sem bornir voru fram á gamla Silfurtunglinu," segir Steinn Óskar sem kveðst sækja innblástur til bístró veitingastaða í London, New York og Kaupmannahöfn þar sem slíkir veitingastaðir hafa lengi notið vinsælda. Silfurtunglið mun opna í Austurbæ í lok mars. sara@frettabladid.is
Matur Mest lesið Taldi sig hólpna því síminn hringdi aldrei Lífið Tilhugsun um kynlíf á ný óbærileg Lífið Bauð Bandaríkin velkomin í hóp konungsríkja Bíó og sjónvarp Kingdom Come Deliverance 2: Geggjuð fyrirsögn um geggjaðan leik Leikjavísir „Ég gerði ein mistök, eða tvö“ Lífið Forsetahjónin mættu á frumsýningu Sigurvilja Lífið „Pabbi var reiður yfir þessu alla ævi“ Lífið Bob og Robbie í bobba Gagnrýni Fullt út úr dyrum og stiginn trylltur dans Lífið Fólkið bak við vinsælustu hlaðvörp landsins Lífið Fleiri fréttir Taldi sig hólpna því síminn hringdi aldrei Tilhugsun um kynlíf á ný óbærileg Forsetahjónin mættu á frumsýningu Sigurvilja „Ég gerði ein mistök, eða tvö“ Fullt út úr dyrum og stiginn trylltur dans „Pabbi var reiður yfir þessu alla ævi“ Hraðstefnumót fyrir eldri borgara Lofar áður óséðu sjónarspili en ekki kántrí ælu Stjörnurnar létu sig ekki vanta á Ofurskálina Friðrik Ómar og Hera skilja ekkert í úrslitunum Konungurinn miður sín eftir mismælin Logi Pedro selur Vesturbæjarslotið Sænska prinsessan komin með nafn Drake fékk það óþvegið í hálfleikssýningu Kendrick Lamar Stjörnulífið: Fáklædd í rauðri viðvörun Troða í sig vængjum og horfa á auglýsingar sem kosta milljarð Stjórnmála- og viðskiptafólk lét sig ekki vanta í fjörugt níræðisafmæli Vöku Aldrei fór ég suður snýr aftur: „Þetta eru vissulega stórir peningar“ Ingvar E. besti leikarinn á kvikmyndahátíð í Frakklandi Krakkatían: Hringadróttinssaga, Grammy-verðlaun og kolkrabbar „Þarna upplifði ég mesta kulda ævinnar“ Fólkið bak við vinsælustu hlaðvörp landsins Fimm lög keppa í Söngvakeppninni í kvöld „Ég er búin að sætta mig við að ég mun líklega aldrei fá nein svör“ Stjörnustjarfur með David Schwimmer og Will Ferrell Fréttatía vikunnar: Leynigestur, brottvísanir og ofurfyrirsæta Maríanna og Dommi trúlofuð Kúrekar og bandíttar í stuði á Kommablótinu Prinsessan eignaðist dóttur Segist vera nasisti sem elskar Hitler Sjá meira