Sýrland og heimurinn Jón Ormur Halldórsson skrifar 8. mars 2012 06:00 Við horfum á enn eina martröðina. Á enn eitt ríki að myrða borgara sína þúsundum saman til varnar forréttindum klíkunnar sem ræður. Við höfum séð þetta svo oft og svo víða að við vitum að þetta hefur ekkert með menningu eða trúarbrögð að gera þótt málsatvik litist alltaf af þess háttar efnum. Og við spyrjum alltaf þess sama. Af hverju stöðvar alþjóðasamfélagið ekki myrkraverkin? AlþjóðasamfélagiðStutta svarið er einfalt. Alþjóðasamfélagið er ekki til sem fyrirbæri. Þótt hugtakið sé notað á hverjum degi er ekki einfalt að ljá því merkingu umfram umdeildar fræðilegar tilvísanir sem hafa lítið að gera með daglega notkun þess. Alþjóðasamfélagið hefur hvorki skoðanir né getu til athafna. Það er í eðli sínu hugmynd en ekki fyrirbæri. Hugtakið er ofnotað og einnig stundum misnotað. ÚrskurðarvaldTil staðar er þó formlegt kerfi til gæslu friðar. Dómstóll þess er öryggisráð SÞ sem getur heimilað stríð til varnar friði. Nokkur stórveldi hafa hins vegar neitunarvald í ráðinu og beita því eftir eigin hagsmunum. Ekki alþjóðasamfélag þar. Kerfið er líka undantekning frá þeirri meginreglu að ríki séu fullvalda og að enginn geti hlutast til um innri málefni þeirra. Kínverjar hafa reynst miklir gæslumenn þeirrar reglu enda á varðbergi gagnvart afskiptum annarra ríkja af því sem þau telja kínversk innanlandsmál. Rússar hafa svipaða sýn en aðra hagsmuni gagnvart Sýrlandi að auki. VerktakarEf öryggisráðið samþykkir stríð eða viðskiptabann treystir það á einstök ríki til framfylgdar þeirri stefnu. Stríð Breta, Frakka og fleiri ríkja gegn stjórn Gaddafís í Líbýu byggðist á slíkri ályktun. Rússar og Kínverjar sátu þá hjá en í tilviki Sýrlands beittu þau neitunarvaldi. Það eru þannig herveldi sem fara í stríð eða beita þvingunum í nafni öryggisráðsins. Herveldin sem til greina koma njóta afar lítils trausts í Sýrlandi. Óheppilegur tilbúningurSýrland varð til í kringum breska og franska stórveldahagsmuni og er óheppileg smíði. Eðlilegra og líklega stórum heppilegra hefði verið að gera landið að hluta mun stærra ríkis Araba eða þá að skipta því enn meira upp eins og til stóð um tíma. Hvorugt passaði Bretum eða Frökkum. Né Tyrkjum sem fengu sína sneið af landi. Það hentaði hins vegar Frökkum að taka í her sinn fólk úr sýrlenskum minnihlutahópi, samfélagi alavíta, sem lengi hafði verið nokkuð utangarðs. Þessi hópur, um 12% þjóðarinnar, varð því sterkur í sýrlenska hernum og náði að lokum algeru forræði yfir herafla landsins með valdaráni Assadfjölskyldunnar. TrúinÞrír fjórðu hlutar Sýrlendinga eru súnní múslímar. Þótt flestir séu hófsemdarmenn ríkir almenn tortryggni í garð alavíta sem í trú sinni skera sig talsvert frá súnnítum og að minna leyti shíítum. Vegna ríkrar leyndarhyggju alavíta ganga líka alls kyns sögur um trúna sem oft eru ósannar. Til mjög blóðugra átaka kom á milli íhaldssamra trúarhreyfinga súnní múslíma og hersins eftir að hann lenti undir stjórn alavíta. Þau enduðu með fjöldamorðum hersins á súnnítum. Það er því eðlilegt að alavítar óttist hefndir ef þeir missa stjórn á hernum og landinu. Stórt samfélag kristinna manna óttast líka um sinn hag ef íhaldssamir súnní múslímar ná völdum. Stjórnin kyndir undir þennan ótta. HagsmunirEkkert stórveldi hefur sérstakan hag af falli sýrlensku stjórnarinnar. Rússar telja Sýrland áhrifasvæði sitt. Ísraelsmenn hafa ríkan hag af því að lýðræði komist ekki á í löndum Araba. Bandaríkjamenn myndu fagna endalokum bandalags Sýrlands við Íran en þeir óttast hins vegar að lýðræði í Sýrlandi gæti leitt til óheppilegrar niðurstöðu fyrir þá og Ísrael eins og gerðist með sigri Hamas í Palestínu og trúmanna í Egyptalandi. Bretar og Frakkar eiga ekki olíuhagsmuni í Sýrlandi eins og í Líbýu og Írak. Hvati til íhlutunar er því lítill. Hvað á að geraKjósi Tyrkir, ríki Araba og einhver ríki Vesturlanda að sjá uppreisnarmönnum fyrir vopnum gæti það leitt til mjög blóðugra bardaga sem her alavíta gæti hugsanlega unnið. Griðasvæði verða heldur ekki búin til án innrásar í Sýrland. Harðar refsiaðgerðir geta bitnað á þeim sem síst skyldi eins og gerðist í Írak og þétt raðir stjórnarliða eins og gerst hefur í Íran. Stjórnarandstaðan í Sýrlandi er klofin í afstöðu til erlendrar íhlutunar. Þjóðarráðið vill hana en ýmis samtök sem virðast vel tengd inn í sýrlenskt þjóðfélag eru meira efins. VonirForingjar sýrlenska hersins eru nær allir alavítar en meirihluti hermanna er það ekki. Stjórnin treystir því ekki nema hluta hersins. Á alþjóðavettvangi er Kína í mótsögn við eigin stefnu um forystu svæðisbundinna samtaka um lausn deilna. Kína hefur líka hag af auknu samstarfi við Arababandalagið. Jarðvegur virðist geta skapast fyrir vaxandi alþjóðlega hörku gegn ríkisstjórn sem kann að veikjast innan frá með sundrungu í hernum. Víðtækur vilji er meðal ýmiss konar stjórnmálahópa til einhvers konar sátta. Engin leið er auðveld. Allar valda þjáningum. En flestar skárri en vanhugsað stríð. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jón Ormur Halldórsson Mest lesið Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson Skoðun Forréttindablinda strákanna í Viðskiptaráði Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun Þarf alltaf að vera svín? Harpa Kristbergsdóttir Skoðun Þegar Trölli stal atkvæðum Eyjólfur Ingvi Bjarnason Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir Skoðun Svar við hótunum Eflingar Sigurður G. Guðjónsson Skoðun
Við horfum á enn eina martröðina. Á enn eitt ríki að myrða borgara sína þúsundum saman til varnar forréttindum klíkunnar sem ræður. Við höfum séð þetta svo oft og svo víða að við vitum að þetta hefur ekkert með menningu eða trúarbrögð að gera þótt málsatvik litist alltaf af þess háttar efnum. Og við spyrjum alltaf þess sama. Af hverju stöðvar alþjóðasamfélagið ekki myrkraverkin? AlþjóðasamfélagiðStutta svarið er einfalt. Alþjóðasamfélagið er ekki til sem fyrirbæri. Þótt hugtakið sé notað á hverjum degi er ekki einfalt að ljá því merkingu umfram umdeildar fræðilegar tilvísanir sem hafa lítið að gera með daglega notkun þess. Alþjóðasamfélagið hefur hvorki skoðanir né getu til athafna. Það er í eðli sínu hugmynd en ekki fyrirbæri. Hugtakið er ofnotað og einnig stundum misnotað. ÚrskurðarvaldTil staðar er þó formlegt kerfi til gæslu friðar. Dómstóll þess er öryggisráð SÞ sem getur heimilað stríð til varnar friði. Nokkur stórveldi hafa hins vegar neitunarvald í ráðinu og beita því eftir eigin hagsmunum. Ekki alþjóðasamfélag þar. Kerfið er líka undantekning frá þeirri meginreglu að ríki séu fullvalda og að enginn geti hlutast til um innri málefni þeirra. Kínverjar hafa reynst miklir gæslumenn þeirrar reglu enda á varðbergi gagnvart afskiptum annarra ríkja af því sem þau telja kínversk innanlandsmál. Rússar hafa svipaða sýn en aðra hagsmuni gagnvart Sýrlandi að auki. VerktakarEf öryggisráðið samþykkir stríð eða viðskiptabann treystir það á einstök ríki til framfylgdar þeirri stefnu. Stríð Breta, Frakka og fleiri ríkja gegn stjórn Gaddafís í Líbýu byggðist á slíkri ályktun. Rússar og Kínverjar sátu þá hjá en í tilviki Sýrlands beittu þau neitunarvaldi. Það eru þannig herveldi sem fara í stríð eða beita þvingunum í nafni öryggisráðsins. Herveldin sem til greina koma njóta afar lítils trausts í Sýrlandi. Óheppilegur tilbúningurSýrland varð til í kringum breska og franska stórveldahagsmuni og er óheppileg smíði. Eðlilegra og líklega stórum heppilegra hefði verið að gera landið að hluta mun stærra ríkis Araba eða þá að skipta því enn meira upp eins og til stóð um tíma. Hvorugt passaði Bretum eða Frökkum. Né Tyrkjum sem fengu sína sneið af landi. Það hentaði hins vegar Frökkum að taka í her sinn fólk úr sýrlenskum minnihlutahópi, samfélagi alavíta, sem lengi hafði verið nokkuð utangarðs. Þessi hópur, um 12% þjóðarinnar, varð því sterkur í sýrlenska hernum og náði að lokum algeru forræði yfir herafla landsins með valdaráni Assadfjölskyldunnar. TrúinÞrír fjórðu hlutar Sýrlendinga eru súnní múslímar. Þótt flestir séu hófsemdarmenn ríkir almenn tortryggni í garð alavíta sem í trú sinni skera sig talsvert frá súnnítum og að minna leyti shíítum. Vegna ríkrar leyndarhyggju alavíta ganga líka alls kyns sögur um trúna sem oft eru ósannar. Til mjög blóðugra átaka kom á milli íhaldssamra trúarhreyfinga súnní múslíma og hersins eftir að hann lenti undir stjórn alavíta. Þau enduðu með fjöldamorðum hersins á súnnítum. Það er því eðlilegt að alavítar óttist hefndir ef þeir missa stjórn á hernum og landinu. Stórt samfélag kristinna manna óttast líka um sinn hag ef íhaldssamir súnní múslímar ná völdum. Stjórnin kyndir undir þennan ótta. HagsmunirEkkert stórveldi hefur sérstakan hag af falli sýrlensku stjórnarinnar. Rússar telja Sýrland áhrifasvæði sitt. Ísraelsmenn hafa ríkan hag af því að lýðræði komist ekki á í löndum Araba. Bandaríkjamenn myndu fagna endalokum bandalags Sýrlands við Íran en þeir óttast hins vegar að lýðræði í Sýrlandi gæti leitt til óheppilegrar niðurstöðu fyrir þá og Ísrael eins og gerðist með sigri Hamas í Palestínu og trúmanna í Egyptalandi. Bretar og Frakkar eiga ekki olíuhagsmuni í Sýrlandi eins og í Líbýu og Írak. Hvati til íhlutunar er því lítill. Hvað á að geraKjósi Tyrkir, ríki Araba og einhver ríki Vesturlanda að sjá uppreisnarmönnum fyrir vopnum gæti það leitt til mjög blóðugra bardaga sem her alavíta gæti hugsanlega unnið. Griðasvæði verða heldur ekki búin til án innrásar í Sýrland. Harðar refsiaðgerðir geta bitnað á þeim sem síst skyldi eins og gerðist í Írak og þétt raðir stjórnarliða eins og gerst hefur í Íran. Stjórnarandstaðan í Sýrlandi er klofin í afstöðu til erlendrar íhlutunar. Þjóðarráðið vill hana en ýmis samtök sem virðast vel tengd inn í sýrlenskt þjóðfélag eru meira efins. VonirForingjar sýrlenska hersins eru nær allir alavítar en meirihluti hermanna er það ekki. Stjórnin treystir því ekki nema hluta hersins. Á alþjóðavettvangi er Kína í mótsögn við eigin stefnu um forystu svæðisbundinna samtaka um lausn deilna. Kína hefur líka hag af auknu samstarfi við Arababandalagið. Jarðvegur virðist geta skapast fyrir vaxandi alþjóðlega hörku gegn ríkisstjórn sem kann að veikjast innan frá með sundrungu í hernum. Víðtækur vilji er meðal ýmiss konar stjórnmálahópa til einhvers konar sátta. Engin leið er auðveld. Allar valda þjáningum. En flestar skárri en vanhugsað stríð.
Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson Skoðun
Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson Skoðun