Hver við sinn keip … Guðmundur Andri Thorsson skrifar 12. mars 2012 06:00 Þá er fyrri vikan búin af þessum sjóprófum og við höfum fengið að heyra í skipstjóranum og nokkrum öðrum af áhöfninni sem sigldi þjóðarskútunni í strand. Eigi maður að taka vitnin trúanleg mætti ætla að aldrei í veraldarsögunni hafi einni skútu verið siglt í strand á jafn vandaðan og óaðfinnanlegan hátt. Allir stóðu sína vakt með snilld. Allir gerðu allt rétt. Og það sem þeir létu ógert var algerlega og gersamlega ógerlegt að gera. Það sem hefði þurft að gera gat enginn gert því að það heyrði ekki undir viðkomandi. Aldrei að víkja, aldrei að viðurkenna neitt; maður á að sitja fastur við sinn keip. Það er íslenski mátinn. Eins og maður með nýja græjuSkipstjórinn stóð sig einstaklega vel við að snerta ekki stýrið sem hann mátti ekki undir nokkrum kringumstæðum koma við, líta aldrei á sjókortin sem hann hafði engar heimildir til að skoða og hlusta á engar veðurfregnir enda beinlínis hlutverk hans að láta þær sem vind um eyru þjóta. Ráðuneytisstjórar og aðrir kerfismenn lokuðu augum af óbrigðulli smekkvísi; bankamenn stýrðu fleyinu fulla ferð inn í ólgusjóinn af óaðfinnanlegri ratvísi. Íslenskum karlmönnum vefst ekki tunga um tönn. Við höfum séð þá koma hvern af öðrum fyrir dómarann með allt á hreinu. Auðvitað var þetta ekki svona og við vitum það öll, meira að segja kannski þeir. Getur hugsast að sjálf hin lagalega nálgun á uppgjör Hrunsins geri það að verkum að öllum þarna virðist fyrirmunað að tala um þetta eins og fólk og horfast í augu við eigin gerðir, eigin vanhæfni? Þegar íslenskir ráðamenn leystu úr læðingi frjálst markaðskerfi voru þeir fákunnandi og óundirbúnir enda vanir gamla fyrirgreiðslu- og kunningjasamfélaginu þar sem gæðum var útdeilt til valinna gæðinga. Þeir voru eins og maður sem þarf allt í einu að stýra glænýrri vél sem hann kann ekkert á en heldur að hann geti fundið út úr hvernig virkar og er eitthvað að fuma við á meðan hún æðir áfram yfir allt. Það eina sem íslenskir ráðamenn hafa til þessa kunnað fyrir sér í landstjórn og efnahagsmálum – fyrir utan fyrirgreiðsluna til kunningja og lagakrókagerð – er að fella gengi krónunnar, skerða kjör almennings. Þegar það úrræði var ekki lengur fyrir hendi í þessu nýja og fullkomna hagkerfi litu þeir svo á að þeir væru með sjálfstýringuna á, hölluðu sér aftur í sætinu og dáðust að öllu. Þegar þeir máttu svo fara að fella gengið á ný eftir Hrun voru þeir loksins farnir að kannast við sig aftur – búnir að ná vopnum sínum. Þeir mæta þarna hver af öðrum í Landsdóm (sem á köflum virkar á mann eins og Landsfundur) og hver situr við sinn keip með samanbitnar varir. Það er engu líkara en að þeir hafi allir verið geymdir einhvers staðar í frysti frá árinu 2008. Gamli kennarinnNema þegar Davíð kom; þá rann upp Davíðsöld. Hann mætti þarna með svarta tösku sem virtist geyma öll leyndarmálin, settist svo við sinn keip – og sat við sinn keip. Hann hvessti augun, svona eins og hann gerir, og allir urðu allt í einu svolítið eins og tólf ára bekkur sem fær gamla kennarann sinn í heimsókn. Gömlu kennarasleikjurnar bráðna eins og forðum, skríkja af gleði og spyrja gamla harðstjórann hvort það hafi ekki verið erfitt að hafa vitað allt, getað allt, séð allt og skilið allt án þess að fá að ráða öllu en gömlu tossarnir fussa nett stressaðir yfir því að fá hann kannski aftur sem umsjónarkennara og keppast við að segja hver öðrum á Facebook að brandarinn hans hafi ekki verið neitt fyndinn. (Læt brandarann sjálfan liggja á milli hluta, en það var óneitanlega kænlegt hjá Davíð að gera einmitt gys að Björgólfsfeðgum, „sínum mönnum" og ná þannig að fjarlægja sig frá þeim.) Og svo framvegis. Fyrri lotan er sem sagt búin og ríkjandi tilfinning sú að ekkert hafi verið hægt að gera til að afstýra Hruninu. Eiginlega er engu líkara en að gamla íslenska forlagahyggjan hafi heltekið alla; ég gerði ekkert rangt heldur var það skráð í forlögin að svona skyldi fara, er eiginlega viðkvæðið. „Forlög koma ofan að," orti Páll Vídalín, en þá gleymist stundum framhaldið: „örlög kringum sveima / álögin úr ýmsum stað / en ólög fæðast heima." Ólög fæðast nefnilega heima. Við hverju bjóst fólk af þessari samkomu? Sannleikanum? Játningum? Einlægni? Uppgjöri? Hreinsun? Þess var ekki að vænta. Ekki frá þessu fólki – ekki frá áhöfninni á Rosanum – og ekki í þessari sjóprófa-sítúasjón. Þessi samkoma hefur ekki síst leitt í ljós hversu lögfræðin er takmörkuð þegar kemur að því að gera upp Hrunið. Eða eins og Hamlet sagði (næstum því): Það er til fleira á himni og jörðu, Hóras, en lögfræðina þína dreymir um. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðmundur Andri Thorsson Mest lesið „Hvenær var þetta samtal við þjóðina tekið?“ spurði garðyrkjubóndinn Halla Hrund Logadóttir Skoðun Ert þú með geðsjúkdóm? Mjög líklega... Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Opið bréf til Bjarna Benediktssonar: Bruninn á Stuðlum: Hver ber ábyrgð? Anna María Ingveldur Larsen Skoðun Þeir sem þurfa ekki að takast á við afleiðingar gjörða sinna Davíð Már Sigurðsson Skoðun Geðheilbrigðiskerfi án sálfræðinga, hvernig hljómar það? María Mjöll Björnsdóttir Skoðun Almageddon? Eyþór Kristleifsson Skoðun Fær ESB Ísland í jólagjöf? Stefán Vagn Stefánsson Skoðun Nærsýni afinn og baunabyssan Ragnar Þór Pétursson Skoðun Náttúruspjöll í sveitarfélagi ársins Kjartan H. Ágústsson Skoðun
Þá er fyrri vikan búin af þessum sjóprófum og við höfum fengið að heyra í skipstjóranum og nokkrum öðrum af áhöfninni sem sigldi þjóðarskútunni í strand. Eigi maður að taka vitnin trúanleg mætti ætla að aldrei í veraldarsögunni hafi einni skútu verið siglt í strand á jafn vandaðan og óaðfinnanlegan hátt. Allir stóðu sína vakt með snilld. Allir gerðu allt rétt. Og það sem þeir létu ógert var algerlega og gersamlega ógerlegt að gera. Það sem hefði þurft að gera gat enginn gert því að það heyrði ekki undir viðkomandi. Aldrei að víkja, aldrei að viðurkenna neitt; maður á að sitja fastur við sinn keip. Það er íslenski mátinn. Eins og maður með nýja græjuSkipstjórinn stóð sig einstaklega vel við að snerta ekki stýrið sem hann mátti ekki undir nokkrum kringumstæðum koma við, líta aldrei á sjókortin sem hann hafði engar heimildir til að skoða og hlusta á engar veðurfregnir enda beinlínis hlutverk hans að láta þær sem vind um eyru þjóta. Ráðuneytisstjórar og aðrir kerfismenn lokuðu augum af óbrigðulli smekkvísi; bankamenn stýrðu fleyinu fulla ferð inn í ólgusjóinn af óaðfinnanlegri ratvísi. Íslenskum karlmönnum vefst ekki tunga um tönn. Við höfum séð þá koma hvern af öðrum fyrir dómarann með allt á hreinu. Auðvitað var þetta ekki svona og við vitum það öll, meira að segja kannski þeir. Getur hugsast að sjálf hin lagalega nálgun á uppgjör Hrunsins geri það að verkum að öllum þarna virðist fyrirmunað að tala um þetta eins og fólk og horfast í augu við eigin gerðir, eigin vanhæfni? Þegar íslenskir ráðamenn leystu úr læðingi frjálst markaðskerfi voru þeir fákunnandi og óundirbúnir enda vanir gamla fyrirgreiðslu- og kunningjasamfélaginu þar sem gæðum var útdeilt til valinna gæðinga. Þeir voru eins og maður sem þarf allt í einu að stýra glænýrri vél sem hann kann ekkert á en heldur að hann geti fundið út úr hvernig virkar og er eitthvað að fuma við á meðan hún æðir áfram yfir allt. Það eina sem íslenskir ráðamenn hafa til þessa kunnað fyrir sér í landstjórn og efnahagsmálum – fyrir utan fyrirgreiðsluna til kunningja og lagakrókagerð – er að fella gengi krónunnar, skerða kjör almennings. Þegar það úrræði var ekki lengur fyrir hendi í þessu nýja og fullkomna hagkerfi litu þeir svo á að þeir væru með sjálfstýringuna á, hölluðu sér aftur í sætinu og dáðust að öllu. Þegar þeir máttu svo fara að fella gengið á ný eftir Hrun voru þeir loksins farnir að kannast við sig aftur – búnir að ná vopnum sínum. Þeir mæta þarna hver af öðrum í Landsdóm (sem á köflum virkar á mann eins og Landsfundur) og hver situr við sinn keip með samanbitnar varir. Það er engu líkara en að þeir hafi allir verið geymdir einhvers staðar í frysti frá árinu 2008. Gamli kennarinnNema þegar Davíð kom; þá rann upp Davíðsöld. Hann mætti þarna með svarta tösku sem virtist geyma öll leyndarmálin, settist svo við sinn keip – og sat við sinn keip. Hann hvessti augun, svona eins og hann gerir, og allir urðu allt í einu svolítið eins og tólf ára bekkur sem fær gamla kennarann sinn í heimsókn. Gömlu kennarasleikjurnar bráðna eins og forðum, skríkja af gleði og spyrja gamla harðstjórann hvort það hafi ekki verið erfitt að hafa vitað allt, getað allt, séð allt og skilið allt án þess að fá að ráða öllu en gömlu tossarnir fussa nett stressaðir yfir því að fá hann kannski aftur sem umsjónarkennara og keppast við að segja hver öðrum á Facebook að brandarinn hans hafi ekki verið neitt fyndinn. (Læt brandarann sjálfan liggja á milli hluta, en það var óneitanlega kænlegt hjá Davíð að gera einmitt gys að Björgólfsfeðgum, „sínum mönnum" og ná þannig að fjarlægja sig frá þeim.) Og svo framvegis. Fyrri lotan er sem sagt búin og ríkjandi tilfinning sú að ekkert hafi verið hægt að gera til að afstýra Hruninu. Eiginlega er engu líkara en að gamla íslenska forlagahyggjan hafi heltekið alla; ég gerði ekkert rangt heldur var það skráð í forlögin að svona skyldi fara, er eiginlega viðkvæðið. „Forlög koma ofan að," orti Páll Vídalín, en þá gleymist stundum framhaldið: „örlög kringum sveima / álögin úr ýmsum stað / en ólög fæðast heima." Ólög fæðast nefnilega heima. Við hverju bjóst fólk af þessari samkomu? Sannleikanum? Játningum? Einlægni? Uppgjöri? Hreinsun? Þess var ekki að vænta. Ekki frá þessu fólki – ekki frá áhöfninni á Rosanum – og ekki í þessari sjóprófa-sítúasjón. Þessi samkoma hefur ekki síst leitt í ljós hversu lögfræðin er takmörkuð þegar kemur að því að gera upp Hrunið. Eða eins og Hamlet sagði (næstum því): Það er til fleira á himni og jörðu, Hóras, en lögfræðina þína dreymir um.
Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun
Opið bréf til Bjarna Benediktssonar: Bruninn á Stuðlum: Hver ber ábyrgð? Anna María Ingveldur Larsen Skoðun
Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun
Opið bréf til Bjarna Benediktssonar: Bruninn á Stuðlum: Hver ber ábyrgð? Anna María Ingveldur Larsen Skoðun