Vill halda áfram að mynda íslenska tónlistarmenn 14. mars 2012 15:00 Matthew Eisman tók fjöldann allan af andlitsmyndum hér á landi. Mynd/Matthew Eisman Matthew Eisman myndaði hóp ungra íslenskra tónlistarmanna á Íslandi í janúar. Hann getur vel hugsað sér að endurtaka leikinn. „Andrúmsloftið í myndatökunum var mjög skemmtilegt og óþvingað. Við spiluðum á hljóðfæri, borðuðum kex og fífluðumst hvert í öðru," segir bandaríski ljósmyndarinn Matthew Eisman. Hann segist vel geta hugsað sér að mynda fleiri íslenskar hljómsveitir eftir að hafa myndað nokkrar slíkar af yngri kynslóðinni hér á landi í janúar. „Það eru margir fleiri íslenskir tónlistarmenn sem mig langar að tengjast og ljósmynda í kjölfarið. Það væri frábært að geta haldið áfram með þetta verkefni," segir hann. Eisman sérhæfir sig í að mynda hljómsveitir og tónlistarmenn og hafa myndir hans birst í The New York Times, SPIN, Brooklyn Vegan og víðar. Hann starfrækir vefsíðuna Musicinfocus.net, sem er ein sú vinsælasta í New York fyrir tónlistarljósmyndir. Íslensku hljómsveitunum, þar á meðal Sykri, Jeff Who?, Valdimar, Borko og Mammút, kynntist hann á Iceland Airwaves í fyrra þegar hann var að mynda hátíðina. Í framhaldinu ákvað hann að kynnast þeim betur í von um að geta náð af þeim andlitsmyndum. „Ég er ánægður með hve íslenska tónlistarsenan er lítil og náin. Hljómsveitirnar forðast að herma hver eftir annarri og í staðinn vilja þær skapa eitthvað nýtt og öðruvísi. Þetta umhverfi býr líka til vinalega samkeppni sem hvetur hljómsveitirnar til að verða betri."Tónlistarmaðurinn Borko.Mynd/Matthew EismanAðspurður segir Eisman að myndatökurnar á Íslandi hafi gengið framar vonum. „Ég vildi hafa nóg fyrir stafni á meðan á stuttri dvöl minni á Íslandi stóð og vildi mynda eins mikið og ég gat. Ég hafði samband við allar hljómsveitirnar sem ég þekkti og vonaði það besta. Ég bjóst við að einhverjar myndu samþykkja að taka þátt og aðrar ekki en þær sögðu allar „já". Ég vissi að ég hefði úr nægum efnivið að moða og þannig fékk ég hugmyndina að þessari myndaröð," segir Eisman. freyr@frettabladid.is Mest lesið Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Lífið „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Lífið Jay Leno illa leikinn og með lepp Lífið Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Tónlist „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Stjörnufans þegar hundruð kíktu á forsýningu Iceguys 2 Bíó og sjónvarp Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Gagnrýni Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Lífið Fleiri fréttir Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Kendrick Lamar gefur út óvænta plötu „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lúxusíbúð við Heiðmörk með stórbrotnu útsýni Jay Leno illa leikinn og með lepp Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Hrund Gunnsteins kaupir íbúð Viktors Bjarka og Álfrúnar Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Átta ár án áfengis og fíkniefna Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Svava Rós og Hinrik eiga von á dreng Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum „Laugarnesið hafði mjög mikil áhrif á mig í uppvexti“ Heitasti partýljósmyndari Reykjavíkur stefnir langt Dularfull tíst Dylans vekja furðu Eldræða Sölku Sólar í ráðhúsinu Flotinn og amma Andrea hlutu viðurkenningu Barnaheilla Myndir: Þungt yfir stjörnunum við jarðarför Payne Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Snerti taug leikstjóra Forrest Gump á Kjarvalstofu Ása Steinars og Leo keyptu einbýli í Garðabæ Elín Metta og Sigurður eignuðust stúlku Liam Payne lagður til hinstu hvílu „Finnst þér þetta litlir kjúklingavængir í höndunum á mér?“ Ótrúlegur kvöldmatur Bergs Ebba: „Þetta er gott fyrir heilann“ Hvernig hætti ég að feika það? Sjá meira
Matthew Eisman myndaði hóp ungra íslenskra tónlistarmanna á Íslandi í janúar. Hann getur vel hugsað sér að endurtaka leikinn. „Andrúmsloftið í myndatökunum var mjög skemmtilegt og óþvingað. Við spiluðum á hljóðfæri, borðuðum kex og fífluðumst hvert í öðru," segir bandaríski ljósmyndarinn Matthew Eisman. Hann segist vel geta hugsað sér að mynda fleiri íslenskar hljómsveitir eftir að hafa myndað nokkrar slíkar af yngri kynslóðinni hér á landi í janúar. „Það eru margir fleiri íslenskir tónlistarmenn sem mig langar að tengjast og ljósmynda í kjölfarið. Það væri frábært að geta haldið áfram með þetta verkefni," segir hann. Eisman sérhæfir sig í að mynda hljómsveitir og tónlistarmenn og hafa myndir hans birst í The New York Times, SPIN, Brooklyn Vegan og víðar. Hann starfrækir vefsíðuna Musicinfocus.net, sem er ein sú vinsælasta í New York fyrir tónlistarljósmyndir. Íslensku hljómsveitunum, þar á meðal Sykri, Jeff Who?, Valdimar, Borko og Mammút, kynntist hann á Iceland Airwaves í fyrra þegar hann var að mynda hátíðina. Í framhaldinu ákvað hann að kynnast þeim betur í von um að geta náð af þeim andlitsmyndum. „Ég er ánægður með hve íslenska tónlistarsenan er lítil og náin. Hljómsveitirnar forðast að herma hver eftir annarri og í staðinn vilja þær skapa eitthvað nýtt og öðruvísi. Þetta umhverfi býr líka til vinalega samkeppni sem hvetur hljómsveitirnar til að verða betri."Tónlistarmaðurinn Borko.Mynd/Matthew EismanAðspurður segir Eisman að myndatökurnar á Íslandi hafi gengið framar vonum. „Ég vildi hafa nóg fyrir stafni á meðan á stuttri dvöl minni á Íslandi stóð og vildi mynda eins mikið og ég gat. Ég hafði samband við allar hljómsveitirnar sem ég þekkti og vonaði það besta. Ég bjóst við að einhverjar myndu samþykkja að taka þátt og aðrar ekki en þær sögðu allar „já". Ég vissi að ég hefði úr nægum efnivið að moða og þannig fékk ég hugmyndina að þessari myndaröð," segir Eisman. freyr@frettabladid.is
Mest lesið Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Lífið „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Lífið Jay Leno illa leikinn og með lepp Lífið Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Tónlist „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Stjörnufans þegar hundruð kíktu á forsýningu Iceguys 2 Bíó og sjónvarp Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Gagnrýni Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Lífið Fleiri fréttir Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Kendrick Lamar gefur út óvænta plötu „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lúxusíbúð við Heiðmörk með stórbrotnu útsýni Jay Leno illa leikinn og með lepp Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Hrund Gunnsteins kaupir íbúð Viktors Bjarka og Álfrúnar Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Átta ár án áfengis og fíkniefna Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Svava Rós og Hinrik eiga von á dreng Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum „Laugarnesið hafði mjög mikil áhrif á mig í uppvexti“ Heitasti partýljósmyndari Reykjavíkur stefnir langt Dularfull tíst Dylans vekja furðu Eldræða Sölku Sólar í ráðhúsinu Flotinn og amma Andrea hlutu viðurkenningu Barnaheilla Myndir: Þungt yfir stjörnunum við jarðarför Payne Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Snerti taug leikstjóra Forrest Gump á Kjarvalstofu Ása Steinars og Leo keyptu einbýli í Garðabæ Elín Metta og Sigurður eignuðust stúlku Liam Payne lagður til hinstu hvílu „Finnst þér þetta litlir kjúklingavængir í höndunum á mér?“ Ótrúlegur kvöldmatur Bergs Ebba: „Þetta er gott fyrir heilann“ Hvernig hætti ég að feika það? Sjá meira