Tíska og hönnun

Valdamesti stílistinn

Kate Young er vinsæl í Hollywood.
Kate Young er vinsæl í Hollywood. nordicphotos/getty
Stílistinn Kate Young trónir á toppi lista yfir valdamestu stílista í Hollywood um þessar mundir. Young tekur við titlinum af Rachel Zoe.

Meðal viðskiptavina Young eru leikkonurnar Michelle Williams og Natalie Portman sem vekja ávalt athygli fyrir kjólaval sitt á rauða dreglinum. Í öðru sæti listans, sem tímaritið Hollywood Reporter tók saman, situr Leslie Fremar sem ber meðal annars ábyrgð á klæðavali Charlize Theron og Reese Witherspoon. Stílistinn Petra Flannery situr í þriðja sæti, en sú starfar mikið með ungum og upprennandi stjörnum líkt og Emmu Stone, Zoe Saldana, Milu Kunis og Megan Fox.

L'Wren Scott hreppti tólfta sætið, en hún starfar bæði sem stílist og hönnuður og er að auki trúlofuð rokkaranum Mick Jagger. Scott starfar náið með forsetafrú Bandaríkjanna, Michelle Obama.


Tengdar fréttir

Haglél selst enn

Platan Haglél með Mugison, sem seldist eins og heitar lummur fyrir jólin, er síður en svo hætt að seljast eins og efsta sæti Tónlistans ber vott um.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Viðburðir

Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.