Samvizka heimsins rumskar 20. mars 2012 06:00 Alþjóðaglæpadómstóllinn í Haag kvað upp sinn fyrsta dóm í síðustu viku, yfir kongóska stríðsherranum Thomas Lubanga. Hann var fundinn sekur um að hafa rænt fjölda barna og þvingað þau til að taka þátt í hernaði og ýmiss konar grimmdarverkum. Þetta er vissulega sögulegur áfangi í starfi dómstólsins, sem hefur að mörgu leyti farið brösuglega af stað. Dómurinn hefur starfað í tíu ár og ber að koma lögum yfir háttsetta menn sem bera ábyrgð á þjóðarmorðum, stríðsglæpum og glæpum gegn mannkyni ef þeir hafa ekki verið dregnir fyrir dóm í heimalandinu. Lubanga var fyrsti maðurinn sem handtekinn var að skipan dómstólsins. Réttarhaldið yfir honum hefur tekið heil sjö ár. Dómstóllinn líður meðal annars fyrir það að ekki er alþjóðleg samstaða um starfsemi hans; öflug ríki á borð við Kína, Indland og Bandaríkin eiga ekki aðild að honum. Hann hefur engu eigin lögregluliði á að skipa til að handtaka menn sem hann ákærir og verður að reiða sig á að ríki heims séu fús til að framselja þá. Það eru þau oft alls ekki; meðákærði Thomas Lubanga, Bosco Ntaganda, er til dæmis frjáls maður, hershöfðingi í kongóska hernum og heldur áfram að drepa fólk. Dómstóllinn hefur líka verið gagnrýndur fyrir að gefa enn sem komið er eingöngu út handtökuskipanir og ákærur á hendur afrískum glæpamönnum. Það helgast meðal annars af því að einungis Afríkuríki hafa sjálf leitað til dómstólsins og að Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna hefur ekki vísað til hans málum frá öðrum heimshlutum. Þar að baki geta hins vegar legið dýpri alþjóðapólitískar ástæður eins og til dæmis að hinn nýi alþjóðlegi armur laganna nái ekki til glæpamanna frá ríkjum sem njóta stuðnings stórvelda með neitunarvald í Öryggisráðinu. Þar hefur Sýrland verið nefnt sem dæmi að undanförnu. Fjöldamargir, sem Alþjóðaglæpadómstóllinn vill koma lögum yfir, ganga lausir. Sumir þeirra hafa verið í fréttunum undanfarna daga og vikur. Joseph Kony, stríðsherra í Úganda, hefur svipaða glæpi á samvizkunni og Lubanga. Til hans næst tæplega nema með hervaldi, þótt heimurinn sé sér betur meðvitaður um glæpi hans eftir mikla netherferð á undanförnum vikum. Annar er fyrrverandi yfirmaður líbísku leyniþjónustunnar, Abdullah al-Senoussi, sem var handtekinn í Máritaníu á laugardaginn. Það á eftir að skýrast hvort hann verður framseldur til Haag. Sá þriðji er Bashir Omar, forseti Súdans, en handtökuskipan á hendur honum var gefin út fyrir þremur árum vegna glæpa súdanska stjórnarhersins í Darfur. Hann ferðast að vild um Afríku og hefur ekki verið handtekinn. Hjartaknúsarinn George Clooney var hins vegar tekinn af lögreglunni fyrir að mótmæla glæpum Omars við súdanska sendiráðið í Washington fyrir helgi, sem vakti athygli á málinu. Það er áreiðanlega langt þangað til hægt verður að halda því fram að til sé skilvirkt alþjóðlegt réttarkerfi, sem komi lögum yfir glæpamenn sem sitja í valdastólum víða um heim. Fyrsti dómur Alþjóðaglæpadómstólsins vekur þó vonir um að samvizka heimsins sé aðeins að byrja að rumska, þótt líklega sé fullmikið sagt að hún sé vöknuð. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fastir pennar Ólafur Stephensen Skoðanir Mest lesið Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson Skoðun Misskilin mannúð í hælisleitendamálum Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt Skoðun 11 ástæður fyrir því að kjósa Pírata Baldur Karl Magnússon Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun Varnarveggur gegn vonbrigðum Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Ætla Íslendingar að standa vörð um orkuauðlindir sínar? Ágústa Ágústsdóttir Skoðun Teppaleggjum ekki íslenska náttúru með vindorku Halla Hrund Logadóttir Skoðun
Alþjóðaglæpadómstóllinn í Haag kvað upp sinn fyrsta dóm í síðustu viku, yfir kongóska stríðsherranum Thomas Lubanga. Hann var fundinn sekur um að hafa rænt fjölda barna og þvingað þau til að taka þátt í hernaði og ýmiss konar grimmdarverkum. Þetta er vissulega sögulegur áfangi í starfi dómstólsins, sem hefur að mörgu leyti farið brösuglega af stað. Dómurinn hefur starfað í tíu ár og ber að koma lögum yfir háttsetta menn sem bera ábyrgð á þjóðarmorðum, stríðsglæpum og glæpum gegn mannkyni ef þeir hafa ekki verið dregnir fyrir dóm í heimalandinu. Lubanga var fyrsti maðurinn sem handtekinn var að skipan dómstólsins. Réttarhaldið yfir honum hefur tekið heil sjö ár. Dómstóllinn líður meðal annars fyrir það að ekki er alþjóðleg samstaða um starfsemi hans; öflug ríki á borð við Kína, Indland og Bandaríkin eiga ekki aðild að honum. Hann hefur engu eigin lögregluliði á að skipa til að handtaka menn sem hann ákærir og verður að reiða sig á að ríki heims séu fús til að framselja þá. Það eru þau oft alls ekki; meðákærði Thomas Lubanga, Bosco Ntaganda, er til dæmis frjáls maður, hershöfðingi í kongóska hernum og heldur áfram að drepa fólk. Dómstóllinn hefur líka verið gagnrýndur fyrir að gefa enn sem komið er eingöngu út handtökuskipanir og ákærur á hendur afrískum glæpamönnum. Það helgast meðal annars af því að einungis Afríkuríki hafa sjálf leitað til dómstólsins og að Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna hefur ekki vísað til hans málum frá öðrum heimshlutum. Þar að baki geta hins vegar legið dýpri alþjóðapólitískar ástæður eins og til dæmis að hinn nýi alþjóðlegi armur laganna nái ekki til glæpamanna frá ríkjum sem njóta stuðnings stórvelda með neitunarvald í Öryggisráðinu. Þar hefur Sýrland verið nefnt sem dæmi að undanförnu. Fjöldamargir, sem Alþjóðaglæpadómstóllinn vill koma lögum yfir, ganga lausir. Sumir þeirra hafa verið í fréttunum undanfarna daga og vikur. Joseph Kony, stríðsherra í Úganda, hefur svipaða glæpi á samvizkunni og Lubanga. Til hans næst tæplega nema með hervaldi, þótt heimurinn sé sér betur meðvitaður um glæpi hans eftir mikla netherferð á undanförnum vikum. Annar er fyrrverandi yfirmaður líbísku leyniþjónustunnar, Abdullah al-Senoussi, sem var handtekinn í Máritaníu á laugardaginn. Það á eftir að skýrast hvort hann verður framseldur til Haag. Sá þriðji er Bashir Omar, forseti Súdans, en handtökuskipan á hendur honum var gefin út fyrir þremur árum vegna glæpa súdanska stjórnarhersins í Darfur. Hann ferðast að vild um Afríku og hefur ekki verið handtekinn. Hjartaknúsarinn George Clooney var hins vegar tekinn af lögreglunni fyrir að mótmæla glæpum Omars við súdanska sendiráðið í Washington fyrir helgi, sem vakti athygli á málinu. Það er áreiðanlega langt þangað til hægt verður að halda því fram að til sé skilvirkt alþjóðlegt réttarkerfi, sem komi lögum yfir glæpamenn sem sitja í valdastólum víða um heim. Fyrsti dómur Alþjóðaglæpadómstólsins vekur þó vonir um að samvizka heimsins sé aðeins að byrja að rumska, þótt líklega sé fullmikið sagt að hún sé vöknuð.
Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun
Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun