Fallbyssufóður óskast Haukur Viðar Alfreðsson skrifar 20. mars 2012 20:00 Bíó. Act of Valor. Leikstjórn: Mike McCoy, Scott Waugh. Alvöru hermenn leika aðalhlutverkin í þessari hörmulegu hasarmynd, sem virðist gerð til þess eins að hvetja amerísk ungmenni til að grípa til vopna fyrir ættjörðina. Herinn þarf ávallt meira fallbyssufóður og auðtrúa unglingar, aldir upp á skotleikjum og þjóðrembingi, eru móttækilegastir fyrir boðskapnum. Það er merkilegt að kvikmyndagerðarmenn sem notast við hermenn í stað leikara, alvöru vopn í stað eftirlíkinga, og fá óheftan aðgang að fólki með ótæmandi þekkingu á hvers konar stríðsbrölti, geri mynd sem er klisjukenndari og óraunverulegri en flest sem komið hefur frá Hollywood í sama geira. Bardagasenurnar eru oftar en ekki sýndar frá sjónarhorni byssunnar (blautur draumur Call of Duty-spilarans) og dauðsföll hermannanna eru sveipuð dýrðarljóma. Hermennirnir geta nánast ekkert leikið og samtölin þeirra á milli eru svo klaufaleg að hliðstæðu þeirra má helst finna í klámmyndum. Vel er hamrað á því að ein aðalpersónanna sé að verða pabbi, en það er gert til að gulltryggja geðshræringu áhorfenda þegar persónan bjargar herdeildinni með því að kasta sér ofan á handsprengju. Í lokin birtast svo hjartnæm skilaboð í textaformi, en myndin er tileinkuð öllum þeim sem hafa barist fyrir frelsinu, og einnig þeim sem munu gera það í framtíðinni. Svo kemur nafnalisti yfir látna hermenn og að lokum ljósmyndir sem sýna daglegt líf í hernum. Og nei, ég er ekki að grínast. Niðurstaða: Ég er algjörlega orðlaus. Lífið Mest lesið Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Tónlist Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Lífið Barst með snjóflóði út í sjó og fékk hjartaáfall á tíu metra dýpi Lífið Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Lífið Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Lífið Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Lífið Fleiri fréttir Jólakötturinn hvæsti á tónleikagesti Bríet olli vonbrigðum Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Sjá meira
Bíó. Act of Valor. Leikstjórn: Mike McCoy, Scott Waugh. Alvöru hermenn leika aðalhlutverkin í þessari hörmulegu hasarmynd, sem virðist gerð til þess eins að hvetja amerísk ungmenni til að grípa til vopna fyrir ættjörðina. Herinn þarf ávallt meira fallbyssufóður og auðtrúa unglingar, aldir upp á skotleikjum og þjóðrembingi, eru móttækilegastir fyrir boðskapnum. Það er merkilegt að kvikmyndagerðarmenn sem notast við hermenn í stað leikara, alvöru vopn í stað eftirlíkinga, og fá óheftan aðgang að fólki með ótæmandi þekkingu á hvers konar stríðsbrölti, geri mynd sem er klisjukenndari og óraunverulegri en flest sem komið hefur frá Hollywood í sama geira. Bardagasenurnar eru oftar en ekki sýndar frá sjónarhorni byssunnar (blautur draumur Call of Duty-spilarans) og dauðsföll hermannanna eru sveipuð dýrðarljóma. Hermennirnir geta nánast ekkert leikið og samtölin þeirra á milli eru svo klaufaleg að hliðstæðu þeirra má helst finna í klámmyndum. Vel er hamrað á því að ein aðalpersónanna sé að verða pabbi, en það er gert til að gulltryggja geðshræringu áhorfenda þegar persónan bjargar herdeildinni með því að kasta sér ofan á handsprengju. Í lokin birtast svo hjartnæm skilaboð í textaformi, en myndin er tileinkuð öllum þeim sem hafa barist fyrir frelsinu, og einnig þeim sem munu gera það í framtíðinni. Svo kemur nafnalisti yfir látna hermenn og að lokum ljósmyndir sem sýna daglegt líf í hernum. Og nei, ég er ekki að grínast. Niðurstaða: Ég er algjörlega orðlaus.
Lífið Mest lesið Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Tónlist Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Lífið Barst með snjóflóði út í sjó og fékk hjartaáfall á tíu metra dýpi Lífið Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Lífið Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Lífið Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Lífið Fleiri fréttir Jólakötturinn hvæsti á tónleikagesti Bríet olli vonbrigðum Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Sjá meira