Miklu stærri slagur Jón Ormur Halldórsson skrifar 22. mars 2012 06:00 Utan Asíu fer ekki mikið fyrir fréttum af sögulegri valdabaráttu í Kína, einu allra mikilvægasta samfélagi jarðarinnar. Hér vestra höfum við verið upptekin af prófkjörum í Bandaríkjunum. Þaðan fáum við daglegar fréttir af baráttu fólks sem virðist hafa ofsafenginn áhuga á kynlífi nágranna sinna og mikla trú á sköpunarsögu biblíunnar. Rick Santorum, Rick Perry og Sarah Palin eru því flestum kunn en öllu minna fer fyrir nöfnum eins og Wen Jibao, Xi Jinping, Bo Xilai, Li Keqing eða Wang Qishan. Það getur verið kostulegt að fylgjast með prófkjörum repúblikana. Sú skemmtun dregur hins vegar athygli manna frá því sem raunverulega er að gerast í stjórnmálum mannkyns. Annar slagurÁ meðan Santorum varar við þeirri lausung sem of mikil og almenn menntun getur valdið og frjálshyggjumenn berjast fyrir auknum ríkisafskiptum af kynlífi kjósenda er annars konar barátta háð austur í Kína. Hún snýst um hvernig koma eigi á lýðræði í stærsta ríki heimsins, draga úr ójöfnuði og spillingu, tryggja aðgang milljarðs manna að sæmilegu heilbrigðiskerfi og opna eða loka Kína í efnahagslegu og pólitísku tilliti. Löng og tvísýn barátta sem varðar allan heiminn er hafin. Val á valdhöfumÍ bráð snýst taflið í Kína um æðstu embætti landsins og ekki síst um sæti í fastaráði stjórnmálanefndar Kommúnistaflokksins. Stór embætti hjá ríki, borgarstjórnum, héraðsstjórnum, flokki og stofnunum skipta raunar þúsundum. Kerfið er risavaxið og óraflókið. Síðustu ár hefur val á valdamönnum verið niðurstaða af málamiðlunum á milli ólíkra afla. Óánægja fer ört vaxandi með þau ósýnilegu ferli sem þar liggja að baki. Hagsmunir hafa líka orðið rammari og sundrast meira en áður. Nú í þessum mánuði sauð upp úr. Stjarnan BoLeiðtogi flokksins í risaborginni Chongqing, Bo Xilai, háði opinbera baráttu fyrir sæti í fastaráðinu. Bo náði snilldartökum á kínverskum fjölmiðlum. Hann sá þeim fyrir sífelldum uppákomum og gerðist vinsæll lýðskrumari sem sagðist vilja tala beint við þjóð sína. Bo sagði sig vinstri mann og þjóðernissinna sem vildi endurlífga „rauða" menningu Maótímans. Hann endurvakti byltingarsöngva og slagorð og fór í vinsælar herferðir gegn spillingu og glæpum um leið og hann hamraði á einföldum áróðri. Wen Jibao forsætisráðherra tók Bo af lífi í pólitískum skilningi fyrir skemmstu með ræðu þar sem hann minnti á ógnir Maótímans og sagði að umbætur í lýðræðisátt væru eina leið Kína til framfara. Bo reyndist fámennur og er úr sögunni. Xi JinpingEkkert er einfalt í Kína en svo virðist sem öfl sem vilja í senn umbætur í efnahagsmálum, aðgerðir gegn spillingu og skref í átt til lýðræðis séu í sókn. Þeir sem gæla við kommúnisma og einangrunarhyggju eru greinilega á undanhaldi með falli Bo Xilai og afhjúpun á því lýðskrumi og sjálfsdýrkun sem voru hans ær og kýr. Líklegast er að Xi Jinping verði valinn leiðtogi flokksins á þessu ári og forseti að ári. Hann er umbótasinnaður í efnahagsmálum. Xi berst hins vegar ekki aðeins gegn spillingu heldur líka fyrir auknum aga innan flokksins sem gæti orðið á kostnað hugmynda um aukið lýðræði. Hann er hámenntaður, tvöfaldur doktor, og líklegur til að skilja Vesturlönd betur en forverar hans. Valdakerfið í Kína verður hins vegar hans tímafrekasta viðfangsefni. Wen JibaoWen Jibao, núverandi forsætisráðherra, mun fljótlega stíga til hliðar en hópur fólks sem virðist í sókn hefur lík viðhorf. Wen hefur ítrekað rætt um lýðræði sem stjórnarform framtíðarinnar og um aukin mannréttindi. Hann leggur þó meiri áherslu á að menn noti þekkingu, vísindi og skynsemi við lausn vandamála en á pólitískar breytingar, þótt hann hafi raunar nefnt kerfisbreytingar í stjórnmálum sem möguleika. Wen hefur gefið í skyn að Kínverjar verði að endurmeta atburðina á torginu við Hlið hins himneska friðar en slíkt endurmat gæti opnað leið fyrir umfangsmiklar pólitískar umræður í landinu. Wen og menn honum handgengnir hafa líka bent á að Kína þurfi hið fyrsta að verða alvöru réttarríki. Næsti forsætisráðherraBaráttan um embætti forsætisráðherra virðist vera á milli tveggja manna sem báðir eru umbótasinnaðir. Annar er hagfræðidoktorinn Li Keqiang, hinn fjármálasérfræðingurinn Wang Qishan. Li sem er talinn líklegri er áhugasamur um bætta stöðu einkafyrirtækja í Kína gagnvart ríkisfyrirtækjum. Wang sem er þekktur af áhuga á aukinni tengingu Kína við fjármálakerfi heimsins virðist njóta stuðnings þeirra sem nú gagnrýna forustuna fyrir of litlar efnahagsumbætur. Báðir þekkja vel alþjóðleg efnahagsmál. Áhugi á breytingumÞrátt fyrir að í Kína hafi orðið stærsta lífskjarabylting mannkynssögunnar gætir vaxandi óánægju í landinu. Almenningur hefur til þessa verið fráhverfur stjórnmálum og talið þau uppsprettu ills eins. Áhugi á lýðræði og opnu samfélagi fer hins vegar ört vaxandi og sömuleiðis áhugi á alvöru baráttu gegn spillingu, ofríki embættismanna og gífurlegum ójöfnuði í landinu. Fram undan er tími gerjunar, átaka og sköpunar í kínversku þjóðlífi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fastir pennar Jón Ormur Halldórsson Skoðanir Mest lesið Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson Skoðun Forréttindablinda strákanna í Viðskiptaráði Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir Skoðun Þegar Trölli stal atkvæðum Eyjólfur Ingvi Bjarnason Skoðun Dæmalaus málflutningur Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Svar við hótunum Eflingar Sigurður G. Guðjónsson Skoðun Þarf alltaf að vera svín? Harpa Kristbergsdóttir Skoðun
Utan Asíu fer ekki mikið fyrir fréttum af sögulegri valdabaráttu í Kína, einu allra mikilvægasta samfélagi jarðarinnar. Hér vestra höfum við verið upptekin af prófkjörum í Bandaríkjunum. Þaðan fáum við daglegar fréttir af baráttu fólks sem virðist hafa ofsafenginn áhuga á kynlífi nágranna sinna og mikla trú á sköpunarsögu biblíunnar. Rick Santorum, Rick Perry og Sarah Palin eru því flestum kunn en öllu minna fer fyrir nöfnum eins og Wen Jibao, Xi Jinping, Bo Xilai, Li Keqing eða Wang Qishan. Það getur verið kostulegt að fylgjast með prófkjörum repúblikana. Sú skemmtun dregur hins vegar athygli manna frá því sem raunverulega er að gerast í stjórnmálum mannkyns. Annar slagurÁ meðan Santorum varar við þeirri lausung sem of mikil og almenn menntun getur valdið og frjálshyggjumenn berjast fyrir auknum ríkisafskiptum af kynlífi kjósenda er annars konar barátta háð austur í Kína. Hún snýst um hvernig koma eigi á lýðræði í stærsta ríki heimsins, draga úr ójöfnuði og spillingu, tryggja aðgang milljarðs manna að sæmilegu heilbrigðiskerfi og opna eða loka Kína í efnahagslegu og pólitísku tilliti. Löng og tvísýn barátta sem varðar allan heiminn er hafin. Val á valdhöfumÍ bráð snýst taflið í Kína um æðstu embætti landsins og ekki síst um sæti í fastaráði stjórnmálanefndar Kommúnistaflokksins. Stór embætti hjá ríki, borgarstjórnum, héraðsstjórnum, flokki og stofnunum skipta raunar þúsundum. Kerfið er risavaxið og óraflókið. Síðustu ár hefur val á valdamönnum verið niðurstaða af málamiðlunum á milli ólíkra afla. Óánægja fer ört vaxandi með þau ósýnilegu ferli sem þar liggja að baki. Hagsmunir hafa líka orðið rammari og sundrast meira en áður. Nú í þessum mánuði sauð upp úr. Stjarnan BoLeiðtogi flokksins í risaborginni Chongqing, Bo Xilai, háði opinbera baráttu fyrir sæti í fastaráðinu. Bo náði snilldartökum á kínverskum fjölmiðlum. Hann sá þeim fyrir sífelldum uppákomum og gerðist vinsæll lýðskrumari sem sagðist vilja tala beint við þjóð sína. Bo sagði sig vinstri mann og þjóðernissinna sem vildi endurlífga „rauða" menningu Maótímans. Hann endurvakti byltingarsöngva og slagorð og fór í vinsælar herferðir gegn spillingu og glæpum um leið og hann hamraði á einföldum áróðri. Wen Jibao forsætisráðherra tók Bo af lífi í pólitískum skilningi fyrir skemmstu með ræðu þar sem hann minnti á ógnir Maótímans og sagði að umbætur í lýðræðisátt væru eina leið Kína til framfara. Bo reyndist fámennur og er úr sögunni. Xi JinpingEkkert er einfalt í Kína en svo virðist sem öfl sem vilja í senn umbætur í efnahagsmálum, aðgerðir gegn spillingu og skref í átt til lýðræðis séu í sókn. Þeir sem gæla við kommúnisma og einangrunarhyggju eru greinilega á undanhaldi með falli Bo Xilai og afhjúpun á því lýðskrumi og sjálfsdýrkun sem voru hans ær og kýr. Líklegast er að Xi Jinping verði valinn leiðtogi flokksins á þessu ári og forseti að ári. Hann er umbótasinnaður í efnahagsmálum. Xi berst hins vegar ekki aðeins gegn spillingu heldur líka fyrir auknum aga innan flokksins sem gæti orðið á kostnað hugmynda um aukið lýðræði. Hann er hámenntaður, tvöfaldur doktor, og líklegur til að skilja Vesturlönd betur en forverar hans. Valdakerfið í Kína verður hins vegar hans tímafrekasta viðfangsefni. Wen JibaoWen Jibao, núverandi forsætisráðherra, mun fljótlega stíga til hliðar en hópur fólks sem virðist í sókn hefur lík viðhorf. Wen hefur ítrekað rætt um lýðræði sem stjórnarform framtíðarinnar og um aukin mannréttindi. Hann leggur þó meiri áherslu á að menn noti þekkingu, vísindi og skynsemi við lausn vandamála en á pólitískar breytingar, þótt hann hafi raunar nefnt kerfisbreytingar í stjórnmálum sem möguleika. Wen hefur gefið í skyn að Kínverjar verði að endurmeta atburðina á torginu við Hlið hins himneska friðar en slíkt endurmat gæti opnað leið fyrir umfangsmiklar pólitískar umræður í landinu. Wen og menn honum handgengnir hafa líka bent á að Kína þurfi hið fyrsta að verða alvöru réttarríki. Næsti forsætisráðherraBaráttan um embætti forsætisráðherra virðist vera á milli tveggja manna sem báðir eru umbótasinnaðir. Annar er hagfræðidoktorinn Li Keqiang, hinn fjármálasérfræðingurinn Wang Qishan. Li sem er talinn líklegri er áhugasamur um bætta stöðu einkafyrirtækja í Kína gagnvart ríkisfyrirtækjum. Wang sem er þekktur af áhuga á aukinni tengingu Kína við fjármálakerfi heimsins virðist njóta stuðnings þeirra sem nú gagnrýna forustuna fyrir of litlar efnahagsumbætur. Báðir þekkja vel alþjóðleg efnahagsmál. Áhugi á breytingumÞrátt fyrir að í Kína hafi orðið stærsta lífskjarabylting mannkynssögunnar gætir vaxandi óánægju í landinu. Almenningur hefur til þessa verið fráhverfur stjórnmálum og talið þau uppsprettu ills eins. Áhugi á lýðræði og opnu samfélagi fer hins vegar ört vaxandi og sömuleiðis áhugi á alvöru baráttu gegn spillingu, ofríki embættismanna og gífurlegum ójöfnuði í landinu. Fram undan er tími gerjunar, átaka og sköpunar í kínversku þjóðlífi.
Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson Skoðun
Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson Skoðun