Írski gamanleikarinn Chris O'Dowd segist ekki skilja af hverju fólk gerði svo mikið úr gömlum ummælum Megan Fox í garð leikstjórans Michael Bay, en leikkonan talaði ekki vel um Transformers-leikstjórann.
„Hver mundi ekki lenda í rifrildi við Bay? Transformers er ein karlrembulegasta kvikmynd sem ég hef nokkru sinni séð. Fox kallaði hann asna, og hvað með það? Hann er asni. Hún er örugglega ekki eina manneskjan sem hefur kallað hann sama nafni og ég skil ekki af hverju hún var hengd fyrir þessi ummæli," sagði O'Dowd sem leikur á móti Fox í kvikmyndinni Friends with Kids.
