Hegðun til hliðsjónar Magnús Þ. Lúðvíksson skrifar 27. mars 2012 04:00 Fyrir Alþingi liggur þingsályktunartillaga sem felur í sér að lögum um líffæragjafir verði breytt þannig að gert sé ráð fyrir „ætluðu samþykki" við líffæragjafir í stað „ætlaðrar neitunar". Nái tillagan fram að ganga verður látinn einstaklingur sjálfkrafa líffæragjafi nema hinn látni hafi látið í ljós vilja til hins gagnstæða þótt einnig sé kveðið á um að taka skuli tillit til óska aðstandenda. Er það markmið þeirra þingmanna sem að tillögunni standa að fjölga líffæragjöfum á Íslandi. Tillagan sækir fyrirmyndir sínar til nokkurra nágrannalanda Íslands en segja má að hún byggi á ákveðnum niðurstöðum úr atferlissálfræði. Kannski helst þeim að það hvernig valkostum er stillt upp hefur talsverð áhrif á val einstaklinga og hins vegar því að fólk hefur tilhneigingu til að velja auðveldasta valkostinn hverju sinni, yfirleitt þann sjálfgefna. Tveir bandarískir sálfræðingar, Eric Johnson og Dan Goldstein, framkvæmdu árið 2003 tilraun þar sem þeir spurðu þrjá stóra hópa af fólki hvort þeir vildu verða líffæragjafar að sér látnum. Spurningin sem lögð var fyrir hvern hóp var hins vegar ólík. Fyrsti hópurinn fékk spurningu sem byggði á „ætlaðri neitun" en fólk gat þó valið að gerast líffæragjafar. Spurningin sem lögð var fyrir annan hópinn var nákvæmlega eins nema hún byggði á „ætluðu samþykki" þó fólk hefði þann valkost að gerast ekki líffæragjafar. Þriðja hópnum var svo gert að velja á milli kostanna án þess að öðrum væri stillt upp sem sjálfgefnum. Uppstilling spurningarinnar reyndist skipta miklu máli. Þegar gert var ráð fyrir „ætlaðri neitun" völdu einungis 42% svarenda að gerast líffæragjafar en þegar gert var ráð fyrir „ætluðu samþykki" kusu alls 82% svarenda að gerast líffæragjafar. Það merkilega er að í tilfelli hlutlausu spurningarinnar völdu 79% að gerast líffæragjafar. Fjallað er um þessa tilraun og raunar margar fleiri í bókinni Nudge eftir þá Richard Thaler og Cass Sunstein sem kom út árið 2008. Bókin fjallar um þá möguleika sem felast í notkun atferlissálfræði og -hagfræði við opinbera stefnumótun. Halda höfundar því fram að auka megi virkni og hagkvæmni hins opinbera með því að hafa niðurstöður úr þessum fræðigreinum til hliðsjónar við stefnumótun. Óhætt er að segja að bókin hafi vakið mikla athygli en höfundar hennar hafa síðan verið fengnir til að veita ríkisstjórnum víða um heim ráðgjöf. Þannig hefur Sunstein unnið fyrir ríkisstjórn Obama í Bandaríkjunum og Thaler meðal annars unnið fyrir ríkisstjórn Camerons í Bretlandi og fyrir dönsku ríkisstjórnina. Sú litla reynsla sem komin er af þessari nálgun er jákvæð og þess vegna ber að fagna því að hún sé að ryðja sér til rúms á Íslandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Magnús Þorlákur Lúðvíksson Mest lesið Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun Alvotech og Arion banki stofna grunnskóla Haraldur Freyr Gíslason Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun Halldór 22.12.2024 Halldór Baldursson Halldór Nýr kafli í sögu ESB Michael Mann Skoðun
Fyrir Alþingi liggur þingsályktunartillaga sem felur í sér að lögum um líffæragjafir verði breytt þannig að gert sé ráð fyrir „ætluðu samþykki" við líffæragjafir í stað „ætlaðrar neitunar". Nái tillagan fram að ganga verður látinn einstaklingur sjálfkrafa líffæragjafi nema hinn látni hafi látið í ljós vilja til hins gagnstæða þótt einnig sé kveðið á um að taka skuli tillit til óska aðstandenda. Er það markmið þeirra þingmanna sem að tillögunni standa að fjölga líffæragjöfum á Íslandi. Tillagan sækir fyrirmyndir sínar til nokkurra nágrannalanda Íslands en segja má að hún byggi á ákveðnum niðurstöðum úr atferlissálfræði. Kannski helst þeim að það hvernig valkostum er stillt upp hefur talsverð áhrif á val einstaklinga og hins vegar því að fólk hefur tilhneigingu til að velja auðveldasta valkostinn hverju sinni, yfirleitt þann sjálfgefna. Tveir bandarískir sálfræðingar, Eric Johnson og Dan Goldstein, framkvæmdu árið 2003 tilraun þar sem þeir spurðu þrjá stóra hópa af fólki hvort þeir vildu verða líffæragjafar að sér látnum. Spurningin sem lögð var fyrir hvern hóp var hins vegar ólík. Fyrsti hópurinn fékk spurningu sem byggði á „ætlaðri neitun" en fólk gat þó valið að gerast líffæragjafar. Spurningin sem lögð var fyrir annan hópinn var nákvæmlega eins nema hún byggði á „ætluðu samþykki" þó fólk hefði þann valkost að gerast ekki líffæragjafar. Þriðja hópnum var svo gert að velja á milli kostanna án þess að öðrum væri stillt upp sem sjálfgefnum. Uppstilling spurningarinnar reyndist skipta miklu máli. Þegar gert var ráð fyrir „ætlaðri neitun" völdu einungis 42% svarenda að gerast líffæragjafar en þegar gert var ráð fyrir „ætluðu samþykki" kusu alls 82% svarenda að gerast líffæragjafar. Það merkilega er að í tilfelli hlutlausu spurningarinnar völdu 79% að gerast líffæragjafar. Fjallað er um þessa tilraun og raunar margar fleiri í bókinni Nudge eftir þá Richard Thaler og Cass Sunstein sem kom út árið 2008. Bókin fjallar um þá möguleika sem felast í notkun atferlissálfræði og -hagfræði við opinbera stefnumótun. Halda höfundar því fram að auka megi virkni og hagkvæmni hins opinbera með því að hafa niðurstöður úr þessum fræðigreinum til hliðsjónar við stefnumótun. Óhætt er að segja að bókin hafi vakið mikla athygli en höfundar hennar hafa síðan verið fengnir til að veita ríkisstjórnum víða um heim ráðgjöf. Þannig hefur Sunstein unnið fyrir ríkisstjórn Obama í Bandaríkjunum og Thaler meðal annars unnið fyrir ríkisstjórn Camerons í Bretlandi og fyrir dönsku ríkisstjórnina. Sú litla reynsla sem komin er af þessari nálgun er jákvæð og þess vegna ber að fagna því að hún sé að ryðja sér til rúms á Íslandi.
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun