Áhersla lögð á snið og lögun 30. mars 2012 10:40 "Konur vilja falleg föt sem klæða þær. Ekki tískuföt sem búið er að stækka upp, heldur föt sem eru sérstaklega hönnuð fyrir stærri líkamsvöxt,“ segir Lovísa Halldórsdóttir, verslunarstjóri í Evans í Kringlunni. Verslunin selur föt í stærðum 14-32, 42-60 í evrópskum stærðum, en tölurnar segja ekki allt. Hjá Evans er nú lögð meiri áhersla á snið í stað þess að einblína eingöngu á númerin. "Þegar konur koma hingað inn að versla er frekar hugsað um vaxtarlagið,“ segir Lovísa. "Sú stefna var tekin hjá fyrirtækinu að starfssérfræðingar Evans í Bretlandi gerð stóra könnun meðal viðskiptavina verslunarinnar. Talað var við 5.500 konur um allt Bretland. Af þeim fjögur þúsund konum sem rætt var beint við í verslununum voru 48 prósent með "epla-vöxt“, 28 prósent eins og "stundaglas“, 16 prósent voru "perulaga“ og 8 prósent þeirra voru “"barmmiklar“, eða eins og stundum er sagt, þríhyrningar. Héðan í frá munu öll föt Evans verða hönnuð með þetta í huga en þessi sömu hugtök hafa verið notuð lengi í tískuiðnaðinum. Með því að nota þau til að hjálpa konum að versla vildi Evans breyta sambandinu milli viðskiptavinarins og starfsfólksins í búðunum,“ segir Lovísa en allt starfsfólk Evans á Íslandi hefur fengið þjálfun í að greina vöxtinn og þjálfun í að vita hvað klæðir hvaða vaxtarlag best. "Stærðir geta verið ruglingslegar. Sumar okkar eru miklar um sig að ofan en minni yfir mjaðmirnar eða öfugt. Ráðgjafarnir okkar í versluninni hjálpa konum að greina, versla og klæða sig í samræmi við vaxtarlagið. Við framkvæmum einnig mælingar hér í búðinni og hver viðskiptavinur sem kemur hingað inn getur fengið persónulega ráðgjöf. Við fáum nýjar vörur á tveggja vikna fresti og erum að taka upp föt sem hönnuð eru eftir þessum hugmyndum hjá Evans. Ég hvet konur til að koma til okkar og fá ráðgjöf og finna snið sem hentar þeirra vaxtarlagi.“ Heilsa Mest lesið „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ Atvinnulíf MrBeast gerir tilboð í TikTok Viðskipti erlent Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Viðskipti innlent Bónus ódýrari en Prís í fjögur skipti af fimm hundruð Neytendur Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Viðskipti innlent Íslandsbanki og VÍS skrifa undir samstarfssamning Neytendur Kaffi Kjós til sölu Viðskipti innlent Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Viðskipti innlent Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Viðskipti innlent Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Viðskipti innlent Fleiri fréttir BYKO með ánægðustu viðskiptavinina áttunda árið í röð Greiðsluáskorun Rafbílaeigendur hljóta að hafa stáltaugar Bóndi í Borgarfirði keyrði Skoda-bíl yfir milljón kílómetra Góð kjör á afmælissýningu Toyota Eldamennskan og jólaljósin algengasti brunavaldur um hátíðirnar Smitten á lista yfir mesta tekjuaukningu á Norðurlöndum Jólagjöfin sem kemur sér alltaf vel Ævintýrið heldur áfram með Discovery! Halda jólin frítt með inneign í appinu Sjá meira
"Konur vilja falleg föt sem klæða þær. Ekki tískuföt sem búið er að stækka upp, heldur föt sem eru sérstaklega hönnuð fyrir stærri líkamsvöxt,“ segir Lovísa Halldórsdóttir, verslunarstjóri í Evans í Kringlunni. Verslunin selur föt í stærðum 14-32, 42-60 í evrópskum stærðum, en tölurnar segja ekki allt. Hjá Evans er nú lögð meiri áhersla á snið í stað þess að einblína eingöngu á númerin. "Þegar konur koma hingað inn að versla er frekar hugsað um vaxtarlagið,“ segir Lovísa. "Sú stefna var tekin hjá fyrirtækinu að starfssérfræðingar Evans í Bretlandi gerð stóra könnun meðal viðskiptavina verslunarinnar. Talað var við 5.500 konur um allt Bretland. Af þeim fjögur þúsund konum sem rætt var beint við í verslununum voru 48 prósent með "epla-vöxt“, 28 prósent eins og "stundaglas“, 16 prósent voru "perulaga“ og 8 prósent þeirra voru “"barmmiklar“, eða eins og stundum er sagt, þríhyrningar. Héðan í frá munu öll föt Evans verða hönnuð með þetta í huga en þessi sömu hugtök hafa verið notuð lengi í tískuiðnaðinum. Með því að nota þau til að hjálpa konum að versla vildi Evans breyta sambandinu milli viðskiptavinarins og starfsfólksins í búðunum,“ segir Lovísa en allt starfsfólk Evans á Íslandi hefur fengið þjálfun í að greina vöxtinn og þjálfun í að vita hvað klæðir hvaða vaxtarlag best. "Stærðir geta verið ruglingslegar. Sumar okkar eru miklar um sig að ofan en minni yfir mjaðmirnar eða öfugt. Ráðgjafarnir okkar í versluninni hjálpa konum að greina, versla og klæða sig í samræmi við vaxtarlagið. Við framkvæmum einnig mælingar hér í búðinni og hver viðskiptavinur sem kemur hingað inn getur fengið persónulega ráðgjöf. Við fáum nýjar vörur á tveggja vikna fresti og erum að taka upp föt sem hönnuð eru eftir þessum hugmyndum hjá Evans. Ég hvet konur til að koma til okkar og fá ráðgjöf og finna snið sem hentar þeirra vaxtarlagi.“
Heilsa Mest lesið „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ Atvinnulíf MrBeast gerir tilboð í TikTok Viðskipti erlent Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Viðskipti innlent Bónus ódýrari en Prís í fjögur skipti af fimm hundruð Neytendur Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Viðskipti innlent Íslandsbanki og VÍS skrifa undir samstarfssamning Neytendur Kaffi Kjós til sölu Viðskipti innlent Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Viðskipti innlent Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Viðskipti innlent Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Viðskipti innlent Fleiri fréttir BYKO með ánægðustu viðskiptavinina áttunda árið í röð Greiðsluáskorun Rafbílaeigendur hljóta að hafa stáltaugar Bóndi í Borgarfirði keyrði Skoda-bíl yfir milljón kílómetra Góð kjör á afmælissýningu Toyota Eldamennskan og jólaljósin algengasti brunavaldur um hátíðirnar Smitten á lista yfir mesta tekjuaukningu á Norðurlöndum Jólagjöfin sem kemur sér alltaf vel Ævintýrið heldur áfram með Discovery! Halda jólin frítt með inneign í appinu Sjá meira