Pólitískir puttar í lífeyrissjóðina Ólafur Þ. Stephensen skrifar 30. mars 2012 06:00 Helgi Magnússon, formaður stjórnar Lífeyrissjóðs verzlunarmanna, hafði rétt fyrir sér þegar hann sagði á ársfundi sjóðsins að sífellt aukinn áhugi stjórnmálamanna á lífeyrissjóðunum væri ills viti. Á vettvangi stjórnmálanna hafa að undanförnu komið fram hugmyndir um grundvallarbreytingar á lífeyriskerfinu, sem eru stórlega varasamar. Sumar þeirra voru raktar í fréttaskýringu hér í blaðinu í gær. Eftir harða gagnrýni á rekstur og fjárfestingarstefnu lífeyrissjóðanna, sem kom fram í skýrslu óháðrar úttektarnefndar fyrir nokkrum vikum, virðast ýmsir stjórnmálamenn líta svo á að sjóðirnir liggi vel við höggi. Lilja Mósesdóttir og Ögmundur Jónasson hafa lagt til að í stað „markaðsvæddrar sjóðsmyndunar" eins og sá síðarnefndi orðar það verði kerfinu breytt í ríkisvætt gegnumstreymiskerfi. Í stað þess að hver og einn safni upp rétti til lífeyris standi greiðendur iðgjalda á hverjum tíma undir lífeyri þeirra sem farnir eru af vinnumarkaði. Þetta er ávísun á gríðarlegar skattahækkanir í framtíðinni, því að auðvitað eru það skattgreiðendur sem munu standa undir lífeyrisgreiðslunum. Grikkland er gott dæmi um ríki sem hefur sett sig á hausinn, meðal annars með kerfi af þessu tagi. Ástandið á lífeyriskerfi opinberra starfsmanna á Íslandi ætti að vera víti til varnaðar í þessum efnum. Opinberir starfsmenn safna að vísu í lífeyrissjóð með iðgjaldagreiðslum, en réttindi þeirra taka ekki mið af eignunum eða ávöxtun þeirra, heldur launum eftirmanna og eru bundin í lög. Hið opinbera skuldar lífeyrissjóðum starfsmanna sinna nú um 500 milljarða króna. Eins og Gylfi Arnbjörnsson, forseti Alþýðusambandsins, benti á í Fréttablaðinu í gær hafa stjórnvöld kosið að sópa þessum vanda undir teppið og láta eins og hann sé ekki til. Hallinn mun þó koma af fullum þunga í fang skattgreiðenda á næstu árum og áratugum. Þessi staða setur líka draum Álfheiðar Ingadóttur um einn lífeyrissjóð fyrir alla landsmenn, þar sem réttindin yrðu færð að réttindum opinberra starfsmanna, í ljós óraunsæis og óskhyggju. Það er rétt sem Helgi Magnússon segir; stjórnmálamennirnir ættu að leysa vanda opinbera lífeyriskerfisins áður en þeir bjóða fram aðstoð sína við að umbylta almenna kerfinu. Áðurnefndum stjórnmálamönnum finnst heillandi hugmynd að komast með puttana í hina almennu lífeyrissjóði, bæði til að ná í peninga til lítt arðbærra opinberra framkvæmda og til að stuðla að tekjujöfnun. Það er full ástæða fyrir sjóðfélaga í lífeyrissjóðum að gjalda varhug við þessum hugmyndum. Núverandi lífeyriskerfi, þar sem almannatryggingar, samtryggingarsjóðir og séreignarsparnaður spila saman, hefur reynzt vel og er mörgum öðrum ríkjum fyrirmynd. Þar er annars vegar tryggður lágmarkslífeyrir og hins vegar nýtur fólk eigin dugnaðar og fyrirhyggju þegar komið er á efri ár. Þeir sem ráða fyrir lífeyrissjóðunum þurfa að læra ýmislegt af mistökum fyrri ára. En það er nákvæmlega engin ástæða til að kollvarpa kerfinu og endurtaka mistök annarra þjóða. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fastir pennar Ólafur Stephensen Skoðanir Mest lesið Tilraun til 40 ára býður skipbrot - allir þegja Björn Ólafsson Skoðun Hvernig væri að Isavia setti viðskiptavini sína í forgang? Ó. Ingi Tómasson Skoðun Fortune 500 forstjórar heillaðir af „hybrid“. Hvað með nýju ríkisstjórnina? Tómas Hilmar Ragnarz Skoðun Blekking Valkyrjanna Högni Elfar Gylfason Skoðun Um menntun barnanna á Gaza Ingólfur Steinsson Skoðun Píkudýrkun Kolbrún Bergþórsdóttir Skoðun Ég vil fá boð í þessa veislu! Silja Björk Björnsdóttir Skoðun Forvitni er lykillinn að framtíðinni Árni Sigurðsson Skoðun Með utanríkisstefnu í molum – stefnir Ísland í stríð við Íran? Ingólfur Shahin Skoðun Halldór 04.01.2025 Halldór
Helgi Magnússon, formaður stjórnar Lífeyrissjóðs verzlunarmanna, hafði rétt fyrir sér þegar hann sagði á ársfundi sjóðsins að sífellt aukinn áhugi stjórnmálamanna á lífeyrissjóðunum væri ills viti. Á vettvangi stjórnmálanna hafa að undanförnu komið fram hugmyndir um grundvallarbreytingar á lífeyriskerfinu, sem eru stórlega varasamar. Sumar þeirra voru raktar í fréttaskýringu hér í blaðinu í gær. Eftir harða gagnrýni á rekstur og fjárfestingarstefnu lífeyrissjóðanna, sem kom fram í skýrslu óháðrar úttektarnefndar fyrir nokkrum vikum, virðast ýmsir stjórnmálamenn líta svo á að sjóðirnir liggi vel við höggi. Lilja Mósesdóttir og Ögmundur Jónasson hafa lagt til að í stað „markaðsvæddrar sjóðsmyndunar" eins og sá síðarnefndi orðar það verði kerfinu breytt í ríkisvætt gegnumstreymiskerfi. Í stað þess að hver og einn safni upp rétti til lífeyris standi greiðendur iðgjalda á hverjum tíma undir lífeyri þeirra sem farnir eru af vinnumarkaði. Þetta er ávísun á gríðarlegar skattahækkanir í framtíðinni, því að auðvitað eru það skattgreiðendur sem munu standa undir lífeyrisgreiðslunum. Grikkland er gott dæmi um ríki sem hefur sett sig á hausinn, meðal annars með kerfi af þessu tagi. Ástandið á lífeyriskerfi opinberra starfsmanna á Íslandi ætti að vera víti til varnaðar í þessum efnum. Opinberir starfsmenn safna að vísu í lífeyrissjóð með iðgjaldagreiðslum, en réttindi þeirra taka ekki mið af eignunum eða ávöxtun þeirra, heldur launum eftirmanna og eru bundin í lög. Hið opinbera skuldar lífeyrissjóðum starfsmanna sinna nú um 500 milljarða króna. Eins og Gylfi Arnbjörnsson, forseti Alþýðusambandsins, benti á í Fréttablaðinu í gær hafa stjórnvöld kosið að sópa þessum vanda undir teppið og láta eins og hann sé ekki til. Hallinn mun þó koma af fullum þunga í fang skattgreiðenda á næstu árum og áratugum. Þessi staða setur líka draum Álfheiðar Ingadóttur um einn lífeyrissjóð fyrir alla landsmenn, þar sem réttindin yrðu færð að réttindum opinberra starfsmanna, í ljós óraunsæis og óskhyggju. Það er rétt sem Helgi Magnússon segir; stjórnmálamennirnir ættu að leysa vanda opinbera lífeyriskerfisins áður en þeir bjóða fram aðstoð sína við að umbylta almenna kerfinu. Áðurnefndum stjórnmálamönnum finnst heillandi hugmynd að komast með puttana í hina almennu lífeyrissjóði, bæði til að ná í peninga til lítt arðbærra opinberra framkvæmda og til að stuðla að tekjujöfnun. Það er full ástæða fyrir sjóðfélaga í lífeyrissjóðum að gjalda varhug við þessum hugmyndum. Núverandi lífeyriskerfi, þar sem almannatryggingar, samtryggingarsjóðir og séreignarsparnaður spila saman, hefur reynzt vel og er mörgum öðrum ríkjum fyrirmynd. Þar er annars vegar tryggður lágmarkslífeyrir og hins vegar nýtur fólk eigin dugnaðar og fyrirhyggju þegar komið er á efri ár. Þeir sem ráða fyrir lífeyrissjóðunum þurfa að læra ýmislegt af mistökum fyrri ára. En það er nákvæmlega engin ástæða til að kollvarpa kerfinu og endurtaka mistök annarra þjóða.
Fortune 500 forstjórar heillaðir af „hybrid“. Hvað með nýju ríkisstjórnina? Tómas Hilmar Ragnarz Skoðun
Fortune 500 forstjórar heillaðir af „hybrid“. Hvað með nýju ríkisstjórnina? Tómas Hilmar Ragnarz Skoðun