Lífið

Svartur á leik út á land

Spennumyndin Svartur á leik hefur notið mikilla vinsælda.
Spennumyndin Svartur á leik hefur notið mikilla vinsælda.
Tryllirinn Svartur á leik er á leiðinni í kvikmyndahús úti á landi og eru sýningar í þann mund að hefjast eða eru þegar hafnar á Dalvík, Selfossi, Ísafirði, í Borgarbyggð, Vestmannaeyjum og víðar.

Um fimmtíu þúsund manns hafa séð myndina og hefur hún halað inn rúmlega 63 milljónum króna í tekjur. Hún er nú þegar orðin fjórða tekjuhæsta íslenska kvikmynd allra tíma. Mikil eftirspurn hefur verið eftir myndinni úti á landi og má því búast við álíka góðri aðsókn þar og á höfuðborgarsvæðinu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×