Lífið

14 ára tvíburar setja upp leikjasíðu

Guðni Natan og Sigríður Stella segja mikla vinnu að halda úti leikjaþjóni, en það sé bara svo rosalega gaman.
Fréttablaðið/Valli
Guðni Natan og Sigríður Stella segja mikla vinnu að halda úti leikjaþjóni, en það sé bara svo rosalega gaman. Fréttablaðið/Valli
„Við bjuggum síðuna og leikjaþjóninn til alveg sjálf og settum þetta allt saman upp. Við sjáum líka um fjármálin sjálf, en ef það verður of flókið þarf mamma stundum að hjálpa okkur,“ segir hinn 14 ára gamli Guðni Natan Gunnarsson um heimasíðuna osom.is sem hann heldur úti ásamt tvíburasystur sinni, Sigríði Stellu Gunnarsdóttur.

Osom.is er leikjaþjónn fyrir leik sem kallast Minecraft og er eins konar Legó þar sem þátttakendur byggja upp sinn eigin ævintýraheim. Leikurinn er mjög vinsæll meðal barna og unglinga í dag. „Hingað til hafa um 340 manns skráð sig inn í leikinn á vefnum okkar og yfirleitt eru um 20 manns að spila í einu,“ segir Guðni og bætir við að það séu helst krakkar og unglingar á aldrinum 8 til 16 ára sem spili leikinn. Guðni segir þau systkinin bæði vera mikið fyrir tölvur og hafa leitað sér upplýsinga á netinu um hvernig skyldi setja upp leikjaþjóninn. „Við fengum mikið af upplýsingum af Youtube og svo lásum við okkur bara til.“

Guðni og Sigga eru að fara að fermast þann 27. maí í Hafnarfjarðarkirkju. En er þetta ekkert of mikil vinna fyrir unglinga í skóla? „Þetta er mjög mikil vinna, en þetta er bara svo rosalega gaman. Þetta truflar ekkert skólann, við pössum alltaf upp á að læra heima,“ segir Guðni Natan og bætir við að bæði hann og systir hans hefðu áhuga á að vinna í tengslum við tölvur í framtíðinni. - trs






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.