Lífið

Tíkin Ísey í stóru hlutverki hjá Steinda

Steindi rekur rembingskoss á tíkina Ísey, sem leikur hjálpsama hundinn Múbba. Á myndinni eru einnig Diddi Fel, Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir, Arró og Ágúst Bent.
Steindi rekur rembingskoss á tíkina Ísey, sem leikur hjálpsama hundinn Múbba. Á myndinni eru einnig Diddi Fel, Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir, Arró og Ágúst Bent. Fréttablaðið/Vilhelm
„Við erum hungraðir, langt frá því að vera saddir," segir grínistinn Steinþór Hróar Steinþórsson, alltaf kallaður Steindi.

Tökur á þriðju þáttaröð Steindans okkar hófust á dögunum. Tíkin Ísey hefur staðið í ströngu með Steinda og félögum undanfarna daga og bregður reglulega fyrir í þáttunum, sem verða sýndir á Stöð 2 í haust.

„Hún leikur hjálpsama hundinn Múbba og er einn af mörgum föstum liðum í þáttunum. Ég vil ekki gefa of mikið upp," segir Steindi leyndardómsfullur. Hann bætir þó við að hann sé að brjóta ákveðna reglu með því að innleiða hundinn. „Það er óskrifuð regla í gríni að skrifa ekki dýr, gamalt fólk og krakka í handritið. Það er hræðilegt að leikstýra þeim. En við hunsum þá reglu ítrekað. Við erum á þriðja degi og höfum tekið upp með hundi og gömlu fólki."

Steindi og félagar eyddu tæplega hálfu ári í að skrifa þættina og tónlist verður eins og áður í stóru hlutverki að sögn Steinda. „Við þurftum að semja rosalega mikið af tónlist," segir hann. „Við gerum átta tónlistarmyndbönd, eins og alltaf, og eitt lítið tónlistarmyndband fyrir hvern þátt, þannig að þetta verða sextán lög."

Þannig að þið eruð orðnir meiri tónlistarmenn en grínistar?

„Nei, við verðum það aldrei. Eða ég verð það aldrei, kannski Bent. Ég veit það ekki."






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.