Sólveig skrifar skvísubók fyrir fullorðna 13. apríl 2012 11:00 Sólveig Jónsdóttir, blaðamaður og rithöfundur. Mynd/Stefán „Þegar ég fékk bókina í hendurnar vorum við að grínast með það að núna væri ég búin að upplifa eitt prósent af þeirri tilfinningu sem maður fær þegar maður eignast barn," segir blaðamaðurinn Sólveig Jónsdóttir sem gefur út sína fyrstu skáldsögu í næstu viku. Skáldsagan nefnist Korter og fjallar um fjórar stúlkur á þrítugsaldri og ævintýri þeirra í 101 Reykjavík. Sólveig segist flokka bókina að einhverju leyti í hóp skvísubókmennta. „Vinur minn spurði um daginn hvort þetta væri ekki svona skvísubók fyrir fullorðna og ég held að ég sé sammála því. Þetta er ekki gelgjubók heldur bók um sjálfstæðar konur sem eru að fóta sig í lífinu," segir Sólveig sem starfar sem blaðamaður á Nýju lífi. Bókin hefur verið í bígerð með köflum síðustu þrjú árin. „Þetta er búið að blunda í mér lengi og ég hef alltaf haft gaman af því að skrifa. Það má segja að ég hafi byrjað að skrifa bókina þegar ég fékk heimþrá er ég var við nám í Edinborg. Fór að hugsa heim og ákvað að skrifa um eitthvað sem ég þekkti vel." Bókin fjallar um þær Míu, Silju, Karen og Hervöru en er í raun fjórar sjálfstæðar sögur sem tengjast þó í lokin. Sólveig segir söguþráðinn skáldaðan en þó með ákveðnar tilvitnanir í raunveruleikann. Sólveig er ófeimin að viðurkenna að hún er stressuð yfir viðtökunum. „Ég er stressuð en líka spennt. Ef einhverjir geta skemmt sér yfir lestrinum verð ég sátt," segir Sólveig sem nú þegar er hálfnuð með bók númer tvö. Korter verður komin í hillur verslana eftir helgi. -áp Mest lesið Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Lífið Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Lífið Ástfangnar í fjörutíu ár Lífið Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Lífið Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Menning Snorri og Nadine eignuðust son Lífið Harry Potter stjarna tveggja barna faðir Lífið Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Lífið Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Lífið Sumarið er komið á Boozt Lífið samstarf Fleiri fréttir Snorri og Nadine eignuðust son Íris Svava og Arnþór selja fallega íbúð á besta stað Harry Potter stjarna tveggja barna faðir Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Ástfangnar í fjörutíu ár Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Infocapital Íslandsmeistari eftir æsispennandi keppni Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Veittu verðlaun fyrir dónalegasta orðið á Íslandsmeistaramóti í skrafli Þórhildur og Hjalti eiga von á barni Jiggly Caliente dragdrottning látin „Prófið að plokka og sjáið árangurinn“ Björn plokkar í stað Höllu „Þetta er saga um sambandsslit tveggja vinkvenna“ Krakkatían: Pokémon, spænska og hjólreiðakeppni Halla og Biden hittust í útför páfans Á erfitt með að muna nöfnin á börnum vina sinna Fréttatía vikunnar: Frans páfi, Kaffi kjós og tónleikar Hildur Vala og Mikael Kaaber í aðalhlutverkum Moulin Rouge Vonast til að fá fullkomna sundlaug í Reykjadal Raf- og danstónlistarveisla í Austurbæjarbíó Ekkert sundfataatriði í Ungfrú Ísland unglinga Sérfræðingar deila um typpi refilsins en Sigríður Hagalín er búin að telja Ein glæsilegasta kona landsins á lausu Glæsihús á Seltjarnarnesi á 240 milljónir Fór í tvær lýtaaðgerðir á sama deginum Á eiginmann og kærasta og allir sáttir Öskurdrottningin Lar Park Lincoln er látin Sjá meira
„Þegar ég fékk bókina í hendurnar vorum við að grínast með það að núna væri ég búin að upplifa eitt prósent af þeirri tilfinningu sem maður fær þegar maður eignast barn," segir blaðamaðurinn Sólveig Jónsdóttir sem gefur út sína fyrstu skáldsögu í næstu viku. Skáldsagan nefnist Korter og fjallar um fjórar stúlkur á þrítugsaldri og ævintýri þeirra í 101 Reykjavík. Sólveig segist flokka bókina að einhverju leyti í hóp skvísubókmennta. „Vinur minn spurði um daginn hvort þetta væri ekki svona skvísubók fyrir fullorðna og ég held að ég sé sammála því. Þetta er ekki gelgjubók heldur bók um sjálfstæðar konur sem eru að fóta sig í lífinu," segir Sólveig sem starfar sem blaðamaður á Nýju lífi. Bókin hefur verið í bígerð með köflum síðustu þrjú árin. „Þetta er búið að blunda í mér lengi og ég hef alltaf haft gaman af því að skrifa. Það má segja að ég hafi byrjað að skrifa bókina þegar ég fékk heimþrá er ég var við nám í Edinborg. Fór að hugsa heim og ákvað að skrifa um eitthvað sem ég þekkti vel." Bókin fjallar um þær Míu, Silju, Karen og Hervöru en er í raun fjórar sjálfstæðar sögur sem tengjast þó í lokin. Sólveig segir söguþráðinn skáldaðan en þó með ákveðnar tilvitnanir í raunveruleikann. Sólveig er ófeimin að viðurkenna að hún er stressuð yfir viðtökunum. „Ég er stressuð en líka spennt. Ef einhverjir geta skemmt sér yfir lestrinum verð ég sátt," segir Sólveig sem nú þegar er hálfnuð með bók númer tvö. Korter verður komin í hillur verslana eftir helgi. -áp
Mest lesið Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Lífið Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Lífið Ástfangnar í fjörutíu ár Lífið Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Lífið Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Menning Snorri og Nadine eignuðust son Lífið Harry Potter stjarna tveggja barna faðir Lífið Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Lífið Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Lífið Sumarið er komið á Boozt Lífið samstarf Fleiri fréttir Snorri og Nadine eignuðust son Íris Svava og Arnþór selja fallega íbúð á besta stað Harry Potter stjarna tveggja barna faðir Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Ástfangnar í fjörutíu ár Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Infocapital Íslandsmeistari eftir æsispennandi keppni Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Veittu verðlaun fyrir dónalegasta orðið á Íslandsmeistaramóti í skrafli Þórhildur og Hjalti eiga von á barni Jiggly Caliente dragdrottning látin „Prófið að plokka og sjáið árangurinn“ Björn plokkar í stað Höllu „Þetta er saga um sambandsslit tveggja vinkvenna“ Krakkatían: Pokémon, spænska og hjólreiðakeppni Halla og Biden hittust í útför páfans Á erfitt með að muna nöfnin á börnum vina sinna Fréttatía vikunnar: Frans páfi, Kaffi kjós og tónleikar Hildur Vala og Mikael Kaaber í aðalhlutverkum Moulin Rouge Vonast til að fá fullkomna sundlaug í Reykjadal Raf- og danstónlistarveisla í Austurbæjarbíó Ekkert sundfataatriði í Ungfrú Ísland unglinga Sérfræðingar deila um typpi refilsins en Sigríður Hagalín er búin að telja Ein glæsilegasta kona landsins á lausu Glæsihús á Seltjarnarnesi á 240 milljónir Fór í tvær lýtaaðgerðir á sama deginum Á eiginmann og kærasta og allir sáttir Öskurdrottningin Lar Park Lincoln er látin Sjá meira