Lífið

Kominn með þvottabretti

Perez Hilton var skælbrosandi og ber að ofan á rauða dreglinum á dögunum. Hann er óhræddur við að sýna afrakstur líkamsræktarátaks síðustu ára.
Perez Hilton var skælbrosandi og ber að ofan á rauða dreglinum á dögunum. Hann er óhræddur við að sýna afrakstur líkamsræktarátaks síðustu ára. Nordicpgotos/getty
Stjörnubloggarinn Perez Hilton, ritstjóri bloggsíðunnar Perezhilton.com, hefur misst 36 kíló síðan hann tók upp heilbrigðari lífsstíl árið 2008.

Á dögunum mætti Hilton skælbrosandi og ber að ofan á rauða dregilinn á verðlaunahátíðinni NewNowNext sem haldin var í Hollywood. Hilton ákvað að skilja bolinn eftir heima til að sýna afrakstur líkamsræktar og strangs mataræðis en bloggarinn þvertekur fyrir að hafa lagst undir hnífinn.

„Ég ákvað að gera þetta hægt og rólega og ég hef ekki farið í neinar aðgerðir. Ég fór bara í mjög leiðinlegt prógramm sem samanstendur af mikilli líkamsrækt og hollum mat. Mjög einfalt,“ segir Hilton í spjallþættinum The Talk en þegar hann var sem þyngstur árið 2008 vó bloggarinn 113 kíló.

Nú æfir Hilton sjö sinnum í viku og passar sig að drekka ekki of mikið áfengi.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.