Lífið

Sakar Love um að ljúga á Twitter

Komin með nóg Francis Bean Cobain segir móður sína Courtney Love ljúga á samskiptavefnum Twitter.
Komin með nóg Francis Bean Cobain segir móður sína Courtney Love ljúga á samskiptavefnum Twitter. Nordicphotos/getty
Fancis Bean Cobain, dóttir Kurts Cobain heitins og Courtney Love, er búin að fá sig fullsadda af móður sinni. Nýjasta útspil Love var að skrifa á Twitter síðu sína að Dave Grohl, fyrrum trommari Nirvana og núverandi söngvari Foo Fighters, hafi verið að reyna við dóttur sína. Francis Bean er æf vegna skilaboðanna og segir móður sína ljúga. „Ég reyni að skipta mér helst ekki af því sem móðir mín gerir en nú fór hún yfir strikið. Dave Grohl hefur aldrei reynt við mig og við erum ekkert meira en vinir. Ég er hamingjusöm í mínu sambandi,“ segir Francis Bean við E!Online en hún er trúlofuð kærasta sínum Isaiah Silva.

Talsmaður Dave Grohl segir tónlistarmanninn í uppnámi vegna ásakana Love. „Ásakanirnar eru niðurlægjandi og ekki sannar. Því miður segja þær meira um Love sem enn og aftur notar Twitter vefinn til að búa til vandræði.“

Samband mæðgnanna hefur aldrei verið dans á rósum og árið 2009 missti Love forræðið yfir Frances Bean, sem í dag er 19 ára gömul.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.